♥Nýtt Líf ♥

Umfjöllun

1424417_10152756160123412_8102049310074245398_n

Í nýjasta tölublaði Nýs Lífs má finna mjög vandræðalegt viðtal við mig, en ég segi meðal annars frá hræðslu minni við smábörn (ég veit, mjög vandræðalegt), frá fyndnu atviki sem kom fyrir í vinnunni og frá því hvað ég hef lært undanfarna mánuði/ár.

Já, auðvitað er viðtalið við mig algjört aukaatriði í blaðinu en það er stútfullt af skemmtilegu efni svo ég mæli eindregið með að allir næli sér í eintak! Snyrtivörur, tíska, viðtöl og pælingar..

Góða helgi og munið að kveikja á RÚV á réttum tíma annað kvöld!!!!!

xxx

Theodóra Mjöll

 

Á bak við tjöldin; Júróvisjón með Regínu Ósk

VinnaVinna & verkefni

Ég var ráðin sem alhliða stíllisti fyrir júróvisjón atriði Regínu Óskar sem hefur verið mjög gaman og lærdómsríkt ferli, en ég hef ekki mikið verið voðloðin Júróvisjón áður. Ég er ekki frá því að ég sé orðin forfallin Júró aðdáandi eftir þetta skemmtilega verkefni.

Þetta er í fyrsta skiptið sem ég vinn algjörlega út frá tilfinningum sem ég fæ úr tónlist sem hefur sýnt mér að það er í raun ekkert öðruvísi að vinna út frá tilfinningum úr tónlist en þeim sem maður fær úr hlutum og efnum. Þetta er allt spurning um opið hugarfar og að leyfa flæði og tilfinningum að stjórna ferðinni.

Þegar ég hlustaði á lagið þá sá ég hlýleika, ævintýraþrá, ást og kærleik, leikgleði, minningu, frelsi, von og draum. Lagið fékk mig til að hugsa um náttúruna svo það var strax pæling að vinna annað hvort með vorið og allt sem það hefur upp á að bjóða EÐA veturinn. Kaldan, kyrrlátan og fallegan veturinn. Eftir miklar pælingar og fundi með alls kyns fólki sem viðkemur skipulagningu Júróvisjón í ár, ákváðum við að vinna með veturinn sem er búið að vera mjög gaman, enda er ekki langt í að sækja innblásturinn í kaldan vetur (hvenær fer samt vorið að koma?..án gríns mig langar í sól)!!

Kjóllinn er búinn að vera mikill “hausverkur” en það er nefnilega alveg ótrúlegt hvað það er margt sem virkar ekki á sviði. Mörg efni og margir litir og línur virka ekki og það er oft ekki hægt að komast að því fyrr en komið er upp á svið og kannski búið að eyða mörgum vikum og háum upphæðum í að hanna og sníða kjólinn. Það voru einmitt einhverjir þeirra sem tóku þátt í Júró síðustu helgi sem lentu í því að þurfa að skipta um föt degi fyrir keppnina (eins og t.d Stefanía sem ég greiddi einnig fyrir keppnina). Vonum að það komi ekki fyrir hjá Regínu!!

Ég læt nokkrar myndir fylgja með sem lýsa stemningunni í kringum júróstússið =)

10360541_10206001977388282_5003656198807099235_n

Frú Mygla og frú Hress í yfirhalningu fyrir laugardaginn. 
juro2

Lind búningahönnuður og Regína með lillann sinn í mátun.

juro4

juro5

María Björk alhliða verkefnastjóri í atriði Regínu og höfundur lagsins.

juro1

Föndurgerð fyrir kjólinn, sem tók skal ég ykkur segja nokkuð marga klukkutíma!

…….

Ég veit ekki með ykkur en ég er orðin svolítið spennt fyrir laugardagskvöldinu =)

xxx

Theodóra Mjöll

Burt með flatan hnakka!

Eitt algengasta hárvandamál kvenna er flatur hnakki. Ástæðan fyrir því að hárið í hnakkanum verður oftar en ekki flatt er sú að það eru oft sterkir sveipir sem ýta hárinu til hliðanna í stað þess að hárið leggst aftur með höfðinu. Einnig getur hárið flast út á nóttunni þegar við liggjum með höfuðið á koddanum. Sumar konur eru með svo þykkt og þungt hár að engin lyfting helst í því. Ástæðurnar eru margar og lausnirnar í stíl.

Það er engin ein rétt leið til að ná lyftingu í hnakkanum. Ég er persónulega ekki hrifin af því að túpera hárið dags daglega svo ég reyni að finna aðrar góðar leiðir til að góðri lyftingu.

Hér eru þrjár leiðir til að lyfta hárinu í hnakkanum sem endast vel út daginn. Það er gott að prófa sig áfram og finna þá leið sem hentar þínu hári því  það er engin aðferð “rétta” aðferðin.

………………………………………..

1. Blásið hárið upp úr góðum blástursvökva.

Ég nota Volume mousse frá Label.m nánast alltaf áður en ég blæs hárið. Ég hef prófað mikið af blástursvökvum og finnst þessi sá allra besti. Ástæðan er sú að þú finnur ekki fyrir því að það er efni í hárinu eftir blásturinn, það verður tvöfalt stærra í rótina án þess að verða klístrað eða “efnað”. Efnið þurrkar upp hárið í rótina og heldur því þannig mun lengur hreinu.

Ég skipti hárinu niður í nokkra parta og spreyja efninu í rótina jafnt alls staðar, nudda síðan hársvörðinn eftir á til að það dreyfist jafnt. Svo blæs ég hárið í allar áttir og rótin verður tvöfalt stærri. Mjög einfalt og er eitthvað fyrir alla, bæði konur með stutt hár og sítt, þykkt og þunnt.

31hdyp4jV5L._SY300_

 

2. Blásið hárið í hnakkanum rakt með rúllubursta aftur með hnakkanum. Þessi aðferð er fyrir þá lengra komnu, hún krefst æfingar en virkar mjög vel. Það sem er gott að gera er að staðsetja rúlluburstann vel undir hárið í hnakkanum og draga rúlluburstann upp og fram með höfðinu. Þessi aðferð vinnur vel á sveipum og hentar öllum hárgerðum. Best er að setja góðan blástursvökva áður en hárið er blásið svo hárið haldist á sínum stað.

Það þyrfti helst að vera kennslumyndband til að sýna hvernig á að gera þetta almennilega en ég mæli með fyrir þá sem vilja mastera þetta að fara á youtube og skrifa: How to blow dry your hair with a round brush.

Curling-brush

3. Gömlu góðu rúllurnar klikka aldrei. Ég nota þær óspart og þær svínvirka. Það er mjög gott að setja þær í hárið beint eftir að það er blásið, passa að hárið sé enn heitt þegar þær eru settar í, leyfa hárinu svo að kólna í rúllunum og taka þær úr.

Þessi skvísa hér fyrir neðan er með fimm rúllur í hárinu, þrjár beint niður með hnakkanum og eina sitthvorum megin við. Þetta er mjög góð og skilvirk leið til að fá góð lyftingu á stuttum tíma.

Screen Shot 2015-01-21 at 12.39.25

Ég vona að þessar aðferðir geti hjálpað einhverjum. Það eru mun fleiri aðferðir til en ég læt þetta duga í bili.

xxx

Theodóra Mjöll

Fullkomin tvöföld augnhár

Snyrtivörur

Við Karin Kristjana eigandi Nola.is, deilum vinnustofu á Brandenburg auglýsingastofunni sem er yndislegt því ég fæ að vera tilraunadýr þegar nýjar og spennandi vörur koma til hennar.

Karin flytur inn brjálæðislega flott augnhár frá Model Rock sem hún selur á síðunni sinni  Nola.is sem ég hef mikið notað og er mjög ánægð með. Í gær komu þessi dásamlegu tvöföldu augnhár sem við erum að missa þvag yfir. Ég nota sjálf mikið gerviaugnhár og finnast þau svo skemmtileg og auðveld í notkun (eftir smá æfingu). Þau gefa manni þennan vá-faktor sem er svo gaman að hafa þegar maður fer eitthvað út.

Það eina sem Karin gerði áður en hún setti augnhárin var að setja smá eyeliner, og lítinn maskara á bæði efri og neðri augnhárin. Það mætti segja að með þessum er maður tilbúin á ball á 5 mínútum.

auga-nolais1

Þessi geta ekki klikkað!

Mánudagshár

Hár

Það þarf ekki að vera flókið að vera með fallegt hár.  Oft þarf ekki nema rétt að krulla einn eða tvo lokka við andlitið eða að henda hárinu lauslega í tagl til að fá þetta eftirsóknarverða og náttúrulega lúkk. Það sem gerir útslagið er skiptingin í hárinu,  passa að hnakkinn sé ekki flatur og að endarnir séu ekki of úfnir.

Hér eru nokkrar góðar mánudagshugmyndir sem henta samt sem áður öllum dögum vikunnar =)

Hús&Híbýli; Heima

HeimiliðUmfjöllun

Í nóvember fór ég svo langt út úr þægindarrammanum að ég sá hann ekki lengur.

Blaðamaður frá Húsum&Híbýlum hafði samband og bað mig um að vera með í hátíðarblaðinu sem kom út í byrjun desember. Aðalfókusinn var á fiskaseríuna mína Fagur fiskur í sjó og datt mér ekki til hugar að neita svo flottri umfjöllun um þetta skemmtilega gæluverkefni.

Ég þurfti að skreyta allt heima um 10.nóvember sem eftir á að hyggja var mjög fínt, því það var svo mikið um að vera hjá mér fram að jólum að ég hefði annars ekkert skreytt. Jólatréð var dautt viku fyrir jól í kjölfarið, en ég svo átti margar huggulegar kvöldstundir í nóvember og desember horfandi á tréð með heitt te og tölvuna í fanginu svo það var alveg þess virði.

Með góðfúslegu leyfi Birtíngs fékk ég að birta myndirnar sem teknar voru fyrir hátíðarblað Húsa&Híbýla, en Hákon Davíð Björnsson ljósmyndari tók myndirnar og Elva Hrund Ágústsdóttir blaðamaður var umsjónarkona.

HH1411109424Hangandi blómapottur frá Postulínu sem er í vandræðalega miklu uppáhaldi.

HH1411109424

Ég á svo mikið af skemmtilegum og gömlum kokkabókum sem ég leyfi að njóta sín í eldhúsinu.
HH1411109424HH1411109424

Mynd eftir Ása fatahönnuð.

HH1411109424

Herbergið hans Ólívers litla prins. Beljan er í algjöru uppáhaldi en hana keypti ég í Osló og dröslaðist með til Íslands síðasta sumar.
HH1411109424HH1411109424

Skenkurinn er húðaður með marmarafilmu sem við settum á síðasta vor.

HH1411109424

Jólatré og aðventudiskur frá Postulínu.

HH1411109424

Gráa gæsin að drekka kaffi í stofunni.

HH1411109424

Í eldhúsinu settum við upp tússtöflu fyrir skipulag heimilisins, en ég fékk að stroka það út og gerði svona fínt krass í staðin =)

Stólarnir eru frá ömmu hans Emils en þeir voru sérsmíðaðir handa henni fyrir um 40 árum síðan. Við létum dekka þá upp og fengum GÁ-húsgögn til að setja hvítt leður og pússa upp viðinn. Ég er mjög ánægð með þá þó svo að það sé erfitt að halda þeim hreinum.HH1411109424HH1411109424

Jæja, þá er ég berskjölduð. En eins og þið sjáið þá er ég mjög geómetrísk, það þarf allt að vera svolítið á sínum stað en á mjög þægilegan og heimilislegan hátt. Ég elska að blanda gömlum munum og nýjum saman og gera heimilið þannig persónulegt og notalegt. Blanda af náttúrulegum efnum og tilbúnum efnum er hið fullkomna jafnvægi heimilis að mínu mati. Grænar plöntur gefa líf og léttara andrúmsloft og þó svo að ég kunni ekkert að halda lífi í þeim, þá get ég ekki lifað án þeirra.

xxxxxx

Theodóra Mjöll

Áramótahár

Hár

Nú fer að líða að árslokum og ekkert annað í stöðunni en að enda þetta glæsilega ár með enn glæsilegra hári ekki satt?? =)

Hvort sem um er að ræða stutt, sítt, fíngert eða þykkt hár er margt í stöðunni en hártískan er svo fjölbreytileg. Hér eru hugmyndir að fallegu hári til að enda árið með stæl!

 

Hlý og falleg jólagjöf ♥

Ég vona að þið séuð búin að hafa það eins gott og ég yfir hátíðardagana, en ég hef sofið, borðað dásamlegan mat og spilað eins og ég fái borgað fyrir það.

Það sem stóð svo sannarlega upp úr í jólapakkaflóðinu var þetta fallega teppi frá Geysi sem ég fékk frá manninum mínum í jólagjöf. Algjör lífstíðareign =)

jolin143 jolin144 jolin145

Sjampó til að halda í fallega ljósa litinn

Hár

Ég er búin að vera að nota nýtt sjampó frá Label.m síðustu vikur og langaði mig að segja ykkur blondínunum aðeins frá því. Ég fann mikinn mun á hárinu þegar ég notaði það, það var mýkra og kaldi liturinn í hárinu mínu hélst mun lengur í en áður.

Label.m Brightening Blonde línan er með náttúrulegum innihaldsefnum og hönnuð sérstaklega til ná því besta fram í ljósu hári. Formúlan dregur fram bjarta tóna hársins og deyfir gula/appelsínugula tóna þess sem vill svo gjarnan koma nokkrum vikum eftir litun. Formúlan er einnig rakagefandi og nærandi og vernar hárið gegn skemmdum.

Brightening blonde línan inniheldur þrjár vörur, sjampó+næringu+krem.

Sjampóið er mjúkt, freyðir vel og hreinsar óhreinindi í hárinu vel. Næringin er mjög mjúk og glansandi. Kremið er frábært því það gerir hárið silkimjúkt, er með UV vörn og nærandi.

LABEL.M-BRIGHTENING-BLONDE-RANGE

Mæli með að allar blondínur prófi þessa snilld =)

Flétta; Orri Finn

Vöruhönnun

Ný skartgripalína Orra Finn hefur litið dagsins ljós og ber heitið Flétta.  Mér þykir því gríðarlega vel við hæfi að ég fjalli um Fléttu þar sem ég er mikill aðdáandi fléttunnar, vinn mikið með hana/þær og eyði gígantískum tíma í að pæla í mismunandi tegundum hennar og útfærslum.  Fléttan stendur fyrir sameiningu, hún varðveitir minningar um kærleikann og er tákn ástarinnar.

Fléttan hefur fylgt manninum frá örófi alda og hjá mörgum þjóðflokkum hefur hún þjónað þeim tilgangi að upplýsa um ættir, hjúskaparstöðu og samfélagsstöðu þess fléttaða. Sumir þjóðflokkar hlaða fléttuna merkingu, hjá norður-amerískum indíánum táknar fléttan t.d. sameiningu og eru lokkarnir þrír hugsaðir sem fortíð, nútíð og framtíð. Börn flétta gjarnan vinabönd og er fléttan þar táknmynd vináttu og gjafmildi. Hárlokkur eða flétta eru gjarnan geymd til minningar um barnæsku eða fyrstu ástina.

Saga Sig snillingur með meiru tók myndir af nýju skartgripalínunni og var myndaserían frumsýnd á opnunargleði Fléttu fimmtudaginn síðastliðinn.

Guðdómlega fallegt!

FLÉTTA 1 (Unicode Encoding Conflict)

FLÉTTA 2 (Unicode Encoding Conflict)

FLÉTTA 3 (Unicode Encoding Conflict)

FLÉTTA 4 (Unicode Encoding Conflict)

FLETTA 5

FLÉTTA 6 (Unicode Encoding Conflict)

FLÉTTA 9 (Unicode Encoding Conflict)

FLÉTTA 13 (Unicode Encoding Conflict)

FLÉTTA 23 (Unicode Encoding Conflict)

Orri Finn er hönnunarteymi Orra Finnbogasonar og Helgu Gvuðrúnar Friðriksdóttur. Orri er gullsmiður og sérhæfður í demantaísetningum og hefur hannað undir nafninu Orri Finn síðan 2002.

Saman hafa Orri og Helga hannað skartgripalínurnar Akkeri (2012), Scarab (2013) og nú Fléttu (2014). 

Skartgripalínan er nýkomin í sölu og fæst í  Mýrinni í Kringlunni, Kraum og Meba/Rhodium.