fbpx

LAGO DI GARDA: SIRMIONE

BörnFerðalögFötVerona

unnamed-29

unnamed-31

Emanuel slaufustrákur að leika við Gardavatn.

unnamed-32

.. slaufan er blá spenna úr stelpudeildinni í H&M – kostar 500 kr :-)

unnamed-30

unnamed-28

Vorið er komið til Ítalíu. Sól og 20 gráður uppá hvern einasta dag síðustu þrjár vikurnar og því greinilegt að sumarið er á næsta leyti. Gróðurinn er allur að taka við sér með tilheyrandi gróðurlykt ( og ofnæmi) og bærinn er fullur af fólki sem fagnar vorboðanum. Að vakna við sólargeisla sem teygja sig inn um gluggana er æðislegt og að hoppa út í búð á peysunni án þess að verða kalt er bara eitthvað sem ég elska. Að borða úti í sólinni dag eftir dag gerir lífið betra og ég tala nú ekki um að fá örlítinn lit í kinnarnar í leiðinni….

Emil átti frídag í gær og fyrst sólin skein svona skært fórum við með gestina okkar að Gardavatni og stoppuðum í bænum Sirmione. Við fórum í bátsferð um vatnið sem er afar afslappandi og gott, röltum um og ég fékk mér þennan ómótstæðilega bleika gelato sem þið sjáið á efstu myndinni. Ísbúðin sem selur hann mun ekki fara framhjá neinum sem leggur leið sína til Sirmione en það nánast skapaðist múgæsingur fyrir utan búðina, enda er þetta girnilegasti ís sem ég hef fengið á Ítalíu og allir æstir í að smakka.

Þrátt fyrir að ég hafi skrifað ítarlegt blogg um Verona í síðustu viku er alltaf hægt að bæta einhverju við. Ég vil því endilega fá að mæla með spainu sem er í Sirmione. Það er varla hægt að tala um Sirmione við Ítali án þess að þeir nefni spaið í sömu setningunni enda er það bæði þekkt fyrir gæði og glæsileika. Hotel Olivi Thermae & Natural Spa er fjögra stjörnu hótel sem liggur við vatnið en maður þarf þó ekki að gista á hótelinu til að fá aðgang að spainu. Umhverfið er fallegt og afslappandi og því yndislegt að fara í dekur þar ef áhugi er fyrir slíku. Það er einnig sólbaðsaðstaða við vatnið og því ekki slæm hugmynd að fá sér nudd og stinga sér svo út í Gardavatn og taka sundsprett þar.

Ég ætla að vera duglegri að koma með svona styttri færslur með sniðugum ábendingum núna á næstunni því ég veit að það eru fleiri en einn og fleiri en tveir lesendur mínir sem eru á leiðinni til Ítalíu í sumar sem vilja fá ferðatips. Svo minni ég á mailið mitt asaregins@trendnet.is ef óskað er eftir nánari upplýsingum eða ef þið hafið einhverjar spurningar.

BENVENUTI A VERONA

Skrifa Innlegg

9 Skilaboð

    • Áslaug Þorgeirs.

      17. March 2014

      Uuu segi það með þér – Var brjáluð þegar ég sá þetta um helgina á instagram…!!

  1. Sonja Marsibil Þorvaldsdóttir

    17. March 2014

    Þessi ís er svo bjútífúl!! Og þú auðvitað líka! Ohhh… í alvörunni ég þrái “út á peysunni” daga…..

  2. Elfa Björk Hreggviðsdóttir

    17. March 2014

    Ísbúðin Flora er líka algjört æði :)

    EBH

  3. Anonymous

    18. March 2014

    Frábærir ítalíupóstar frá þér!

  4. Helga

    18. March 2014

    Æðislegar færslur um Ítalíu sem koma á besta tíma fyrir mig en við fjölskyldan erum að fara til N-Ítalíu í sumar og höfum við verið að plana þessa daga sem við verðum þar :-)
    Við höfum mikið verið að spá í að fara til Sirmione og í Gardaland er þetta eitthvað sem hægt er að gera á einum degi eða þarf maður 2 daga til að njóta alls þess besta sem þessir staðir bjóða uppá?

    • Ása Regins

      18. March 2014

      Sæl Helga og gaman að heyra, þið völduð frábæran stað fyrir fríið ykkar :-)
      Við Emil, maðurinn minn, veltum þessu aðeins fyrir okkur og komumst eiginlega að þeirri niðurstöðu að það er hægt að taka einn dag í þetta. Ef ég ætlaði að gera þetta á einum degi myndi ég fara fyrst til Sirmione og eyða svo seinnipartinum í Gardalandi.

      Njótið vel :-)

      • Helga

        19. March 2014

        Takk takk, þetta verður alveg örugglega æðisleg ferð svo margt fallegt og skemmtilegt í boði á þessu svæði. Og þessi ís… held að það sé alveg þess virði að koma við í Sirmione bara fyrir hann :-)