Jólapeysur þurfa ekki að vera hallærislegar

Mig hefur lengi dreymt um að eiga fallega jólapeysu, flík sem eingöngu er hægt að nota yfir jólahátíðina og kemur manni í gott skap. Sama hvað ég skoða, máta og reyni þá virðist ég aldrei geta fundið jólapeysu sem lætur mér ekki líða eins og hálvita…. fyrr en nú. Ég var að vafra á netinu í leit að jólapeysum (engin góð útskýring á því vafri) og fann þessar dásemdarpeysur á ASOS. Ég er ekki frá því að mig langi í þær allar.

Nú þurfum við ekki að líta út eins og karakterar úr National Lampoon’s Christmas vacation þegar við förum í jólapeysuna =)

image1xl-1 image1xl-2 image1xl-3 image1xl image3xl-1 image3xl image4xl-1 image4xl

Ástfangin ♥

Vöruhönnun

Ást við fyrstu sýn.

Postulína er samstarfsverkefni Guðbjargar Káradóttur leirkerasmiðs og Ólafar Jakobínu Ernudóttur hönnuðar og er ég þeirra helsti aðdáandi (vil ég meina).

Mér þykja þær einstaklega klárar og langar mig að eiga ALLT sem þær stöllur gera. Það er eiginlega hálf vandræðalegt. En ég kom við á verkstæði Guðbjargar í gær og nældi mér í þennan hangandi blómavasa sem ég fæ ekki nóg af (ásamt öðru….sýni ykkur það seinna). Blómavasinn fékk góðan stað á heimilinu um leið og hann kom heim..

Screen Shot 2014-11-17 at 22.58.43

Magnea hannar fyrir dótturfyrirtæki Ralph Lauren

Magnea Einarsdóttir fatahönnuður kannast flestir við, en hún er ung Reykjavíkurmær með háleita drauma um að komast langt í tískuheiminum með fyrirtækið sitt MAGNEA. Draumar þessarar einstæðu móður og dugnaðarforks eru svo sannarlega að verða að veruleika en nýjasta verkefnið hennar var að hanna fyrir dótturmerki Ralph Lauren – Club Monaco!

Ég spurði hana spjörunum út um þetta spennandi verkefni.

……………..

 

Hvernig kom þetta til?

Þetta gerðist mjög óvænt. Yfirhönnuður knitwear hjá Club Monaco hafði samband eftir að hún og yfirmenn hennar höfðu uppgötvað merkið. Hún kom til Íslands og við hittumst og ræddum mögulegt samstarf og í framhaldi af því kom tilboð um að gera hliðarlínu sem verður seld undir merkinu magnea fyrir Club Monaco. Í kjölfarið fór ég til New York og kynnti hugmyndir í höfuðstöðvum Club Monaco og er á leiðinni aftur núna í desember til að skoða fyrstu prótótýpur.

 

Hvað gerir þetta fyrir þig sem fatahönnuð?

Þetta er auðvitað frábært tækifæri og virkilega gaman og gott pepp að finna fyrir því að magnea sé að vekja áhuga og athygli erlendis. Þessu mun fylgja kynning og markaðssetning á Bandaríkjamarkaði og víðar á næsta ári.

 

 

Hvernig líta flíkurnar út?

Ég vil ekki segja of mikið en þetta verða prjónaðar flíkur og fylgihlutir úr kasmír og ull.

 

 

Þurftiru að fara langt frá þínum persónulega stíl eða fékkstu algjörlega að ráða hönnuninni?
Já og nei, það sem þau heilluðust af við merkið var okkar stíll og nálgun á prjón en auðvitað var nauðsynlegt að aðlaga flíkurnar að þeirra hugmyndafræði líka. Þetta er stórt fyrirtæki með ákveðinn markhóp sem þau þekkja vel en það var ekkert minna áhugavert að vinna eftir þeirra reglum og ég er mjög ánægð með útkomuna.

 

Hvað eiga flíkurnar eftir að seljast í mörgum löndum?
Club Monaco er með 140 verslanir út um allan heim, aðallega í Bandaríkjunum en eru að færa sig út til Evrópu líka og eru þegar búin að opna verslanir til dæmis í London og Stokkhólmi. Línan verður seld í völdum verslunum en ekki komið á hreint hversu mörgum.

…………….

magnea

Óskum Magneu Einars INNILEGA til hamingju =)

Sykurlaus í 6 vikur

Lífið

Ég freistaðist til að skrá mig á sex vikna SYKURLAUST námskeið hjá Gunnari Má einkaþjálfara og rithöfundi LKL bókanna.

Ég fæ mér sykur á hverjum einasta degi, hvort sem það er í formi drykkja eða í föstu formi (með öðrum orðum súkkulaði), ég er einfaldlega sjúk í sykur. Finn þó að sykurlöngunin magnast þegar svefnleysið er upp á sitt besta, sem er stöðugt ástand á heimili mínu því drengurinn okkar sefur ekki á nóttunni.

Verð þó að viðurkenna að þetta er frekar óheppilegur tími ársins til að byrja á sykurleysi því nóvember-desember eru stærstu sykurmánuðir ársins, en það gerir áskorunina kannski enn meira spennandi?

Á mér eftir að takast þetta eða ekki? 

The-Academy

Hver vill vera memm??

VOGUE takan á Íslandi

HárVinna

Í sumar gerði ég hár fyrir mína fystu (og vonandi ekki síðustu) VOGUE myndatöku. Við vorum í tvo daga út á landi í tökum og keyrðum landshlutana á milli til að finna réttu staðsetningarnar.

Hin hálf íslenska/hálf indverska Angela Jonson var módel tökunnar sem var mjög viðeigandi því myndaþátturinn var fyrir indverska Vogue.

Það var brjálæðsilega flott gengi í kingum tökurnar eins og þið sjáið hér:

Ljósmyndari: Asta Kristjansdottir
Stíllisti: Lorna McGee
Aðstoðarstíllisti: Anna Maggý
Make-up: Ísak Freyr
Hár: Theodóra Mjöll Skúladóttir Jack
Aðstoðarmaður ljósmyndara: Jon Gudmundsson and Ellen Inga
Framleiðsla: Carmen Jóhannsdóttir and Divya Jagwari
Andlegur stuðningur: Rúnar Ómarsson
Módel: Angela Jonsson

unnamed

10517365_10152377979556583_7913316608822763177_o

10387052_10152377979551583_8336303197535824758_o 10397058_10152377979636583_4390114455251680508_o10700153_10152377979561583_6361971664156045338_o 10708633_10152377979586583_1832040875384704969_oDraumur að sjá nafnið sitt í Vogue !

Hér eru svo nokkrar myndir á bak við tjöldin :

vogue1 vogue2 vogue4 vogue5 vogue6 vogue7 vogue8

Þessa “húfu” fékk ég að máta og ég held að hún hafi kostað meira en bíllinn minn…..

Kopar hjá HH Simonsen ♥

HárHH simonsen

Haldið hestum ykkar, því það nýjasta frá HH Simonsen eru koparhúðuð járn og hárblásari!

Járnin eru enn ekki komin í sölu á Íslandi en ég spjallaði við eiganda HH Simonsen í gær, Claus Nissen, sem er staddur á Íslandi núna og sagði mér að járnin hefðu selst upp á 2-3 vikum í Danmörku.

Það er óþarfi að segja meira, þau eru einfaldlega sjúklega-ótrúlega-óhugnalega falleg!

1656126_709603325775477_2547926458334193376_n koparjarn koparjarn2 koparjarn4

Pinnum á Trendnet

Frábærar fréttir fyrir “pinnara” eins og mig!

Nú er hægt að setja allar myndir sem birtast á Trendnet á Pinterest á auðveldan hátt, eða með því að ýta á “Pin it” sem birtist í horninu á myndinni þegar músin er dregin yfir.

*Happy pinning*

Screen Shot 2014-10-28 at 10.38.57

Heimsókn í Hárakademíuna

Hár

Hárakademían er nýr, einkarekinn hárskóli undir stjórn Hörpu Ómarsdóttur hárgreiðslumeistara. Ég get ekki sagt að ég sé hlutlaust þegar kemur að umfjöllun hárakademíunnar því við Harpa unnum saman á Toni&Guy þegar ég var þar nemi og kenndi hún mér mjög mikið. Einnig verð ég að kenna nemendum skólans hárgreiðslu þegar líður á önnina. Þrátt fyrir persónuleg tengsl, þá er ég gríðarlega spennt og ánægð að sjá fjölbreytileika í hárkennslu og hvet alla þá sem hafa áhuga á hárgreiðslunámi að kynna sér Hárakademíuna.

Fyrir forvitna þá fjallaði ég ítarlega um uppbyggingu námsins og skólann fyrr á árinu.

Ég leit við um daginn og tók nokkrar myndir af skólanum og nemendunum…

harakademian2

Hér er Harpa (sem er alltaf einu númeri of svöl) að hengja upp mood-board á vegginn sem nemendur voru að vinna að.

harakademian3

Heimilislegt og stílhreint í eldhúsi skólans.

harakademian5 harakademian6 harakademian7

Anddyri skólans í Mörkinni 1. Hversu fallegt!harakademian8 harakademian9

Bleika slaufan í gegnum árin

í dag er BLEIKUR DAGUR og hvet ég alla til þess að klæðast einhverju bleiku í dag, unga sem aldna- konur sem karla. Eða einfaldlega  bera Bleiku slaufuna.

Bleika slaufan er tákn Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini hjá konum. Styðjið baráttuna gegn krabbameinum og hafið slaufuna ykkar sýnilega í októbermánuði. 

Gaman er þó að spá í bleiku slaufunni sem söfnunargrip, rétt eins og jólaóróarnir frá Georg Jensen, en það eru margir af þekktustu skartgripahönnuðum okkar Íslendinga sem hafa komið að hönnun hennar svo sem Hendrikka Waage, Sif Jakobs og Orr.  Slaufan sem kom árið 2011 var þó perluð af Zulufadder konum í Suður–Afríku sem annast munaðarlaus börn, hvorki meira né minna.

Ég get ekki hætt að dásama hversu fallegt konsept bleika slaufan er, en það er ekki einungis verið að styðja baráttuna gegn krabbameini, heldur er einnig verið að koma íslenskum skartgripahönnuðum á framfæri á annan hátt en vant er.

Þar sem ég á afmæli 8.október, hefur maðurinn minn gefið mér bleiku slaufuna í afmælisgjöf hver ár síðan við byrjuðum saman, eða í 7 ár, jafn mörg ár og slaufan hefur verið seld hér á Íslandi á þennan hátt. Ég mun halda áfram að kaupa (og fá gefins) slaufu um ókomin ár óháð smekk, en slaufurnar eru jú, misjafnar og stíll þeirra aldrei sá sami. Þá er um að gera að setja upp þá slaufu sem þér þykir fegurst og bera hana í októbermánuði. Ef slaufan er passar ekki við þinn persónulega smekk og þú kærir þig ekki um að bera slíkan skartgrip, er alltaf hægt að fara inn á heimasíðu bleiku slaufunnar www.bleikaslaufan.is og styrkja málefnið með því að leggja pening inn á söfnunarreikning bleiku slaufunnar/krabbameinsfélagsins.

………

Slaufan 2007  er fyrsta slaufan en hún ber engan hönnuð. Það hlýtur þó að hafa verið einhver sem hannaði hana og framkvæmdi, þó svo að hún beri engann opinberan höfund. Hún er falleg, einföld og segir allt sem segja þarf!bleika slaufan

……….

Bleiku slaufuna 2008 hannaði Hendrikka Waage og er mýkri og bættari útgáfa af upprunalegu slaufunni. Það er þó búið að “pimpa” hana aðeins upp, setja bleika steina um hana alla og gera hana fínni. Ég er óskaplega hrifin af henni og finnst gaman að Hendrikka hafi ekki farið langt frá upprunalegu slaufunni. 

bleikaslaufan-3-10-2008-8138

……….

2009 hannaði Sif jakobs slaufunaHún er í persónulegu uppáhaldi og gekk ég með þá slaufu mikið yfir veturinn 2009-2010. Fíngerðir steinarnir og granna lína slaufunnar gera hana kvenlega og fágaða.bleika slaufan

……….

2010 hannaði Ragnheiður I. Margeirsdóttir (RIM) slaufuna en hún er breiðari og flatari en slaufurnar þar á undan, með þó miklum smáatriðum. Slaufan minnir mig óneitanlega á fallegan, hefðbundinn skandinavískan trefil.

bleika slaufan-2010d

……….

Bleika slaufan 2011 var perluð af Zulufadder konum í Suður–Afríku sem annast munaðarlaus börn. 

Það væri gaman að komast að því hvernig krabbameinsfélagið fékk þessar frábæru konur til að perla Bleiku slaufuna það árið og hvað verkefnið þýddi fyrir þeim og þeirra samfélagi.

bleika slaufan-2011

……….

2012 var slaufan hönnuð af SIGN og minnir kannski síst á slaufu.  Hún hefur eflaust hitt beint í mark hjá glingur aðdáendum enda er nóg um að vera á þessari slaufu. Hún minnir mig helst á tvö sólblóm, eða tvo fífla sem vaxa í sitthvora áttina upp úr moldinni. 

bleika slaufan-2012

……….

2013 var slaufan hönnuð af ORR. Hún er minimalísk og fáguð með fallegum og mjúkum línum sem mynda einskonar slaufu. Það er eitthvað framtíðarlegt við hana.

bleika slaufan-2013

……….

Stefán Bogi Stefánsson hönnuður og gull– og silfursmiður MGH hannaði bleiku slaufuna í ár, 2014. Slaufan er einföld og falleg og ber ég hana stolt  á barminum í októbermánuði.

 Um hönnun slaufunnar og lýsir Stefán formi hennar þannig; hringformið er eilíft, rofnar aldrei.

bleika slaufan-2014

Krullu- og greiðslunámskeið

Vegna mikilla eftirspurna hef ég ákveðið að halda annað krullu- og greiðslunámskeið. =)

Þar sem styttist í árshátíðir og jólaboðin (úff) þá gæti ekki verið betri tími til að læra almennilega á krullujárnið og sléttujárnið eða að henda í auðvelda og fallega greiðslu. Einnig förum við yfir mikilvægi þess að velja réttu hárvörurnar fyrir hvern og einn.

Námskeiðið verður á Rauðhettu&Úlfinum miðvikudaginn 22.október frá 19:30-21:30.

 

 Á námskeiðinu er hægt að versla hárvörur frá Label.m og járn frá HH simonsen á 15% afslætti.

 

Námskeiðið kostar 6500 kr og er mjög takmarkaður fjöldi sem kemst að til að tryggja góða og persónulega kennslu.

Skráning á námskeiðið og frekari upplýsingar eru í netfanginu theodora.mjoll@gmail.com

Þetta verður svo gaman!!! =)

………..

ATH!!! Námskeiðið varð fullbókað á innan við sólahring svo ég ákvað að halda annað eins námskeið daginn eftir, fimmtudaginn 23.október svo allir sem vilja komast að!  Það er enn laust á það námskeið svo endilega ef þið hafið áhuga, sendið mér tölvupóst. =)

……….