fbpx

SUNNUDAGSINNLIT : GRÁTT & SMÁTT

Heimili

Lítil heimili eiga hug minn allann þessa dagana – sem kemur varla á óvart.

Hér má sjá vel skipulagða 50 fm íbúð sem eigendur með góðar lausnir tókst að gera þetta langa mjóa rými nokkuð huggulegt. Skápurinn með rennihurðunum er frábær lausn til að hólfa niður rými og býr til geymslupláss á saman tíma, og sjáið hvað það er mikilvægt að hann nái ekki alla leið upp í loft til að hleypa dagsbirtunni inn. Ég sakna þess þó að sjá ekki ljós í loftinu en það er eitt það mikilvægasta að mínu mati fyrir heimilið að velja falleg ljós í loft og lampa.

Myndir via Bolig Magasinet 

Í dag er svo síðasti dagur HönnunarMars svo um að gera að skella sér í betri fötin og fara á sýningu áður en þær klárast. Dagskrána er hægt að skoða hér.

HÖNNUNARMARS - HVAÐ ER MÖST AÐ SJÁ!

Skrifa Innlegg