fbpx

SUMARLEGT & SJARMERANDI DANSKT HEIMILI

Heimili

Bolig Magasinet er mitt uppáhalds tímarit og kemur þetta fallega heimili einmitt frá vefnum þeirra. Litríkur og persónulegur skandinavískur stíll er einmitt eins og ég vil hafa heimilið mitt og því hitta þessar myndir beint í mark hjá mér. Húsið sem byggt er í fúnkís stíl er 170fm á stærð og er staðsett rétt fyrir utan Kaupmannahöfn í bænum Snekkersten. Hér býr 5 manna fjölskylda sem hefur komið sér mjög vel fyrir og er heimilið skreytt með gersemum frá flóamörkuðum ásamt plöntum, listaverkum og geggjuðum lömpum í hverju horni. Hér gæti ég búið.

Via Bolig Magasinet // P.Wessel

Ég mæli sérstaklega með því fyrir ykkur sem lesið dönsku að lesa viðtalið sjálft þar sem húsfreyjan, Louise Buus Kaus situr fyrir svörum – skemmtilegar skoðanir sem hún hefur á innanhússhönnun sem mætti gjarnan taka til fyrirmyndar.

“Þetta snýst um að finna þinn eigin stíl og innrétta út frá hjartanu. Innanhússhönnun á að þýða eitthvað fyrir þig. Mitt besta ráð er að heimilið á að enduspegla hvað vekur áhuga þinn. Ef þú hefur áhuga á list, átt þú að búa með list. Ef þú elskar náttúruna, átt þú að skreyta heimilið með náttúrulegum elementum…. Ég heillast af öðruvísi, alþjóðlegum stílum sem koma mér á óvart. Ég hrífst af fólki sem hefur þor til að skreyta heimilið á annan hátt en með hvítum veggjum og leysa lausnir með dýrri hönnun.” segir Louise Buus Kaus. 

Ykkur er velkomið að fylgjast með á Instagram @ svana.svartahvitu // snapchat @svartahvitu

GUÐDÓMLEGT SUMARHÚS RUTAR KÁRA

Skrifa Innlegg