Theodóra Mjöll

Nýjasta færsla

♥Nýtt Líf ♥

Á bak við tjöldin; Júróvisjón með Regínu Ósk

Ég var ráðin sem alhliða stíllisti fyrir júróvisjón atriði Regínu Óskar sem hefur verið mjög gaman og lærdómsríkt ferli, en ég hef ekki mikið verið voðloðin Júróvisjón áður. Ég er ekki frá því að ég sé orðin forfallin Júró aðdáandi eftir þetta skemmtilega verkefni. Þetta er í fyrsta skiptið sem […]

Burt með flatan hnakka!

Eitt algengasta hárvandamál kvenna er flatur hnakki. Ástæðan fyrir því að hárið í hnakkanum verður oftar en ekki flatt er sú að það eru oft sterkir sveipir sem ýta hárinu til hliðanna í stað þess að hárið leggst aftur með höfðinu. Einnig getur hárið flast út á nóttunni þegar við […]

Fullkomin tvöföld augnhár

Við Karin Kristjana eigandi Nola.is, deilum vinnustofu á Brandenburg auglýsingastofunni sem er yndislegt því ég fæ að vera tilraunadýr þegar nýjar og spennandi vörur koma til hennar. Karin flytur inn brjálæðislega flott augnhár frá Model Rock sem hún selur á síðunni sinni  Nola.is sem ég hef mikið notað og er mjög […]

Mánudagshár

Það þarf ekki að vera flókið að vera með fallegt hár.  Oft þarf ekki nema rétt að krulla einn eða tvo lokka við andlitið eða að henda hárinu lauslega í tagl til að fá þetta eftirsóknarverða og náttúrulega lúkk. Það sem gerir útslagið er skiptingin í hárinu,  passa að hnakkinn […]

Hús&Híbýli; Heima

Í nóvember fór ég svo langt út úr þægindarrammanum að ég sá hann ekki lengur. Blaðamaður frá Húsum&Híbýlum hafði samband og bað mig um að vera með í hátíðarblaðinu sem kom út í byrjun desember. Aðalfókusinn var á fiskaseríuna mína Fagur fiskur í sjó og datt mér ekki til hugar að […]

Áramótahár

Nú fer að líða að árslokum og ekkert annað í stöðunni en að enda þetta glæsilega ár með enn glæsilegra hári ekki satt?? =) Hvort sem um er að ræða stutt, sítt, fíngert eða þykkt hár er margt í stöðunni en hártískan er svo fjölbreytileg. Hér eru hugmyndir að fallegu […]

Hlý og falleg jólagjöf ♥

Ég vona að þið séuð búin að hafa það eins gott og ég yfir hátíðardagana, en ég hef sofið, borðað dásamlegan mat og spilað eins og ég fái borgað fyrir það. Það sem stóð svo sannarlega upp úr í jólapakkaflóðinu var þetta fallega teppi frá Geysi sem ég fékk frá […]

Sjampó til að halda í fallega ljósa litinn

Ég er búin að vera að nota nýtt sjampó frá Label.m síðustu vikur og langaði mig að segja ykkur blondínunum aðeins frá því. Ég fann mikinn mun á hárinu þegar ég notaði það, það var mýkra og kaldi liturinn í hárinu mínu hélst mun lengur í en áður. Label.m Brightening […]

Flétta; Orri Finn

Ný skartgripalína Orra Finn hefur litið dagsins ljós og ber heitið Flétta.  Mér þykir því gríðarlega vel við hæfi að ég fjalli um Fléttu þar sem ég er mikill aðdáandi fléttunnar, vinn mikið með hana/þær og eyði gígantískum tíma í að pæla í mismunandi tegundum hennar og útfærslum.  Fléttan stendur fyrir sameiningu, hún varðveitir […]