fbpx

SUNNUDAGSINNLIT : MEÐ SVÖRT LOFT & GÓLF

Heimili

Sunnudagsinnlitið er að þessu sinni sjarmerandi 75 fm íbúð á Norrebrø í Kaupmannahöfn, en hér búa þau Maria Louise og Kristian Pom. Það vekur athygli að yfir helmingur íbúðarinnar er málaður svartur en hjúin segjast aðspurð ekki fara hefðbundnar leiðir þegar kemur að heimilinu og eins og alvöru dönum sæmir þá versla þau að sjálfsögðu mikið á flóamörkuðum. Þrátt fyrir að svartur ráði hér ríkjum er heimilið líflegt og einstaklega smekklegt, gólf og loft eru í svörtum lit ásamt innréttingum og með flesta veggina hvíta verður stemmingin einhvernvegin allt önnur en þegar veggir eru málaðir svartir.

Það sem mig dreymir um að komast á góðan flóamarkað en þangað til skoða ég reglulega dönsku síðuna dba.dk þar sem finna má margar gersemer.

Myndir via Bolig Magasinet

Hrikalega flott þetta heimili og skemmtilega öðruvísi!

ÓSKALISTINN: VERK EFTIR RAKEL TÓMASDÓTTUR

Skrifa Innlegg