fbpx

RFF 2017

Módelspjallið – Brynja

RFF2014

Brynja Jónbjarnardóttir er ein þeirra sem mun ganga sýningarpallana á RFF í Hörpunni á laugardaginn.

Trendnet fékk að spyrja hana nokkurra spurninga um módel ferilinn og lífið.

1557456_473617289414851_1498389174_n

Hvernig og hvenær byrjaði þinn módelferill?
Ég fór á skrá hjá Eskimo þegar ég var 13 ára og vann heima í nokkur ár, fékk síðan samning við skrifstofu erlendis sem heitir NEXT models þegar ég var 16 ára og flutti út ári seinna.

Áttu þér uppáhalds módel sem er þér fyrirmynd?
Nei, ekki eins og stendur.

image

Áður en þú byrjaðir að módelast, hafðir þú áhuga á tísku?
Já ,hafði mjög mikinn áhuga. Fylgdist með hverri einustu sýningu á tískuvikunum og skoðaði öll tískublöðin.


Skemmtilegasta verkefni hingað til?

Ilmvatnsherferð fyrir Carven sem ég gerði í París 2012

306199_250421678427231_644348603_n


Hvaða hönnuði ert þú spenntust fyrir á RFF í ár?
Ég er spenntust fyrir að sýna fyrir Ellu, finnst hönnunin hennar svo klassísk og kvenleg. Sýningin hennar verður ótrúlega flott!


Eitthvað sérstakt sem þú gerir til að undirbúa þig fyrir svona verkefni?
Reyni að fá góðan svefn, borða holt og stunda líkamsrækt daginn áður.

4

Framtíðarplön?
Stefni á að fara í fjármála verkfræði í háskólanum og flytja út eftir að ég hef menntað mig.

Við þökkum Brynju kærlega fyrir spjallið og hlökkum til að fylgjast með henni á laugardaginn kemur.

Rósa María Árnadóttir.

Bakvið tjöldin - gönguæfing hjá ELLU

Skrifa Innlegg