fbpx

GUÐDÓMLEGA FALLEGT ÍSLENSKT HEIMILI Í HLÍÐUNUM

Íslensk heimili

Þetta dásamlega heimili í Skaftahlíð er nú til sölu fyrir áhugasama, og best væri að fá að flytja bara beint inn með öllu saman svo glæsilegt er það! Allir veggir, loft og innréttingar eru málaðar í sama hlýlega gráa litnum og húsgögn ásamt gardínum og gólfmottum eru einnig valin í hlýjum ljósgráum tón sem passar vel við og gerir heildarútlitið mjög svo elegant. Það var innanhússhönnuðurinn Sæja sem kom að hönnun heimilisins og það er ekki annað hægt að segja en að vel hafi tekist. Ég elska baðherbergið og skipulagningu þess þar sem búið er að koma fyrir á smekklegan hátt góðri þvottaaðstöðu sem falin er á bakvið skápahurðar, svo er baðinnréttingin með marmaranum alveg dásamlega falleg og gefur góða hugmynd fyrir þau okkar sem eru í baðherbergjahugleiðingum.

Kíkjum í heimsókn –

Myndir : Fasteignaljósmyndun.is       

Smelltu hér til að sjá frekari upplýsingar um eignina 

HUGMYND: LEYNISKÁPUR Á BAÐHERBERGIÐ

Baðherbergi

Að nota veggþiljur á skápahurðar er æðisleg hugmynd og fær þannig skápurinn og rýmið sjálft nýja og dýpri áferð og er þannig hægt gjörbreyta heildarsvipnum á einfaldan máta. Þetta baðherbergi er mjög gott dæmi þar sem veggþiljur frá Orac Decor hafa verið sniðnar til, límdar á vegg og baðskáp fyrir fallegt heildarútlit og loks málaðar. Jiminn hvað þetta er smart og skápurinn fellur þannig inní vegginn og verður einskonar leyniskápur:)

Myndir // Orac Decor & Sérefni 

Fyrir áhugasama þá er Sérefni með Orac Decor! Ég er með gólflista og rósettur frá þessu vörumerki sem ég er svo ánægð með, mig langar mikið til að prófa líka veggþiljurnar:)

ER H&M HOME AÐ STELA ÍSLENSKRI HÖNNUN?

Íslensk hönnun

Hnútapúðarnir Knot eru ein þekktasta íslenska hönnunin sem upphaflega var kynnt á Hönnunarmars árið 2012 og eru púðarnir í dag framleiddir af sænska hönnunarframleiðandanum Design House Stockholm og seldir víða um heim. Knot púðarnir sem eru hönnun eftir vöruhönnuðinn Ragnheiði Ösp hafa átt skrautlega ævi ef svo má segja, á undanförnum áratug hafa reglulega sprottið upp allskyns eftirlíkingar – og núna virðist sem hönnunarrisinn H&M Home hafi einnig sótt innblástur sinn í þessa skemmtilegu íslensku hönnun.

Hvað finnst ykkur?

Púðinn að ofan er frá H&M home og kostar rúmar 4.000 kr. (sænska H&M), og púðinn að neðan er íslensk hönnun frá Design House Stockholm og kostar 19.900 kr. í Epal.

Þess má geta að H&M púðinn er gerður 92% pólýester og líklegast framleiddur ekki við bestu aðstæður, mun einnig mjög líklega missa lögun sína og hnökra sem er ekki spennandi, og íslenski Knot púðinn er handgerður úr 50% ull og 50% akrýl, og gerður úr slíkum gæðum að hann endist vel og lengi. Ég veit að minnsta kosti hvorn þeirra ég myndi velja.

Áfram íslensk hönnun!

 

NÝÁRSKVEÐJUR & JÓLIN OKKAR

JólPersónulegt

Gleðilegt nýtt ár og mikið vona ég að þið hafið átt ljúf og góð jól. Þessi dásamlegi tími er alltaf í miklu uppáhaldi hjá mér, öll samveran og hittingarnir, jólaskrautið og tónlistin, góði maturinn og kósýheitin með fjölskyldunni heima. Það væri þó stundum óskandi að það væri jafn mikið skemmtilegt um að vera en bara þennan eina mánuð á ári þar sem öllum viðburðum er þjappað á nokkra daga, en ætli það sé ekki bara undir okkur sjálfum komið að finna tilefni fyrir fleiri hittinga með fólkinu okkar. Ég á alltaf smá erfitt með að pakka jólunum niður sem liðu alltof hratt í ár þar sem ég hlóð á mig verkefnum fyrir jólin sem kom örlítið niður á gæðastundunum. Það er þó oftast mikill léttir að taka skrautið niður og jafnvel hvetjandi að taka nýárstiltekt og skipulag í leiðinni og byrja nýja árið með stæl, mitt heimili þarf mjög mikið á slíku að halda.

Að setja sér áramótaheit er skemmtileg hefð og er oft partur af því að hefja nýja árið á sem bestan hátt og koma sér upp betri rútínu og setja sér markmið. Ég set mér alls ekki mörg áramótaheit en eftir að hafa horft tilbaka yfir liðið ár þá finn ég að ég þarf að leyfa mér að slaka á inn á milli og að njóta betur með bæði fjölskyldunni og vinum. Ég tek þakklát á móti enn einu árinu og er sannfærð um að það verði betra en árið sem er að líða og ég get hreinlega ekki beðið eftir því sem koma skal.

Ég er einnig afskaplega þakklát fyrir allar heimsóknirnar á bloggið og þakka kærlega fyrir samfylgdina undanfarin ár ♡

Hér eru nokkrar myndir frá jólunum okkar,

Fylgstu endilega með á Instagram @svana.svartahvitu

ÁRAMÓTAINNBLÁSTUR – SKREYTINGAR & FLEIRA FALLEGT

Jól

Að skreyta fyrir áramótaboðið getur verið hin besta skemmtun þrátt fyrir að framundan sé aðeins notaleg kvöldstund með börnunum eða ömmum og öfum. Smá glingur, glimmer, áramótahattar og stjörnuljós geta gert áramótin að töfrandi minningu sérstaklega í augum þeirra yngstu sem fagna með okkur þessum tímamótum. Ég er komin með svo fallegan kjól frá henni Andreu minni, alveg ekta áramótakjóll sem glitrar eins og stjörnuljós nánast, þrátt fyrir það verður kvöldið okkar rólegt með nánustu fjölskyldu og börnum að spila, sprengja og borða góðan mat. Það þarf þó ekki að stoppa okkur í að skála í fallegum glösum (það þarf ekki að skála í áfengi;) skreyta með blöðrum og glingri, fara í glimmerdressið og nostra við borðskreytingarnar ♡

Næst á dagskrá hjá mér er að skoða borðskreytingar og setja saman spennandi nammi & ostabakka mmm… Njótið nú síðustu daga ársins og endum árið vel.

Myndir Pinterest / Svartahvitu

VINNUR ÞÚ 500.000 KR. GJAFABRÉF Í FALLEGUSTU VERSLUNUM LANDSINS?

Samstarf

Jólin eru tími til að gefa og gleðja aðra og í samstarfi við mínar uppáhalds verslanir fögnum við jólunum með glæsilegum og risastórum gjafaleik þar sem í vinning verður HÁLF MILLJÓN í flottustu verslunum landsins, sem hver gefur 50.000 kr. gjafabréf.

Leikreglurnar eru einfaldar, kíktu yfir á Instagram síðuna mína @svana.svartahvitu og smelltu á follow og merktu eins marga vini og þú vilt til að auka vinningslíkurnar. Fylgdu svo endilega þeim verslunum sem gefa vinninginn og þú ert komin/n í pottinn. Ég mæli einnig með því að deila myndinni í story á þínu Instagram 

Einn ofur heppinn vinningshafi verður tilkynntur á Gamlársdag 31. desember

Þær verslanir sem taka þátt eru glæsilegustu verslanir landsins og verður hægt að gera einstaklega vel við sjálfa/n sig, heimilið og einnig fyrir barnið með þessu ofur gjafabréfi! Hérna má finna rjómann af fallegum hönnunarverslunum, íslenska fata og skartgripahönnun, íslenska myndlist, það besta í bænum þegar kemur að barnavörum,  flottustu málningarvöruverslunina með öllu til að fríska við heimilið og síðast en ekki síst í fyrsta sinn mína uppáhalds gleraugnaverslun – svo vinningshafinn geti valið sér glæsileg sólgleraugu (eða umgjörð) frá fremstu merkjunum í bransanum.

Ps. Passið ykkur á svindlsíðum sem poppa upp – og megi heppnin vera með ykkur ♡

Smelltu hér til að taka þátt! 

JÓLAGJAFAHUGMYNDIR // FYRIR HANN

JólSamstarf

Jólagjafir fyrir herrana í mínu lífi eru alltaf síðustu gjafirnar sem ég versla, og á hverju ári vefjast þær jafn mikið fyrir mér. Það er nefnilega alltaf jafn skemmtilegt að hitta á þessa “einu réttu” gjöf sem hittir beint í mark og það er að sjálfsögðu einnig markmiðið í ár. Öll erum við svo ólík, sumir strákar vilja gjarnan eitthvað fallegt fyrir heimilið og eru miklir fagurkerar, aðrir óska sér einungis græjur og enn aðrir snyrtivörur. Hér má finna eitthvað úr öllum áttum sem ættu að gefa ykkur góðar hugmyndir ♡

// 1. Iittala Leimu lampi, ibudin // 2. Bang & Olufsen þráðlaus heyrnatól, Ormsson // 3. Fallegt úr með leðuról, Póley // 4. Kubus kertastjaki, Epal og Póley // 5. Húðvörur fyrir herra frá Clinique, snyrtivöruverslanir // 6. Ripple glös frá Ferm Living, Epal og Póley // 7. Helle Mardahl glerskúlptúr – elska þessa, Vest // 8. Íslensk list er alltaf góð gjöf, ég mæli með að skoða úrvalið hjá Listval // 9. Ef þið viljið ilma jafn vel og best ilmandi maður landsins, Helgi Ómars, þá eru þessir ilmir æði, Le Labo úr Mikado // 10. Niva iittala glös, ibúðin og iittala söluaðilar. // 11. Rúmföt er klassísk jólagjöf, Dimm. // 12. Steamery gufugræja fyrir skyrturnar, Epal og Póley // 13. Olíulampi, Mikado // 14. Leðursvunta, Dimm // 15. Leðursnyrtiveski, Dimm //

// 1. Stelton kaffikanna, Póley og Epal // 2. Avolt fjöltengi, Epal, Póley og fl. // 3. Marmara kertastjaki, Dimm // 4. Stafabolli Royal Copenhagen, Kúnígúnd, Epal // 5. Leðurtölvutaska, Dimm // 6. Niva iittala glös, ibúðin, Kúnígúnd ofl. // 7. Íslensk list er alltaf góð gjöf, ég mæli með að skoða úrvalið hjá Listval // 8. 24bottles flaska, Epal // 9. Smart steikarhnífapör, Dimm // 10. Húðvörur fyrir herra frá Clinique, snyrtivöruverslanir // 11. Ísbjörn stytta, Vest // 12. Bitz salatskál og diskar, Bast, Póley og Snúran // 13. Montana wire hillueiningar, Epal // 14. Bang & Olufsen þráðlaus heyrnatól, Ormsson // 15. Snug kertastjaki, Mikado //

// 1. Iittala teppi, ibúðin // 2. Helle Mardahl skúlptúr – er með þessa á heilanum, Vest // 3. Le Labo ilmkerti, Mikado // 4. Takk Home handklæði, Epal og Póley // 5. Georg Jensen karafla, Epal // 6. Íslensk list er alltaf góð gjöf, ég mæli með að skoða úrvalið hjá Listval // 7. Skóhornið klassíska frá Normann Copenhagen, Epal og Póley // 8. Bang og Olufsen Beosound 2 – draumur í dós, Ormsson // 9. Hörsloppur, Dimm // 10. Viðarskurðarbretti, Dimm // 11. Frama borðlampi, Mikado // 12. Nappula kertastjaki, ibúðin, Epal, Póley og fleiri // 13. Leður six-pack haldari, Dimm // 14. Espressó kaffivél Sjöstrand, Póley, Epal og Sjöstrand //

 

Eigið góðan dag kæru lesendur og takk fyrir lesturinn!

Smelltu hér til að skoða enn fleiri jólagjafahugmyndir 

FAGURKERINN HARPA KÁRADÓTTIR SPJALLAR UM HEIMILI & FÖRÐUN

BeautyFagurkerinnÍslensk heimili

Harpa Káradóttir er án efa einn færasti förðunarfræðingur landsins, hún er eigandi Make Up Studio Hörpu Kára þar sem hún ásamt öðrum frábærum förðunarfæðingum kennir förðun og auk þess er hún einnig algjör fagurkerkeri fram í fingurgóma. Harpa er nefnilega með þennan skemmtilega eiginleika að það verður allt fallegt sem hún kemur nálægt og er hún með einstakt auga fyrir smáatriðunum. Nú á dögunum kynnti hún til leiks í fyrsta sinn ótrúlega vandað förðunarburstasett undir sínu nafni ásamt fleiri förðunartengdum vörum sem vakið hafa mikla athygli. Ekki bara fyrir gæðin heldur einnig mjög gott verð – þið eiginlega verðið að kíkja á þær! Burstar, töskur, svampar og silkikoddaver svo fátt eitt sé nefnt ♡

Kynnumst Hörpu aðeins betur … 

Hvaða 5 orð lýsa þér best … Jákvæð, sveimhuga, dugleg, partýhaldari, óskipulögð.  Hvernig myndir þú lýsa heimilisstílnum þínum … Heimilisstíllinn minn er mjög náttúrulegur, yfirvegaður og smá japanskur. Þegar ég segi náttúrulegur þá er ég að tala um allan viðinn sem er heima hjá mér. Ég bý í timburhúsi með viðarlofti og allar hurðar og eldhúsinnréttingin mín eru einnig allt úr furu. Í grunninn er stíllinn minn frekar tímalaus en ég blandi mikið saman hvítu, gleri og við. Svo elska ég plöntur og blóm. Ég veitt fátt betra en að koma heim og það taki á móti mér hvítar ferskar rósir.  Það virðist alltaf vera fínt heima hjá þér, hvert er leynitrixið? Það er alls ekki alltaf fínt heima hjá mér því ég á 3 börn og er oft mikið í burtu sökum vinnu en maðurinn minn er mjög duglegur heima. Ég hef alla mína tíð frá því að ég byrjaði að búa elskað að vera með fersk blóm í vasa, helst hvít blóm og það er eitthvað við það sem fær mig til að finnast allt hreinna og fínna heima þegar ég set ný blóm í vasa. Hvað varðar leynitrix þá er ég mjög mikið að vinna með að troða draslinu inn í skáp svo það hrynji nú örugglega á hausinn á næsta manni sem opnar skápinn.  Besta ráðið sem mamma þín hefur gefið þér fyrir heimilið? Úff hvar á ég að byrja. Mamma mín er mjög smekkleg og dugleg að þrífa þannig að vonandi er ég einhversskonar diet útgáfa af henni. Ef ég á að nefna eitthvað eitt sem hún hefur kennt mér þá er það einfaldlega að vera með minna en meira af hlutum heima og ekki raða hlutum upp bara af því að ég á þá. Ég fæ reglulega að heyra það frá fólki að það sé svo lítið af hlutum heima hjá mér en ég er svo sem ekkert endilega sammála því. Annað sem ég hef tekið til mín frá foreldrum mínum er að huga að því sem fer upp á veggina heima. Falleg listaverk á heimilum eru að mínu mati það sem gerir heimilið persónulegt og einstakt.

Ef þú hefur aðeins 3 mínútur til að hafa þig en vilt vera vel til höfð, hvað gerir þú? Ef ég hef 3 min til þess að gera mig til þá væri röðin þessi, augnkrem, krem, bretta augnhár, baugafelari, augabrúnablýantur og eitthvað á varirnar.  Hverjar eru þínar uppáhalds snyrtivörur þessa stundina? Ég elska húðvörurnar frá Bio Effect og nota þær mjög mikið. Ég mæli með að allir prófi augnmaskana frá þeim, þeir gera kraftaverk. Svo hef ég notað Eight hour krem frá Elizabeth Arden í 23 ár. Ég elska að bera það á varir og þurrkubletti. Stone varablýantur frá MAC er eitthvað sem ég á alltaf til og vitalumiere aqua farðinn frá Chanel.  Jólaförðunin í ár erfersk ljómandi húð með nóg af highlighter, létt augnförðun með fallegum stökum augnhárum og uppáhalds varaliturinn þinn.

Jólagjöfin í ár að þínu mati? Jólagjöfin í ár er að sjálfsögðu nýju burstasettin mín. Gæða förðunarburstar sem auðvelda fólki verkin. Eftir 15 ár í bransanum og 10 ár sem förðunarkennari þá tel ég mig vera nokkuð vissa um hvernig tól fólk þarf að eiga til þess að framkalla þá förðun sem það sækist eftir.  Hvaða hlutur eða húsgagn situr á óskalistanum þínum? Mig dreymir um verk eftir Reginu Rourke, hún málar æðislegar myndir. Ég ætla að fá mér mynd eftir hana einn daginn.  Hvað kom til að þú fórst að hanna þína eigin förðunarburstalínu? Ég hef kennt fólki á öllum aldri förðun á lengri og styttri námskeiðum undanfarin 10 ár. Hvaða tól þú notar skiptir öllu máli, sérstaklega þegar þú ert að læra undirstöðu atriðin í förðun. Það reyndist oft á tíðum erfitt að finna góða bursta á góðu verði fyrir fólkið sem var að koma til mín á námskeið og oft þótti mér erfitt að mæla með burstum sem fólkið nánast missti andlitið þegar það spurði um verðin. Svo fékk ég þá flugu í höfuðið að búa til mín eigin burstasett svo ég gæti kennt fólki það sem það vill læra og sent þau heim með réttu tólin sem hentaði þeim, þannig fengju þau miklu meira út úr námskeiðunum hjá mér og hefðu möguleika á að kaupa gæða bursta á viðráðanlegu verði. Sem förðunarkennari setti ég mér það markmið að framleiða frábæra bursta sem væri auðvelt að kenna á og kostuðu ekki augun úr.  Förðunarbursta sem allir ættu að eiga eru… Það er erfitt fyrir mig að svara þessari spurningu en ég mæli með augnsettinu mínu fyrir þá sem er fyrir að setja á sig augnskugga og andlits settinu mínu ef þú vilt frekar vinna meira í húðinni. Ef þú vilt gera bæði þá mæli ég annað hvort með mini pro settinu mínu eða pro settinu ef þú vilt fara alla leið. 

Að lokum…

Hvað er það besta við jólin?  Besta við jólin eru stundirnar fyrir jólin og stemmningin í loftinu. Vinir og fjölskylda hittast og fólk leyfir sér smá meiri slaka í desember. Með aldrinum reyni ég að taka jólastressinu ekki of alvarlega og ég geri yfirleitt allt á síðustu stundu, mæli ekkert endilega með því fyrir alla. En svo koma jólin og yfirleitt blessast hlutirnir á endanum.

Kíktu yfir í vefverslun Make Up Studio til að sjá allt úrvalið

Takk elsku Harpa mín fyrir spjallið og til hamingju með þessar glæsilegu vörur ♡

TRYLLT SKARTGRIPALÍNA // FAIRY TALE BY LOVÍSA & PATTRA SITUR FYRIR

Íslensk hönnunSkart
Fairy Tale er ný og guðdómlega falleg skartgripalína frá By Lovisa sem kom út fyrir nokkrum dögum síðan og ég má til með að deila með ykkur fallegum myndaþætti sem snillingurinn Aldís Pálsdóttir tók og engin önnur en Pattra okkar fyrrum Trendnet bloggari sat fyrir. Fairy Tail er nýjasta línan úr smiðju Lovísu, sem státar af skarti úr ekta gulli, eðalsteinum og demöntum í mjúkum og fallegum litum og er alveg einstaklega falleg. Fyrir ykkur sem ekki þekkið til þá er By Lovisa falleg skartgripaverslun í Vinastræti, Urriðaholti sem fagurkerinn og gullsmíðameistarinn Lovísa Halldórsdóttir Olesen rekur. Ég mæli svo innilega með heimsókn þangað, en til að byrja með er verður Fairy Tale einungis til sölu í versluninni!
Fairy Tale myndaþáttur – Ljósmyndari: Aldís Pálsdóttir. Módel: Pattra Sriyanonge. Listrænn stjórnandi: Erna Hreinsdóttir. Förðun: Lilja Dís. Fatnaður: Andrá. 

Þið sem eruð í leit að fallegri gjöf handa ættuð að skoða þessa skartgripi, smelltu hér til að skoða úrvalið í vefverslun, en til að byrja með er Fairy Tale aðeins til sölu í versluninni ♡

Til hamingju Lovísa með GULLfallega skartgripalínu!

JÓLAGJAFAHUGMYNDIR // FYRIR BARNIÐ

BarnaherbergiJólSamstarf

Jólagjafir fyrir barnið eru skemmtilegustu gjafirnar til að kaupa að mínu mati og einnig þær sem skemmtilegast er að gefa. Það er komin mikil jólaeftirvænting á okkar heimili og það er talið niður í jólin og nokkrir pakkar farnir að safnast saman undir trénu. Ég nota alltaf síðustu vikuna fyrir jólin til að klára jólagjafakaupin og finnst alltaf jafn skemmtilegt að heimsækja mínar uppáhalds verslanir á þessum tíma. Ég tók saman fallegar gjafahugmyndir fyrir börn sem ég vona að komi ykkur að góðum notum svona nokkrum dögum fyrir jól.

Eigið góða helgi kæru lesendur og njótið síðustu daga aðventunnar,

// 1. Ferm Living dúkkurúm, Póley og Epal. // 2. Hoptimist kisa, Bast. // 3. Snyrtiborð, Nine Kids. // 4. Krúttleg dúkka, Valhneta. // 5. Hárspenna, fæst hjá Dimm og Nine Kids. // 6. Dúkkukerra, Nine Kids. // 7. Snjókúla – HC. Ævintýri, Epal. // 8. Vængir, Nine Kids og Valhneta. // 9. Stórir Draumar, fallegur boðskapur og fræðandi bók um flottar fyrirmyndir. Fæst í bókaverslunum. // 10. Mjúkur bangsi gleður öll börn, Jellycat frá Nine Kids. // 11. Hlýr jakki og vönduð föt er góð gjöf. Nine Kids. // 12. Stór regnbogalímmiði á vegg, við elskum okkar svona. Nine Kids. // 13. Kanínu lesljós mjúkt, Dimm. // 14. Tréleikföng, morgunmatur, Dimm. // 15. Falleg himnasæng, Dimm. // 16. Dásamlega sæt Maileg músla, Póley. //

// 1. Búðarkassi, Dimm. // 2. Sebrahestur tré Ferm Living, Póley og Epal. // 3. Sætur sloppur með eyrum, Dimm. // 4. Bangsi gleður öll börn, þessi er frá Dimm. // 5. Fallegur órói, Nine Kids. // 6. Myndaalbúm Printworks, Póley og Epal. // 7. Viðareldhús, Nine Kids. // 8. Stórir Draumar, fallegur boðskapur og fræðandi bók um flottar fyrirmyndir. Stórirdraumar.is og bókaverslanir. // 9. Hoptimist er klassískur, þessi fæst í Bast. // 10. Verkfærakassi, Nine Kids. // 11. Tréfígúrur fjölskylda, Dimm. // 12. Kubbar í vagni, Nine Kids. // 13. Minnisspil, dýr, Dimm. // 14. Afmælisslest með ævintýraþema, Epal. // 15. Stórir kubbar, skjaldbaka, Nine Kids. //

// 1. Kubbar, Dimm. // 2. Maileg Mús, Póley. // 3. Verkstæði, Nine Kids. // 4. Hlaupahjól sem hægt er að sita á eða standa, Nine Kids. // 5. Mouse stóll frá Nofred, Epal. // 6. Stórir Draumar, fallegur boðskapur og fræðandi bók um flottar fyrirmyndir. // 7. Dótakaffihús, Nine kids. // 8. Krúttlegt veski, Epal. // 9. Dúkkuhús tré, Dimm. // 10. Skóflur gleðja alla krakka, Dimm. // 11. Staflanlegir kubbar, Nine Kids. // 12. Sætar spennur, Valhneta og Nine Kids. // 13. Sebra kaffistell, Póley og Epal. // 14. Vönduð rúmföt er góð gjöf, þessi eru frá Dimm. // 15. Lítill ljónabangsi Oyoy frá Nine kids. // Segulkubbar – eitt vinsælasta leikfangið á mínu heimili. Nine Kids.//

Smelltu endilega á hjartað eða á facebook hnappinn hér að neðan ef þú kannt að meta svona jólagjafahugmyndir og svo fleiri fái einnig að njóta ♡

Kíktu svo einnig á jólagjafahugmyndir fyrir hana sem ég birti í gær – sjá hér –