Theodóra Mjöll

Nýjasta færsla

Jólapeysur þurfa ekki að vera hallærislegar

Ástfangin ♥

Ást við fyrstu sýn. Postulína er samstarfsverkefni Guðbjargar Káradóttur leirkerasmiðs og Ólafar Jakobínu Ernudóttur hönnuðar og er ég þeirra helsti aðdáandi (vil ég meina). Mér þykja þær einstaklega klárar og langar mig að eiga ALLT sem þær stöllur gera. Það er eiginlega hálf vandræðalegt. En ég kom við á verkstæði […]

Magnea hannar fyrir dótturfyrirtæki Ralph Lauren

Magnea Einarsdóttir fatahönnuður kannast flestir við, en hún er ung Reykjavíkurmær með háleita drauma um að komast langt í tískuheiminum með fyrirtækið sitt MAGNEA. Draumar þessarar einstæðu móður og dugnaðarforks eru svo sannarlega að verða að veruleika en nýjasta verkefnið hennar var að hanna fyrir dótturmerki Ralph Lauren – Club […]

Sykurlaus í 6 vikur

Ég freistaðist til að skrá mig á sex vikna SYKURLAUST námskeið hjá Gunnari Má einkaþjálfara og rithöfundi LKL bókanna. Ég fæ mér sykur á hverjum einasta degi, hvort sem það er í formi drykkja eða í föstu formi (með öðrum orðum súkkulaði), ég er einfaldlega sjúk í sykur. Finn þó […]

VOGUE takan á Íslandi

Í sumar gerði ég hár fyrir mína fystu (og vonandi ekki síðustu) VOGUE myndatöku. Við vorum í tvo daga út á landi í tökum og keyrðum landshlutana á milli til að finna réttu staðsetningarnar. Hin hálf íslenska/hálf indverska Angela Jonson var módel tökunnar sem var mjög viðeigandi því myndaþátturinn var […]

Kopar hjá HH Simonsen ♥

Haldið hestum ykkar, því það nýjasta frá HH Simonsen eru koparhúðuð járn og hárblásari! Járnin eru enn ekki komin í sölu á Íslandi en ég spjallaði við eiganda HH Simonsen í gær, Claus Nissen, sem er staddur á Íslandi núna og sagði mér að járnin hefðu selst upp á 2-3 […]

Pinnum á Trendnet

Frábærar fréttir fyrir “pinnara” eins og mig! Nú er hægt að setja allar myndir sem birtast á Trendnet á Pinterest á auðveldan hátt, eða með því að ýta á “Pin it” sem birtist í horninu á myndinni þegar músin er dregin yfir. *Happy pinning*

Heimsókn í Hárakademíuna

Hárakademían er nýr, einkarekinn hárskóli undir stjórn Hörpu Ómarsdóttur hárgreiðslumeistara. Ég get ekki sagt að ég sé hlutlaust þegar kemur að umfjöllun hárakademíunnar því við Harpa unnum saman á Toni&Guy þegar ég var þar nemi og kenndi hún mér mjög mikið. Einnig verð ég að kenna nemendum skólans hárgreiðslu þegar […]

Bleika slaufan í gegnum árin

í dag er BLEIKUR DAGUR og hvet ég alla til þess að klæðast einhverju bleiku í dag, unga sem aldna- konur sem karla. Eða einfaldlega  bera Bleiku slaufuna. Bleika slaufan er tákn Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini hjá konum. Styðjið baráttuna gegn krabbameinum og hafið slaufuna ykkar sýnilega í októbermánuði.  Gaman […]

Krullu- og greiðslunámskeið

Vegna mikilla eftirspurna hef ég ákveðið að halda annað krullu- og greiðslunámskeið. =) Þar sem styttist í árshátíðir og jólaboðin (úff) þá gæti ekki verið betri tími til að læra almennilega á krullujárnið og sléttujárnið eða að henda í auðvelda og fallega greiðslu. Einnig förum við yfir mikilvægi þess að […]