fbpx

JÓLAGJAFAHUGMYNDIR // FYRIR HANA

JólSamstarf

Besti tími ársins er runninn upp og flest okkar eru þessa dagana í jólagjafahugleiðingum ♡ Hér má sjá 60 fallegar jólagjafahugmyndir sem ég vona að munu nýtast ykkur vel, allt frá íslenskri list, skartgripum, vönduðum vörum fyrir heimilið, snyrtivörum og fleiru sem heillar. Það er gaman að gleðja með fallegri gjöf og það þarf alls ekki að kosta alltaf mikinn pening, það er hugurinn sem gildir höfum það alltaf í huga.

Ég vona að þessir jólagjafalistar komi til með að veita ykkur góðar hugmyndir í leit ykkar að réttu jólagjöfinni. Ég er alltaf tilbúin að aðstoða ef þið eruð að vandræðast með ykkar konu – eða mann. En næst koma jólagjafahugmyndir fyrir hann, og fyrir barnið.

 

// 1. Stafabolli Royal Copenhagen, Epal og Kúnígúnd. // 2. Hella Mardahl skúlptúr, Vest. // 3. Bang & Olufsen heyrnatól, Ormsson. // 4. Eyrnalokkar, Hlín Reykdal. // 5. Örk armband með perlum, By Lovisa. // 6. Snúin kerti, tilvalin með öðru, Dimm. // 7. Bleik karafla, Dimm. // 8. Saga Sigurðurdóttir, málverk án titils, Listval. // 9. Frederik Bagger kampavínsglös, Epal. // 10. Iittala glerfugl, ibúðin. // 11. Vasi Ferm living, Póley og Epal. // 12. Gjafasett frá Bioeffect, Hydration Heroes. // 13. Fallegur gylltur hringur með steinum, By Lovisa. // 14. Dásamlegir loðnir inniskór, AndreA. // 15. Rúmföt Tekla, Epal.

p.s. kóðinn SVANA veitir ykkur 20% afslátt af öllu Iittala í vefverslun ibudin.is sem gildir út mánudaginn! 

// 1. Vasi Anna Thorunn, Ramba, Epal og fleiri // 2. Leðurveski, AndreA. // 3. Eyrnalokkar, Hlín Reykdal. // 4. Jólailmkerti URÐ, Litla Hönnunarbúðin, Dimm ofl. // 5. Panthella lampi, Epal. // Marmarabakki, Dimm. // 7. Flétta hálsmen, By Lovisa. // 8. Útsaumsverk Sísí Ingólfsdóttir, Listval. // 9. Royal Copenhagen History Mix. Kúnígúnd og Epal. // 10. Bioeffect gjafasett, Firming Favorites. // 11. Fallegt mynskreytt teppi, iittala, ibúðin. // 12. Uppáhalds brúnkuvatnið mitt frá St. Tropez, Hagkaup, Beautybox og fleiri. // 13. Jólanaglalakk frá Essie, ýmsir snyrtivörustaðir. // 14. Falleg pulla í nokkrum litum, Póley. //   

// 1. Aalto bretti, sölustaðir iittala. // 2. Eyrnalokkar, Hlín Reykdal. // 3. Veggkertastjaki Menu, Epal. // 4. Keramíkkrukka með loki Dottir, falleg undir skart, Póley. // Flora stell frá Royal Copenhagen, Kúnígúnd. // Gylltur hringur með stein, By Lovisa. // 7, Dásamlegur ilmur frá Le Labo, Mikado. // 8. Santal ilmurinn frá Le Labo er einn besti sem ég hef fundið, ilmkerti, Mikado. // 9. Kristín Morthens, vatnslitir og sprey, Listval. // 10. Ljósir klassískir hælar, AndreA. // 11. Aalto skál frá iittala, sölustaðir iittala. // 12. Hella Mardahl skúlptúr, Vest. // 13. Viltu finna milljón bók, ég er spennt fyrir þessari. Bókasöluaðilar. // 14. Cooee vasi, Dimm. // 15. Fallegt hliðarborð á brass fæti, Póley.//

// 1. Jólastjarna Oslo, Dimm. // 2. Flétta armband, By Lovisa. // 3. Þakklætisbók frá Kartotek, Epal. // 4. Sólgleraugu eru alltaf góð gjöf – líka um jólin. Þessi er frá Carolina Herrera sem fást í ÉgC. // 5. Kokteilglas Iittala Essence, sölustaðir iittala. // 6. Fallegur lampi, Póley. // 7. Cooee glervasi, Dimm. // 8. Verk án titils eftir Áslaugu Írisi, Listval. // 9. Gjafasett frá uppáhalds Bioeffect, Skin Saviors. // 10. Diskur á fæti, Póley. // 12. Þráðlaus heyrnatól Bang & Olufsen, Ormsson. // 13. Silkikoddaver, ég elska mitt frá Lín Design. Ég bendi einnig áhugasömum á silkikoddaver frá Make Up Studio Hörpu Kára sem fylgir með silkiandlitsgríma. // 14. Klassísk Sjöstrand Espressó vél. Epal og Sjöstrand. //

Þá höfum við fyrstu  jólagjafahugmyndirnar – Hlakka til að deila með ykkur fleiri hugmyndum. Njótið!

FALLEGAR JÓLASKREYTINGAR MEÐ GRENI

Jól

Skreytum hús með greinum grænum…. fa la la la la – la la la la. Það er fátt jólalegra en grænt greni og það er mjög einfalt að útbúa fallegar skreytingar fyrir heimilið með smá greni og vír að vopni. Að lokum er hægt að bæta við smá skrauti, seríu, kúlum eða borða. Fáðu smá innblástur hér að neðan ♡

Myndir : Pinterest Svartahvitu

FALLEG JÓLAFÖT Á LÍTIL KRÍLI

BörnJólSamstarf

Besti tími ársins er runninn upp, jólaböllin eru hafin og jólasveinar komnir til byggða. Það er þá einnig kominn tími til að renna yfir fataskáp barnanna og kanna hvort uppfæra þurfi sparfötin eða að minnsta kosti að renna yfir þau sem við eigum nú þegar, oft er nóg ef börnin eru ekki vaxin upp úr sínum sparifötum að gufa yfir þau eða strauja, pússa skóna og þá er allt klárt. Ég styð að sjálfsögðu við það að nota fötin sem við eigum til en ef þú ert í leit af nýjum sparifötum þá tók ég saman nokkrar sætar spariflíkur úr versluninni Nine Kids.

– Allt fáanlegt hjá Nine Kids – 

SÓLVEIG ANDREA SPJALLAR UM HÖNNUN & HEIMILI

FagurkerinnÍslensk heimili

Fagurkerinn Sólveig Andrea er einn fremsti innanhússhönnuður landsins og ég elska að fylgjast með henni og öllum þeim glæsilegu hönnunarverkefnum sem hún tekur að sér. Stíllinn er klassískur og elegant og er hún virk á samfélagsmiðlum þar sem hún deilir gjarnan myndum frá hönnunarferlinu og mæli ég með að fylgja henni @solveig.innanhussarkitekt fyrir enn meiri innblástur. Ég fékk Sólveigu í smá spjall um hönnun og heimili og ásamt því deilir hún með okkur fallegum myndum frá sínu nýjasta verkefni, stórglæsilegt einbýlishús –

Hvernig myndir þú lýsa þér í 5 orðum? Hvatvís – skemmtileg – hress – dugleg – ákveðin.
Hvað er það skemmtilegasta við vinnuna þína? Skemmtilegast að hitta fólkið og sjá verkefni í uppbyggingu og hvernig lokaútkoman verður – er alltaf eins og jólin hjá mér þegar allt er tilbúið.
Hvað er besta ráðið sem mamma þín hefur gefið þér varðandi að halda fallegt heimili? Besta ráðið og það sem ég tók með mér inn í mitt líf, eftir að ég flutti að heiman, er að ganga í verkin strax og halda heimilinu alltaf í standi. Gott að þrífa vel þegar maður þrífur og svo er gott að gera “partý fínt” inn á milli. Halda þvottahúsinu í standi og búa um rúmin áður en maður byrjar daginn. Þá er alltaf gott að fara að sofa á kvöldin eftir annasaman dag. 
Lumar þú á einföldu ráði til að bæta heimilið án þess að breyta miklu?
Einfaldasta ráðið til að breyta heima hjá sér og hagstæðasta er að mála – skipta um gardínur – kaupa nýja púða og fullt af fallegum kertum.

“Það eru forréttindi að elska vinnuna sína.” 

Hvernig hljómar draumaverkefnið þitt? Draumaverkefni mitt væri að gera fallega “penthouse” lúxus íbúð, þar sem ég fengi opið veski og fengi að sjá um allt frá A-Ö.
Núna ert þú öllu vön varðandi breytingar og framkvæmdir á heimilum, hvað er það sem margir gleyma oft að gera ráð fyrir? Mér finnst lýsing mjög mikilvæg til að fá punktinn yfir i-ið. Þegar kemur að breytingum þarf að hugsa allt verkið frá byrjun til enda. Fallegustu heimilin eru alltaf þau sem hafa heildarútlit og að grunnurinn sé góður. Ef hann er góður er alltaf hægt að breyta með húsgögnum og öðru tilfallandi til að gera heimilið fallegra.
Hversu mikilvægt er það að þínu mati að fá hönnuð með í stærri breytingar? Mér finnst alltaf mikilvægt að fá hönnuð inn í verkið sem fyrst. Gott er að fá okkur fyrr en seinna. Oft er ekki búið að hugsa um uppröðun á baðherbergjum og eldhúsi og öðru þegar húsið er teiknað. Og þá er gott að við komum inn sem fyrst til að hafa pláss til að breyta grunnmynd.
Hvað er svo skemmtilegt framundan? Það er alltaf eitthvað skemmtilegt framundan. Sem betur fer er maður í þeirri forréttinda stöðu að geta valið um verkefni og hafa nóg að gera. Einnig eru forréttindi að elska vinnuna sína!
Uppáhalds rétturinn fyrir matarboð með stuttum fyrirvara er…  Nautalund með bernaise. Klikkar ekki og auðvelt að elda. Ef þú værir litur þá værir þú… Guð ég væri örugglega hvít og svört, með slatta af jarðlit með. Besta borgin er… New York – elska þessa borg sem aldrei sefur. Bókin á náttborðinu… Er alltaf með margar bækur á náttborðinu og les mikið, er núna samt að klára bók eftir Freida McFadden – Undir yfirborðinu. Uppáhalds listamaður… Sólveig Hólm. Besta árstíðin… Haust. 
Hér að neðan má svo sjá enn fleiri myndir af verkefnum,

Takk fyrir spjallið kæra Sólveig og fyrir áhugasama þá mæli ég með því að fylgja henni á Instagram @solveig.innanhussarkitekt 

UPPÁHALDS JÓLAILMKERTIN MÍN

Jól

Hver elskar ekki góð ilmkerti og að fylla heimilið ljúfum angan og þá sérstaklega núna um jólin. Ég held mikið upp á kryddaða ilmi og hef því prófað ófá jólailmkertin þar sem þau eiga það flest sameiginlegt að vera með ilm af t.d. kanil eða furu og öðru sem minnir okkur á jólin. Að kveikja á jólailmkerti er fastur partur af mínum jólum og hér tók ég saman mín uppáhalds þessa stundina, ég elska þó líka að uppgötva nýja ilmi svo endilega látið mig vita ef ég er að missa af einhverju dásamlegu jólailmkerti!

Dagatalakertið frá Ferm Living er æðislegt, ég er með kveikt á því í þessum skrifuðu orðum og heimilið ilmar eins og ég hafi verið að baka mmm. Fæst í Epal.

Gleðileg Jól ilmkertið frá URÐ er fastur partur af mínum jólum, ég er einnig þessa stundina með jólahandsápuna þeirra á baðherberginu sem ilmar alveg eins og ilmkertið og það er því extra ljúft að þvo hendurnar í desember. Fæst m.a. í Dimm og Epal.

Pine Tree frá Remoair er nýjasta uppgötvunin, ég ætlaði ekki að geta lagt það frá mér og með nefið nánast ofan í þar sem mér þótti ilmurinn svo ótrúlega spennandi. Ilmurinn var einnig fáanlegur sem sprey til að spreyja ekta furuilmi á gervijólatréð – elska þá hugmynd! Pine Tree var eitt af tveimur jólailmum frá Remoair í Dimm og ég gat varla valið á milli, báðir voru alveg einstaklega góðir. Mæli með!

Hvað er þitt uppáhalds jólailmkerti?

JÓLAÓSKALISTINN HENNAR SÖRU Í PÓLEY

Fagurkerinn

Fagurkerinn Sara Sjöfn er eigandi gullfallegu verslunarinnar Póley sem staðsett er í Vestmannaeyjum en hún heldur einnig úti æðislegri vefverslun sem ég mæli með að kíkja á poley.is. Sara Sjöfn er þekkt fyrir góðan smekk og sér hún um að velja inn af mikilli kostgæfni allar vörurnar í verslunina og má þar finna úrval af fallegri gjafavöru, barnavörur, sælkeravörur, lampa, skartgripi og svo margt fleira. Ég kíkti við í Póley í byrjun hausts í draumafríi fjölskyldunnar til Eyja og var alveg heilluð uppúr skónum af úrvalinu og fann þarna nokkur af mínum uppáhalds vörumerkjum eins og t.d. Ferm Living og Humdakin og mörg fleiri.

Jólin eru uppáhaldstími ársins hjá Söru og er því viðeigandi að fá hana til að taka saman nokkra hluti sem verma óskalistann ásamt því að svara nokkrum laufléttum spurningum ♡

Óskalistinn hennar Söru,

1. Fallegur vasi frá Lene Bjerre, Póley // 2. Gullfallegur spegill frá Lene Bjerre, Póley // 3. Andlitsolía – Angan skincare, Póley // 4. Meðgönguolía fyrir stækkandi bumbu, frá Móa & Mía // 5. Armband frá SIGN // 6. Hálsmen frá SIGN, Póley // 7. Arum lampi frá Ferm Living, Póley // 8. Pulla frá Present Time, Póley // 9. Ilmkerti frá VÖLUSPA // 10.  Olífutré frá Lene Bjerre

Lýstu þér í 5 orðum … Jákvæð, ákveðin, hreinskilin, vinnusöm og óþolimóð. Stíllinn þinn er … Dökkur, klassískur og hlýr. Ég vill skapa þægilegt andrúmsloft heima hjá mér og að öllum líði vel. Ég vill einnig að hver hlutur njóti sín og passi saman þannig að það kemur ákveðið jafnvægi og heild í rýmið. Uppáhalds hönnun … Þegar fegurð og notagildi fara saman, ég heillast af því. Besti maturinn … Spaghetti aglio e olio eldað af manninum mínum með mikið af parmesan osti og helst tómatar og mozarella til hliðar. Tekur um 15 mín að græja og er alltaf jafn gott. Fegurð eða notagildi … Þetta verður að fara saman, en ég vel fegurð. Ég nýt þess mjög mikið að horfa á fallega hönnun. Það sem verður keypt næst fyrir heimilið … Nýjar myrkvunargardínur í svefnherbergið. Uppáhalds verslun … Póley. Skemmtilegasta borgin … Barcelona. Dýrmætasta á heimilinu … Samverustundirnar sem við eigum saman og sem við eigum með vinum okkar og fjölskyldu. Hvað er næst á dagskrá … Vinna í búðinni minni og jólaundirbúningur með fjölskyldunni. Fjölskyldan stækkar á nýju ári þannig við erum líka eitthvað að undirbúa fyrir það. En fyrst og fremst samt að njóta þessa tíma sem er framundan en þetta er án efa uppáhalds árstíminn minn.

Kíkið svo endilega við hjá Söru á poley.is ♡

VINNUR ÞÚ SAMSUNG THE FRAME SJÓNVARP?

HönnunSamstarf

Glöggir fylgjendur hafa líklega tekið eftir glæsilegum gjafaleik sem nú stendur yfir á Instagram síðunni minni þar sem heppinn fylgjandi vinnur Samsung the Frame sjónvarp 65″ frá Ormsson. Algjör draumavinningur þó ég segi sjálf frá en þetta sjónvarp er það allra fallegasta sem til er, með yfir 1.600 listaverkum til að velja úr svo þú getur verið með nýtt verk í hverri viku! Margra ára draumur minn um akkúrat þetta sjónvarp rættist fyrr í vetur en mitt er 55″ og með ljósum eikarramma. Ég gæti hreinlega ekki mælt meira með The Frame en núna fæ ég að njóta þess að hafa fallegan myndavegg í stað þess að svartur skjárinn skreyti vegginn þegar ekki er verið að horfa.

Vegna ótrúlega góðrar þátttöku ákváðum við að framlengja leikinn fram yfir helgi svo þú hefur enn tækifæri til að skrá þig í pottinn. Smelltu þér yfir á Instagram og lestu allt um leikinn hér – @svana.svartahvitu

 

 

Megi heppnin vera með þér ♡

JÓLASÝNING LISTVALS OPNAR UM HELGINA – MÆLI MEÐ

Íslensk hönnunList

Ég er orðin mjög spennt að kíkja við á jólasýningu Listvals sem opnar í Hörpu á morgun, laugardaginn 3. desember. Það er orðinn fastur partur af aðventu margra að kíkja við á listasýningar og jólasamsýningarnar eru fullkominn vettvangur til að kynnast rjómanum af íslenskri list á einum og sama staðnum ♡

Á sýningunni má finna yfir 300 verk eftir um 100 listamenn í fremstu röð. Þá fagnar Listval einnig eins árs veru í Hörpu en markmið Listvals hefur frá upphafi verið að auðvelda fólki að fjárfesta í myndlist og gera hana aðgengilegri. Á sama tíma og sýningin opnar í gallerínu verða öll verkin einnig til sýnis á heimasíðu Listvals. „Heimasíða Listvals er stór þáttur í því að auka aðgengi að myndlist en þar getur fólk setið heima, skoðað úrvalið og mátað verkin með sérstakri “skoða í eigin rými” virkni sem hefur slegið í gegn“ segir Helga Björg Kjerúlf. Frá opnun Listvals í Hörpu hefur Listval sýnt og selt samtímamyndlist eftir tugi listamanna. „Við finnum fyrir mikilli ánægju meðal almennings á starfseminni og aðsóknin endurspeglar það“ segir Elísabet Alma Svendsen. Sýningin stendur til 7. janúar en opið verður á virkum dögum frá 12-18 og milli 12-16 um helgar.”

Jólasýning Listvals í Hörpu opnar á morgun, laugardaginn, 3. desember kl. 12-17. 

Hægt er að fylgjast með Listval á Instagram, @listval_, og skoða verkin inná á listval.is 

GEORG JENSEN KLASSÍK Í NÝJUM & LITRÍKARI BÚNING

HönnunKlassík

Ein þekktasta danska hönnunin er án efa klassíska Koppel spegilpóleruð stálkannan frá Georg Jensen sem hönnuð var árið 1952 af Henning Koppel. Kannan er einstaklega formfögur og einkennist af mjúkum bogadregnum línum sem gerir hönnunina svo aðlaðandi. Mig hafði dreymt um að eignast þessa könnu í mörg ár áður en ég lét af því verða og ég elska að bera hana fram á góðum tilefnum og í matarboðum. Fyrir ekki svo löngu síðan kynnti Georg Jensen þessa klassísku hönnun í nýjum litum sem vakið hafa mikla athygli, mjög svo stórt skref fyrir þetta danska hönnunarhús sem þekkt er fyrir hefðir, glæsileika og klassík. Kannan sem áður hefur aðeins sést gljáandi silfurlit er núna fáanleg í ljósbleiku, ljósbláu, ljósgrænu og í dökkbláu!

KAUPTIPS HELGARINNAR %

Mæli meðSamstarf

Ég veit ekki með ykkur en ég verð alltaf smá ringluð þegar svona mörg tilboð eru í gangi á saman tíma eins og á við þessa helgi og enda oftast á því að kaupa ekki neitt. Ég tók því saman nokkur kauptips ef þið eruð í kauphugleiðingum eða jólagjafaleit (árlegu jólagjafahugmyndirnar mínar eru svo væntanlegar). Þau tilboð sem ég hef rekið augun í og gæti hugsað mér að nýta eru þessi hér að neðan:

20% afsláttur af öllum skóm hjá Andreu út mánudag. – Ég mæli sérstaklega mikið með loð inniskónum, ég elska mína. // 20% afsláttur af öllu í iittala búðinni út mánudag og einnig 50% afsláttur af klassísku Maribowl skálunum – ég nota mínar Mariskálar í öllum matarboðum eða undir sælgæti. // Epal er með 30% afslátt af t.d. Frederik Bagger glösum og 20% afslátt af jóladagatali – þessi bleiku glös á fæti eru gordjöss! // Nine Kids er með 20% afslátt af öllum fatnaði, skóm og fl. tilboð út mánudaginn. Ég er með augun á nokkrum flíkum sem yrðu tilvalin yfir hátíðarnar. // 30% afsláttur hjá Lín Design um helgina, ég get mælt mjög mikið með silkikoddaverunum, þau eru dásamleg. // 20% afsláttur af öllu veggfóðri hjá Sérefni alla helgina, Newbie veggfóðrið frá Borastapeter er dásamlegt. // 20% afsláttur út mánudag af m.a. mínu uppáhalds merki Estée Lauder hjá Beutybox og 20% afsláttur af Essie.

 

 Eigið góða helgi!