Theodóra Mjöll

Nýjasta færsla

Frozen tökurnar…

Húfa á höfði; Vík Prjónsdóttir

Miðað við veðurfréttir þá held ég að það þýði ekkert annað næstu vikurnar en að setja fallega húfu á höfuð og skella sér í kuldaskóna. Sem betur fer er ágætt úrval fallegra húfa í boði í dag, en nýju húfurnar frá Vík Prjónsdóttur vöktu þó sérstaka athygli mína, og það er […]

Jústa&Sigmar ♥

Í sumar gerði ég svo margar brúðargreiðslur að ég man varla hvað þær voru margar, örugglega um 25 talsins! En það var eitt brúðkaup sem mér fannst alveg frábært (þau voru það samt öll!) og það var brúðkaupið þeirra Jústu og Sigmars. Ég ákvað því að taka stutt viðtal við […]

Geysir X No Nationality

Erna Einarsdóttir yfirhönnuður Geysi, vann frábært samstarfsverkefni á dögunum með danska hágæða fatamerkinu NN.07 (No Nationality). Fyrir þá sem ekki vita útskrifaðist Erna árið 2012 úr fatahönnun með áherslu á textíl frá hinum virta St. Martins í London. Hún var ráðin til hins heimsfræga tískufyrirtækis Yves St. Laurent strax í […]

Lífið; Forsíðuviðtal

Í dag kom forsíðuviðtal við mig í Lífinu þar sem ég opnaði mig upp á gátt, sem er frekar ólíkt mér. Þrátt fyrir óþægindin er ég ofboðslega ánægð hvernig Rikka tæklaði viðtalið og gerði það uppbyggjandi og fallegt. Fyrir forvitna er hægt að lesa viðtalið HÉR. Snillingurinn og vinkona mín […]

Aðventukransinn

Þar sem varla er hægt að stíga út fyrir hússins dyr vegna veðurs, er ekkert annað hægt en að kósa sig undir teppi og kveikja á kertum. Aðventukransinn minn í ár er gullfallegur postulínskrans frá Postulínu.  Það allra besta við aðventukransinn eða aðventudiskinn, er að það þarf ekki að líma […]

Jólamarkaður sem enginn má missa af!

Nokkrar vel valdar íslenskar netverslanir blása til jólamarkaðar í Mörkinni dagana 30. nóvember til 2. desember (Sunnudag – þriðjudag). Þar gefst tækifæri á að virða fyrir sér og versla vörur frá fimm skemmtilegum og ólíkum netverslunum. Þær eru: Nola.is, Snúran, KRÚNK, Esja Dekor og Petit.is. Þar að auki verða Te&Kaffi og Hafliði frá Mosfellsbakaríi ásamt Miriam Candles með kynningu og […]

Hárið á Nicole

Fyrr á þessu ári tók Nicole Richie þá ákvörðun ásamt hárgreiðslumanni hennar og vini til margra ára, Andy LeCompte, að fara út úr þægindarrammanum og lita á sér hárið fjólublátt. Hún hlaut mikla athygli í fjölmiðlum fyrir þessa “djörfu” ákvörðun og skrifuðu miðlar eins og Glamour og Vogue um hárið […]

Vinnuferð til Ísafjarðar

Ég fékk skemmtilegt símtal fyrr í mánuðinum, en eigandi hárgreiðslustofunnar Hárstofa Maríu á Ísafirði hringdi í mig og bað mig um að koma og halda krullunámskeið þar í bæ ásamt Baldri eiganda heildsölunnar Bpro. Við að sjálfsögðu slógum til og á föstudaginn síðastliðinn fórum við bæjarrotturnar með flugi til Vestfjarða með […]

Disney ævintýrið frá A-Ö

Mig langar aðeins að deila með ykkur Disney ævintýrinu mínu sem er búið að vera ótrúlega magnað! Í sumar gerði ég semsagt tvær hárbækur fyrir Disney samsteypuna, annars vegar bókina Disney Prinsess Hairstyles og hins vegar Disney Frozen Hairstyles. Munurinn á milli þessara tveggja bóka er sá að fyrsta bókin, […]