SÆNSK & SJARMERANDI

BarnaherbergiHeimili

Það er eitthvað við þessu sænsku heimili sem heillar mig alltaf, þá sérstaklega skrautlistarnir sem skreyta loft og veggi og gera heimilin ó svo sjarmerandi. Hér er á ferð einstaklega glæsilegt heimili sem þið eruð eftir að elska jafn mikið og ég. Stíllinn er fágaður og falleg smáatriði í hverju horni.

Myndir via Entrance

Barnaherbergið er sérstaklega fallegt og bleika hurðin vekur að sjálfsögðu athygli mína, alltof sjaldséð sjón að hurðar séu málaðar. Þegar að því kemur að við kaupum okkar fyrstu íbúð þá mætti hún alveg vera eins og þessi hér að ofan.

DRAUMA SAUMÓ & UPPSKRIFTIR

iittalaPersónulegt

Síðustu dagar hafa verið þéttbókaðir af skemmtilegum viðburðum og broshrukkunum hefur aldeilis fjölgað. Í síðustu viku var ein vinkonan gæsuð, ég hélt gúrmet matarboð fyrir mínar uppáhalds og síðan var brúðkaupspartý um helgina sem toppaði öll partý sem ég hef áður farið í. Svo á ég nú aldeilis eftir að skella í færslu um Santorini ævintýrið mikla, en ég ætla að byrja á að birta myndir frá matarboðinu en ég fékk ófáar fyrirspurnir um uppskriftir eftir að hafa birt nokkrar myndir á Snapchat. Ég bauð upp á Santorini salat, kjúklingarétt með döðlum og fleiru og heimabakað brauð sem ég mæli með að prófa.

Ég viðurkenni að mér þykir skemmtilegra að leggja á borð en elda. Ég gat loksins notað rósagylltu iittala skálarnar í boðinu sem ég hafði verið svo spennt að eignast og hafði í þeim Santorini salat. Diskamotturnar bleiku eru frá Södahl (fást í Bast), hnífapörin voru keypt í Fjarðarkaup, og svörtu matardiskarnir eru mjög svo langþráðir Bitz (fást í Snúrunni, Bast og Dúka).

Brauðið er kannski ekki fallegt en þetta er í alvörunni allra besta og einfaldasta brauð sem hægt er að baka! – Þið verðið að prófa!

LÚXUSBRAUÐ MEÐ FETAOST & SÓLÞURRKUÐUM TÓMÖTUM

600 gr. hveiti

1 bréf af þurrgeri

2 tsk. salt

500 ml. volgt vatn

– Öllu hrært saman , ekki hnoða því deigið á að vera blautt. Best er að hræra deigið kvöldið áður og passa að hafa skálina dálítið rúma. Setja skálina svo í ískáp í a.m.k. 8 klst.

Þegar deigið hefur hefast er það sett á bökunarpappír og rúmlega hálfri krukku af fetaosti bætt við ásamt u.þ.b. 5 sneiðum af sólþurrkuðum tómötum (best að kaupa þá sem eru niðursneiddir). Fetaosturinn og tómatarnir eiga að fara inn í deigið og þarf því að loka deiginu utan um. Gott að setja einnig feta ofan á deigið, og að lokum er olíunni af fetaostinum hellt yfir. Á þessu stigi lítur þetta mjög illa út en þá ertu líklega að gera þetta rétt. Settu svo vel af Maldon salti og smá af Gara Masala kryddi.

Bakað við 180″ í rúmar 45 mín. 

Og svo fengu bökunarhæfileikar mínir að njóta sín með einni beint úr kælinum úr búðinni haha, sænsk kladdkaka eins og þær gerast bestar. iittala þemað á mínu heimili er ekkert nýtt, þessu hef ég verið að safna jafnt og þétt síðan ég var unglingur ♡

– Matur á mbl.is – birti allar uppskriftir kvöldsins á vefnum sínum, ljúffengur kjúklingaréttur, brauðið góða og Santorini salatið sem við stelpurnar erum með á heilanum eftir stelpuferðina okkar. Ég var líka með þetta brauð í þrítugsafmælinu mínu en þá með allskyns ostum, hráskinku og öðru gúrmi og það sló alveg í gegn, ég var þó sjálf að baka það í fyrsta skipti núna og kom mér á óvart hversu hrikalega auðvelt það er, alveg fullkomið. Látið mig endilega vita ef þið prófið!

 

VILTU VINNA GLÆSILEGAN IITTALA LEIMU LAMPA ?

HönnuniittalaKlassík

 

Leimu borðlampinn frá iittala hefur vakið mikla athygli frá því hann var fyrst kynntur og þykir á meðal glæsilegustu borðlampa sem til eru. Hannaður af Magnus Pettersen árið 2013 sem sótti innblástur sinn í nútímaarkitektúr þar sem gler og steypa blandast saman í fallega heild. Leimu lampinn vann jafnframt iF Gold design verðlaunin árið 2014 fyrir bestu hönnunina.

Munnblásið glerið gerir Leimu lampann einstakann og steypan gefur honum á sama tíma töff yfirbragð. Leimu lampinn er að mínu mati hinn fullkomni skrautmunur fyrir heimililið ásamt því að hann gefur frá sér fallega birtu og nýtist því ekki aðeins sem stofupunt heldur einnig sem vinnu eða náttljós.

// Í samstarfi við iittala á Íslandi ætlum við að efna til ótrúlega veglegs Instagram leiks þar sem einn heppinn vinnur Leimu lampa í vinning.  #iittalaisland

TIL AÐ TAKA ÞÁTT:

  1. Taktu mynd af uppáhalds iittala vörunni þinni – heima hjá þér, eða jafnvel í næstu verslun. – Þú ræður!
  2. Birtu myndina á Instagram merkta #iittalaisland 
  3. Passaðu vel að aðgangurinn þinn sé opinn á meðan að leiknum stendur til að við sjáum örugglega myndina þína.
  4. Krossaðu fingur og tær og Leimu draumalampinn gæti orðið þinn.

Vinningshafi verður tilkynntur föstudaginn 10. nóvember! 

#iittalaisland

Ég er orðin spennt fyrir ykkar hönd – er það ekki alveg eðlilegt ♡

STÍLLINN: ELEGANS & LÚXUS

Fyrir heimilið

Veturinn er rétt handan við hornið og kósýstundum innandyra fer fjölgandi. Ég er búin að vera í miklum tiltektargír undanfarna daga og skrifa lista yfir hluti – eiga – geyma – henda, mig einfaldlega langar ekki lengur að hafa allar skúffur og skápa yfirfulla af dóti sem ég veit varla af. Ég veit ég hef nefnt það áður, fyrir löngu síðan í rauninni en núna er að styttast í að ég haldi veglega bílskúrssölu. Vá ég finn strax fyrir léttinum sem það verður að losna við dótið. Ég er þó svo mikill safnari að ég verð líklega ekki lengi að sanka að mér nýjum hlutum haha. Ég tók saman nokkra fallega hluti til að deila með ykkur, með lúxus yfirbragði. Ég ætla að stelast til þess að segja ykkur frá einu, en á myndinni má finna einn hlut sem þið gætuð mögulega unnið á næstu dögum….

1. Fun Mother of Pearl ljós, Verner Panton. // 2. Iittala Aarre vegghanki. // 3. Teikning eftir Rakel Tómasdóttur. // 4. Ghost sófi frá Gervasoni. // 5. Fallegt glerglas, Kokka. // 6. Leimu borðlampi frá Iittala. // 7. Gylltur blómavasi, Winston Living. // 8. Blómapottur með göddum, Winston Living. // 9. Falleg gólfmotta úr ull, Winston Living.

Þið megið alveg byrja að krossa fingur – þessi verðlaun eru algjör draumur!