fbpx

SELDI HÚSIÐ MEÐ ÖLLUM HÚSGÖGNUM OG SMÁHLUTUM

Heimili

Það hljómar sem mjög framandi hugmynd að ímynda sér að selja heimilið sitt með öllu inniföldu – þar með töldum skrautmunum, plöntum… öllu nema fötunum þínum. En það er raunin hjá norsku Coru Lucaz sem hefur það að atvinnu og ástríðu að innrétta glæsileg hús sem hún festir kaup á ásamt fjölskyldu sinni og þegar verkið er klárað þá flytur fjölskyldan með aðeins fötin sín meðferðis. Ég rakst á áhugavert viðtal hjá Bo Bedre við Coru um þetta áhugaverða ástríðuverkefni sitt þar sem hún fer yfir söguna hvernig hún komst í þennan bransa. Vissulega eru húsin fyrir mjög ríka einstaklinga, en nefnir hún að henni hafi þótt áhugavert að öll dönsk heimili sem hún skoðaði voru fyllt með danskri klassískri hönnun – svo hún tók aðra nálgun og sækir sérstaklega í ítalska og franska hönnunarklassík sem virðist falla vel í kramið hjá dönunum, því þegar hún seldi sitt síðasta heimili sló það met í fermetraverði í Danmörku.

Ég ætla að sýna ykkur fáar en vel valdar myndir sem fylgdu viðtalinu en mæli með að kíkja yfir hjá Bo Bedre og skoða betur. // Fyrir þá sem lesa ekki dönsku mæli ég með því að nota Google translate síðuna og setja hlekkinn þar inn. 

Myndir : Birgitta Wolfgang, Stílisering: Cora Lucaz

Myndir og viðtal : Bo Bedre 

Einstaklega falleg útkoma á þessu glæsilega heimili Coru og sést vel að hér er mikið vandað til verka og aðeins það allra besta valið. Algjör draumur fyrir fagurkera að sjá heimili þar sem allt frá A-Ö er úthugsað. Það vakti þó athygli mína að Cora er ekki menntuð sem innanhússhönnuður né arkitekt… einfaldlega með ansi góðan smekk!

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

LJÓSIR LITIR & LEKKER HÖNNUN Í SVÍÞJÓÐ

Skrifa Innlegg