fbpx

SNILLDAR HEILRÆÐISKUBBADAGATAL 2020 FRÁ SANÖ REYKJAVÍK

Íslensk hönnunSamstarf

Kubbadagatölin frá SANÖ Reykjavík hafa notið mikilla vinsælda undanfarin ár enda skemmtileg tækifærisgjöf og góð leið til að byrja hvern dag á jákvæðum nótum.

2020 kubbadagatalið er hannað í samstarfi við Ihanna home sem hannaði bakgrunninn sem fylgir dagatalinu og er bakhliðin í svörtu. Dagatalið er núna hugsað á þann hátt að þú getur byrjað á því hvenær sem er ársins og því er hver dagur merktur sem “dagur 1”, “dagur 2” o.s.fr. í stað þess að vera merktur mánaðardegi. SANÖ dagatalið inniheldur 365 heilræði, eitt heilræði fyrir hvern dag, og inniheldur dagatalið yfir 150 ný heilræði sem hafa ekki verið áður.

Tilvalið í jólapakkann? Heilræðis kubbadagatölin fást í vefverslun Krabbameinsfélagsins ásamt verslunum Epal.

Ég hef rifið af mínu – næstum daglega – síðan kubbadagatölin komu fyrst á markað, og get svo sannarlega mælt með. Skemmtileg hefð að byrja daginn á! Dagatölin kosta um 3.900 kr.

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

JÓLAGJAFAHUGMYNDIR // FYRIR HANA & FYRIR VINKONUNA

Skrifa Innlegg