fbpx

Frozen tökurnar…

DisneyVinnaVinna & verkefni

Jæja, þá vorum við að klára annan daginn af tökum á nýju hárbókinni sem ég er að gera fyrir Disney samsteypuna, Frozen ll.

Viðurkenni að ég er pínu búin á því líkamlega og andlega, en þetta verður eitthvað dásamlegt!

Saga Sig tók myndirnar, Magnea Einarsdóttir sá um stíliseringu og Karin Kristjana sminkaði stelpurnar.

Ný Frozen stuttmynd kemur út á næsta ári og er hárbókin tileinkuð henni.  Hún gerist að sumri til og þurftum við að búa til fallegan ævintýra-blómaheim inn í stúdíói, en það sást ekki út um gluggann á stúdíóinu fyrir snjó. Frekar fyndið fyrirbæri- að þurfa að setja sig í sól- og sumargír korter fyrir jól og í blindbyl.

Gleðilegt sumar….ég meina jól.

Kveðja Elsa….ég meina Theodóra.

10850086_10152628409698412_2618728409121348200_n

Húfa á höfði; Vík Prjónsdóttir

Miðað við veðurfréttir þá held ég að það þýði ekkert annað næstu vikurnar en að setja fallega húfu á höfuð og skella sér í kuldaskóna.

Sem betur fer er ágætt úrval fallegra húfa í boði í dag, en nýju húfurnar frá Vík Prjónsdóttur vöktu þó sérstaka athygli mína, og það er ekki einungis vegna ullarinnar sem er svo hlý og góð, heldur sögunnar og hönnunarinnar á bak við húfurnar sem bera heitið Sólhattar eða Sun hats. 

Til að útskýra þetta betur þá hefur Vík Prjónsdóttir hannað Sólhatt fyrir hvern mánuð ársins. Hún byrjar á að kynna fyrstu fjóra; maí, júní, júlí og ágúst og er innblásturinn sóttur í miðnætursólina og þá mögnuðu liti sem birtast okkur þegar dagur og nótt renna saman.

vikprjons1

Ég vildi að sjálfsögðu vita meira og spurði Brynhildi Pálsdóttir vöruhönnuð og eina af þremur eigendum Vík Prjónsdóttur nánar út í nýju húfurnar:

Húfurnar eru prjónaðar úr 100% enskri lambs ull í þýskri prjónaverksmiðju sem er búin að vera í eigu sömu fjölskyldu frá stofnun hennar sem var árið 1871. Ég er búin að heimsækja verksmiðjuna nokkrum sinnum og það eru tveir frændur sem að stýra henni og er frábær stemmning að koma þangað og hitta þá. Þeir nota nýjust prjónavélarnar og eru aðallega að framleiða fyrir minni hönnuði með litla framleiðslu og eru mjög opnir fyrir allskonar tilraunum og pælingum sem er mjög skemmtilegt.

Þetta er í fyrsta skipti sem Vík Prjónsdóttir framleiðir erlendis, en okkur langaði að kanna nýjar slóðir og prufa að vinna með nýjustu tækni í prjóni og mýkri ull. Við fréttum af þessari verksmiðju í gegnum vin í Þýskalandi og þannig fór þetta af stað.

Húfan er prjónuð í sniði og kemur því næstum því tilbúin út úr vélinni, en allur frágangur er síðan gerður í höndunum.

Verksmiðjan hefur verið að framleiða í áratugi sjóarapeysur og húfur, og fannst okkur gaman að vinna með þeirra hefð og þekkingu en að taka hana í aðrar áttir og búa til sólhatta fyrir norðurslóðir. 

Það er líka áhugavert að vinna með þá staðreynd að við notum húfur allan ársins hring, svona næstum því, þar kviknaði hugmyndin um sólhattana, því að hér á norðurslóðum er góð ullarhúfa alveg jafn mikilvæg um sumarið og stráhatturinn er á suðlægari slóðum…

Svo er gott að minna okkur á sólina núna þegar dimmasti tíminn er að ganga í garð og setja upp sólhattana og hugsa um birtuna og hlýjuna og þá staðreynd að sólin kemur aftur eftir smá…

Jústa&Sigmar ♥

Brúðkaup

Í sumar gerði ég svo margar brúðargreiðslur að ég man varla hvað þær voru margar, örugglega um 25 talsins! En það var eitt brúðkaup sem mér fannst alveg frábært (þau voru það samt öll!) og það var brúðkaupið þeirra Jústu og Sigmars. Ég ákvað því að taka stutt viðtal við hana Jústu  sem vonandi á eftir að vera inspirerandi fyrir verðandi brúðhjón =)

j5

………………………..

Giftum okkur 5. júlí. Athöfnin í Fríkirkjunni í Reykjavík og veislan í Rafveitusalnum Elliðaárdal.

Ljósmyndari: Eva Lind Gígja

Hár: Theodóra Mjöll Skúladóttir Jack

Förðun: Harpa Kára

……………………..

j4

Hvaðan kom kjóllinn?

Kjólinn hannað ég sjálf í samvinnu við Malen kjólameistara og dömurnar hjá Eðalklæðum. Þær hjálpuðu mér að velja efni og pöntuðu það fyrir mig frá New York. Ég lagði mikla áherslu á að hafa falleg efni og var ég ótrúlega ánægð með útkomuna. Eftir mikla vinnu og smá stress varð kjóllinn alveg eins og ég var búin að sjá fyrir mér. Malen og þær hjá Eðalklæðum fá mín allra bestu meðmæli, þær eru fagmanneskjur fram í fingurgóma og það var yndislegt að vinna með þeim. Mikil vídd er í pilsinu til að ná því þungu niður og því vandaðist aðeins málið varðandi brúðkaupsdansinn okkar Sigmars.

j3

Fyrsti dansinn?

Mér hefur alltaf þótt gaman að dansa og var ákveðin í því að hafa brúðkaupsdansinn með öðru sniði en oft tíðkast. Þannig að úr varð að ég dró Sigmar með mér á salsanámskeið síðasta vetur, og við dönsuðum salsa fyrir gestina sem að lokum soguðust inn í salsasveifluna með okkur á dansgólfinu og hættu ekki fyrr en ljósin voru kveikt. Það hefði verið ómögulegt að dansa salsa í brúðarkjólnum og var því ákveðið að ég yrði að skipta um dress seinna um kvöldið. Ég hef alltaf verið sjúk í samfestinga og varð því hvítur samfestingur fyrir valinu og breyttu þær hjá Eðalklæðum honum aðeins til að gera hann sparilegri og svo gerðu þær fallegt hárband úr afgangsblúndu frá kjólnum. Eftir að formlegri veislu var lokið og veislustjórarnir höfðu þakkað fyrir sig brá ég mér afsíðis og skipti um dress og beið þar þangað til Sigmar kallaði á mig. Dansinn byrjaði á Dirty Dancing lokaatriðinu og fór síðan útí salsa. Þetta gekk allt saman ótrúlega vel og var ég mjög ánægð með ákvörðun mína um að skipta um dress.

j1 j2

Hvað stóð upp úr?

Ég og Sigmar vorum ótrúlega ánægð með brúðkaupsdaginn okkar og hefðum ekki viljað hafa hann öðruvísi. Frábærar ræður, óvænt skemmtiatriði og maturinn heppnaðist líka mjög vel, það var í raun allt sem stóð uppúr. Við náðum að njóta brúðkaupsdagsins til fulls. Góðir vinir okkar beggja, sem við treystum vel sáu um veislustjórn. Góðir veislustjórar eru lykilatriði til að halda góðu flæði í ræðuhöldum og hafa þetta skemmtilegt en okkur fannst það skipta miklu máli, að við og aðrir gestir skemmtu sér vel. Við náðum að vera afslöppuð og nutum okkur vel allan tímann.

Geysir X No Nationality

Vöruhönnun

Erna Einarsdóttir yfirhönnuður Geysi, vann frábært samstarfsverkefni á dögunum með danska hágæða fatamerkinu NN.07 (No Nationality). Fyrir þá sem ekki vita útskrifaðist Erna árið 2012 úr fatahönnun með áherslu á textíl frá hinum virta St. Martins í London. Hún var ráðin til hins heimsfræga tískufyrirtækis Yves St. Laurent strax í kjölfarið og starfaði þar í eitt „season“. Hugurinn leitaði þó heim og ári eftir útskrift hóf hún störf hjá Geysi.

NN.07 hefur unnið örfá samstarfsverkefni áður, meðal annars með Converse, hönnuðu Sjöö Sandström armbandsúr í takmörkuðu upplagi og rakspíra. Þeirra mottó með samstarfsverkefnin er: We’ve always taken our own path. But sometimes other paths crossed it. The like-minded. The same mettle but perhaps not always the most obvious. We like the expression “great minds think alike”.

 nno7

Ég tók Ernu tals og hún sagði mér frá verkefninu sem mér þykir gríðarlega spennandi.

……….

 Segðu okkur aðeins frá samstarfsverkefninu.

Við (Geysir) erum í mjög góðu sambandi við NN.07, þekkjum það fyrirtæki orðið vel og líkar mjög vel við þeirra fatnað, hugmyndir og hvernig þau hafa byggt upp merkið sitt. Við heimsóttum þau í janúar 2014 og þau spurðu okkur hvort við hefðum áhuga á samstarfi, að þeim fyndist Geysir og öll hugmyndin á bakvið okkar konsept mjög góð. Þeir höfðu mikinn áhuga á að vinna með okkur að teppi sem er ein vinsælasta varan okkar í Geysi.

Þetta er mikil viðurkenning fyrir Geysi sem „brand“. Fyrir mig persónulega var áhugavert að vinna með stóru hönnunarfyrirtæki og virkilega gaman að sjá hvað margar erlendar verslanir ákváðu að taka teppið í sölu, svo sem Illums Bolighus og fleiri. Þetta þýðir að við erum greinilega að gera góða hluti hérna hjá Geysi.

Hvaðan kemur munstrið,efnið og litavalið?

Munstrið kemur frá okkur í Geysi. Undanfarin misseri hef ég verið að hanna köflótt teppi fyrir Geysi og því fannst mér að teppið ætti klárlega að vera köflótt. Efnið er 100% íslensk ull og litirnir koma frá NN.07 sem eru navy blár og hvítur, en það eru litir sem þeir vinna mikið með.

Hvað það er við teppi sem hrífur þig sérstaklega?

Teppi eru margnota, þau er hægt að nota sem aukahlut á sófann, rúmið eða í bílinn. Eg hef reyndar gerst svo djörf að vefja mig bara inní teppi yfir úlpu og önnur hlýfðarföt á mjög köldum dögum og nota þau sem flík.

Hvar teppin eru seld?

 Teppin eru seld hjá okkur í Geysi en einnig í mörgum erlendum verslunum sem hluti af „mid-season“ fatalínu NN.07.

Af öðrum búðum má nefna flaggskipsbúð NN.07 í Kaupmannahöfn, NK Stockholm og NK Gautaborg, Magasin í Köben og Arhus, Illums Bolighus og Net-a-porter vefverslunina. Síðan eru mjög margar búðir útum alla Skandinavíu sem eru að selja teppin, en NN.07 selur fötin sín einungis í Skandinavískum búðum, með örfáum undantekningum.

nno71ernaeinars

Erna Einarsdóttir yfirhönnuður Geysis og töffari =)

Lífið; Forsíðuviðtal

Umfjöllun

Í dag kom forsíðuviðtal við mig í Lífinu þar sem ég opnaði mig upp á gátt, sem er frekar ólíkt mér. Þrátt fyrir óþægindin er ég ofboðslega ánægð hvernig Rikka tæklaði viðtalið og gerði það uppbyggjandi og fallegt.

Fyrir forvitna er hægt að lesa viðtalið HÉR.

Snillingurinn og vinkona mín hún Saga Sig bauðst til að taka myndirnar af mér sem ég er einstaklega ánægð með. Gaman að eiga vel gerðar myndir af sjálfum sér eftir slíkan listamann. Myndin fer beint sem profile mynd á facebook ;)

eg-saga1 eg-saga2

Ljósmynd: Saga Sig

Förðun: Karin Kristjana

Fatnaður: Sautján, stíliserað af Hilrag =)

Aðventukransinn

Jóla

Þar sem varla er hægt að stíga út fyrir hússins dyr vegna veðurs, er ekkert annað hægt en að kósa sig undir teppi og kveikja á kertum. Aðventukransinn minn í ár er gullfallegur postulínskrans frá Postulínu. 

Það allra besta við aðventukransinn eða aðventudiskinn, er að það þarf ekki að líma eða festa skrautið á kransinn heldur er fallegu jólaskrauti raðað á diskinn og meðfram kertunum ef þess er óskað eftir. Ég hef alltaf verið í miklu basli við að útbúa aðventukrans, gert of stóra, troðið greni sem svo þornar og verður ljótt áður en fyrsti jólasveinninn kemur í bæinn. Þetta er fullkomlega þægilegt og svo er hægt að skipta út skrautinu að vild án vesens.

Ég er mjög náttúruleg í jólaskreytingum og vel köngla og greni fram yfir plast og glimmer. Þó er alltaf gaman að blanda því saman.

Könglana týndi ég sjálf og stakk í ofninn fyrir um tveimur árum síðan og ég spreyjaði helminginn af þeim með koparspreyi sem mér finnst koma einstaklega vel út.

adventukransinn

Gleðilega aðventu og ég vona að þið hafið notið dagsins jafn vel og ég =)

Jólamarkaður sem enginn má missa af!

Jóla

Nokkrar vel valdar íslenskar netverslanir blása til jólamarkaðar í Mörkinni dagana 30. nóvember til 2. desember (Sunnudag – þriðjudag). Þar gefst tækifæri á að virða fyrir sér og versla vörur frá fimm skemmtilegum og ólíkum netverslunum.

Þær eru: Nola.isSnúranKRÚNKEsja Dekor og Petit.is. Þar að auki verða Te&Kaffi og Hafliði frá Mosfellsbakaríi ásamt Miriam Candles með kynningu og sölu á sínum vörum. Mikið úrval af fallegum og öðruvísi vörum á góðu verði!

Einnig verður happdrætti á staðnum þar sem þú gætir átt von á að vinna gjafapakka að andvirði 10.000 kr frá hverri netverslun.

Um að gera að klára jólagjafirnar á einu bretti og styrkja duglega einyrkja í leiðinni!

jolo

Hárið á Nicole

Hár

Fyrr á þessu ári tók Nicole Richie þá ákvörðun ásamt hárgreiðslumanni hennar og vini til margra ára, Andy LeCompte, að fara út úr þægindarrammanum og lita á sér hárið fjólublátt. Hún hlaut mikla athygli í fjölmiðlum fyrir þessa “djörfu” ákvörðun og skrifuðu miðlar eins og Glamour og Vogue um hárið á henni og lýstu yfir ánægju sinni yfir þessum nýja og spennandi háralit.

Margar stjörnur hafa fylgt í kjölfarið og litað á sér hárið með skemmtilegum pastel lit, en þó vill Kelly Osbourne meina að Nicole Richie hafi “hermt” eftir sér….það má deila um hver hermir eftir hverjum.

Ég er sjálf bálskotin í hárinu á Nicole og finnst gaman hvað hún skiptist á að vera með fjólubláan og bláan lit.

1394720504_nicole-richie-hair-467 b2ap3_thumbnail_nicole-richie_glamour_25feb14_insta_b_426x284 images Nicole-Richie-Reddit-Interview Nicole-Richies-Purple-Hairdo-At-Met-Ball-2014 Nicole+Richie+color+salon+jzk7Dn_LGZEl NicoleRichie2 Paper_Magazine_Nicole_Richie-56 Paper_Magazine_Nicole_Richie-251 timthumb.php_

Vinnuferð til Ísafjarðar

HárLífiðVinnaVinna & verkefni

Ég fékk skemmtilegt símtal fyrr í mánuðinum, en eigandi hárgreiðslustofunnar Hárstofa Maríu á Ísafirði hringdi í mig og bað mig um að koma og halda krullunámskeið þar í bæ ásamt Baldri eiganda heildsölunnar Bpro. Við að sjálfsögðu slógum til og á föstudaginn síðastliðinn fórum við bæjarrotturnar með flugi til Vestfjarða með tvær fullar ferðatöskur af krullu- og sléttujárnum frá HH Simonsen að vopni. Við vorum komin til Ísafjarðar upp úr hádegi þar sem leið okkar lá beint á hárgreiðslustofuna, en Baldur var með vörukynningu á Label.m vörunum fyrir hárgreiðslukonur stofunnar.

iso2 iso5

Þegar vörukynningunni var lokið héldum við krullunámskeið fyrir nokkrar skemmtilegar Ísafjarðarskvísur sem vildu ólmar læra að nota krullujárnið.

iso4 iso12 iso13

Við sýndum nokkur góð trix í hárumhirðu og krullugerð sem stelpurnar voru ánægðar með.

Þegar krullunámskeiðinu lauk tók við konukvöld þar sem Hárstofan María var með opið hús fyrir gesti og gangandi. Þar fengu allir að prófa hárvörurnar, litaspreyin og fleira en áður en við vissum af þá tók Baldur upp svaðalega skærasafnið sitt og sýndi okkur stelpunum. Við þurfum auðvitað allar að prófa og endaði það með því að nokkuð margir lokkar fengu að fjúka á nokkrum heppnum stelpum.

iso10iso7 iso11

Litaspreyin frá Label.m eru svo klikkkuuuððð!!iso8

Því miður endaði skemmtileg ferð allt of snemma því við Baldur flugum heim til Reykjavíkur í hádeginu daginn eftir.

Það var komið fram við okkur eins og höfðingjaprinsessur og er ég svo þakklát stelpunum á Hárstofunni Maríu fyrir að taka svona vel á móti okkur og fyrir að gefa mér dásamlegt húsmæðraorlof í leiðinni =)

xxx

Disney ævintýrið frá A-Ö

DisneyHárUmfjöllunVinnaVinna & verkefni

Mig langar aðeins að deila með ykkur Disney ævintýrinu mínu sem er búið að vera ótrúlega magnað!

Í sumar gerði ég semsagt tvær hárbækur fyrir Disney samsteypuna, annars vegar bókina Disney Prinsess Hairstyles og hins vegar Disney Frozen Hairstyles.

Munurinn á milli þessara tveggja bóka er sá að fyrsta bókin, Disney Princess Hairstyles er hárbók byggð á ellefu “official” prinsessum Disney (Öskubuska, Rapunzel, Ariel, Þyrnirós og fleiri) en þar stúderaði ég teiknimyndirnar og allt sem viðkemur varningi og auglýsingarefni út frá hverri og einni mynd. Ég bjó til þrjár til fjórar hárgreiðslur fyrir hverja og eina prinsessu og er bókin kaflaskipt eftir þeim.

Það var mjög skemmtilegt að stúdera klassískar Disney teiknimyndir og myndir sem höfðu mikil áhrif á mig sem lítil sveitastelpa út frá allt öðru sjónarhorni en áður. Skoða teikningarnar og fólkið á bak við myndirnar, hvernig hártíska karaktera myndanna endurspegla hártísku hvers tímabils útaf fyrir sig miðað við hvenær myndirnar eru gefnar út. Ég eyddi ófáum kvöldum í að horfa á teiknimyndir með popp í einni og kók í hinni og þegar Emil maðurinn minn glotti og spurði hvað ég væri eiginlega að gera, þá var mjög gaman að segja: “Ég er að vinna”! =)

Disney Princess Hairstyles bókin kemur einungis út í Ameríku og fer ekki í sölu fyrr en 25.nóvember, en hún er nú þegar búin að seljast í mörgum tugum þúsunda eintaka í forsölu!! Ég var einnig að frétta í gær að hún er bók nr.1 á lista Amazon yfir “Amazon Hot New Releases” sem er fáránlega magnað!

1486173_10152443522626921_9044306162541637113_o

PRINCESS1

 

 

Viku eftir að ég kláraði og skilaði af mér Disney Princess Hairstyles hafði Edda útgáfa, sem gefur bækurnar mínar út, samband við mig og báðu mig að gera aðra eins bók þó aðeins minni, sérstaklega út frá FROZEN ævintýrinu mikla sem er ein stærsta og vinsælasta teiknimynd allra tíma. Ég að sjálfsögðu sagði “JÁ” og sökk mér ofan í ævintýrið, en ég fékk mjög stuttan tíma til að gera bókina vegna þess að við þurftum að ná henni fyrir jól í sölu. Júlí og ágústmánuður fóru í það að horfa á Frozen, stúdera karakterana og hárið á þeim systrum Önnu og Elsu, búa til fléttugreiðslur sem pössuðu við teiknimyndina og svo miklu miklu meira.

Það má segja að sumarið mitt hafi verið eitt stórt Disney ævintýri  =)

Frozen Hairstyles kemur einnig út í Ameríku 25.nóvember, en hún kom út á Íslandi í síðustu viku og eftir aðeins nokkra daga í sölu er hún komin í topp 10 lista yfir mest seldu bækur á Íslandi 1.-16. nóvember.

Disney-Frozen-Hairstyle

 

Ég er auðvitað brjálæðislega þakklát öllum þeim sem komu að gerð bókanna, en ég gerði þetta sko EKKI ein! Edda USA er 100% á bak við bækurnar, þau taka alla áhættuna og hafa óbilandi trú á mér og því sem mér dettur í hug, sem er ómetanlegt. Bestu hlutirnir gerast í góðu þverfaglegu umhverfi !

10649019_10152545293633412_8680712400485214889_o

 

Hér held ég á frumeintökum bókanna sem ég er sjáanlega mjög vandræðalega stolt af =)