& ÞÁ FÓRU JÓLIN NIÐUR

Persónulegt

Jólin fóru niður í dag – jú allt nema blessað jólatréð er komið ofan í kassa og stendur því enn í stofunni / eldhúsinu án skrauts. Ég syrgi það alltaf smá þegar jólaskrautinu er pakkað niður ásamt öllum fallegu ljósunum en á sama tíma upplifi ég mikinn létti að vera laus við allt þetta auka dót.

Dálítið ljúfsárt ekki satt? Alltaf jafn erfitt að kveðja jólin, mögulega því við tekur töluvert óspennandi matarræði miðað við undanfarna daga og gamla rútínan tekur við ásamt uppsöfnuðum verkefnum. En janúar verður nokkuð óvenjulegur hjá mér, eins og ég sagði frá í síðustu færslu þá eru flutningar á dagskrá og það er ekkert smá verkefni að ætla að fara yfir alla búslóðina sína – hvern og einn einasta hlut. Geyma – henda – gefa – selja.

Áhugasamir mega taka laugardaginn nk. frá fyrir bílskúrssöluna mína langþráðu. Segjum bara kl. 12 ….

Hvar : Austurgata 19 – HFJ.

Hvað : Fullt af fíneríi og öðru drasli eins og alvöru bílskúrssölur hafa / heimilisvörur, föt og skór.

VORIÐ '18 HJÁ H&M HOME

Skrifa Innlegg