LOKSINS MINN // B&G ÍSBJÖRNINN

PersónulegtUppáhalds

Lengi hefur mig langað að eignast ísbjörn frá Bing & Grøndahl / Royal Copenhagen en samkvæmt netvafri mínu þá voru þeir framleiddir á árunum 1970 til 1983. Bing & Grøndahl postulínverksmiðjan á rætur sínar að rekja aftur til ársins 1853 og var svo sameinuð Royal Copenhagen árið 1987 en þó hafa t.d. jólalínur beggja merkja haldið áfram í öll þessi ár, sjá t.d. jólaplattana frægu sem koma út á hverju ári frá bæði B&G ásamt RC. Ég er mjög heilluð af nokkrum postulínfígúrum frá B&G og standa þar uppúr margir fuglar ásamt ísbjörnunum fallegu. Ég pantaði minn að utan en það er hægt að liggja á ýmsum sölusíðum klukkutímum saman að skoða uppboð og annað skemmtilegt þegar kemur að gamalli danskri hönnun.

16735171_10155771948523332_1701169395_o 16776387_10155771948473332_1490985671_o

Voruð þið síðan ekki búin að kíkja á nýjasta tölublað Glamour? Mæli með x

16735641_10155771944928332_1151149760_o

Núna bíð ég spennt eftir að Mæðraplattinn frá B&G komi til landsins en hann hefur mig langað í frá því að ég var ólétt 2014 og ég get ekki beðið eftir að hengja hann upp á vegg.

svartahvitu-snapp2-1

H&M INNLIT

Heimili

Ég eignaðist nýlega nýja uppáhalds verslun en það er flaggskipsverslun H&M home í Stokkhólmi sem staðsett er á Drottningagötunni sem er jafnframt ein aðalverslunargatan í borginni. Verslunin var svo ótrúlega vel innréttuð og hugsað út í hvert einasta smáatriði með ekta baðkari á ljónaloppum sem sýndi baðvörurnar ásamt vel völdum húsgögnum frá sænska vini þeirra Ikea sem notuð voru til að búa til alvöru heimilisstemmingu. Toppurinn á þessu öllu saman var síðan að inni í versluninni var rekin blómaverslun sem búið var að skreyta allt svæðið með blómum frá. Ég gekk í nokkra hringi áður en ég var tilbúin að yfirgefa verslunina, þvílíka fegurðin sem þarna var að finna og upplifunin langt frá því að vera að þessar vörur séu úr lélegum gæðum (sem er því miður staðreynd um nokkra vöruflokka frá þeim). Ég hinsvegar er rúmfötum ríkari en ég hef góða reynslu af þeim, ásamt baðsloppi og smá fínerí í barnaherbergið. Ég mæli svo sannarlega með heimsókn þangað x

Þessar myndir hér að neðan eru frá H&M home þar sem vörurnar voru sýndar í alvöru heimilisumhverfi og var myndatakan stíliseruð af Lottu vinkonu minni, þeirri smekkdömu! Hún parar hér saman ódýrar H&M vörurnar við dýrari hönnunarvöru og er útkoman stórkostleg.

ahr0ccuzqsuyriuyrmj1bmdhbg93ns5kayuyrndwlwnvbnrlbnqlmkz1cgxvywrzjtjgmjaxnyuyrjayjtjgqnvuz2fsb3c1x0hnluhvbwvfmi5qcgc

Eigum við að ræða það smá hvað Gubi Beetle stólarnir eru að koma inn með stormi! Stóllinn sem lenti á óskalistanum mínum árið 2014 þegar hægindarstóllinn var fyrst kynntur til leiks sló ekki samstundis í gegn þrátt fyrir mikla fegurð, en þegar borðstofustóllinn kom út í fyrra er varla þverfótað fyrir þessum elskum. Þvílík fegurð, og GamFratesi teymið enn og aftur að sanna snilligáfu sína.

ahr0ccuzqsuyriuyrmj1bmdhbg93ns5kayuyrndwlwnvbnrlbnqlmkz1cgxvywrzjtjgmjaxnyuyrjayjtjgqnvuz2fsb3c1x0hnluhvbwvfms5qcgc

Af öllum þeim H&M home vörum sem ég hef keypt mér hef ég bestu reynsluna af rúmfötunum þeirra, fín gæði fyrir gott verð. En á sama tíma hef ég einnig verið svikin með nokkrar aðrar vörur sem hafa ratað í ruslið.

ahr0ccuzqsuyriuyrmj1bmdhbg93ns5kayuyrndwlwnvbnrlbnqlmkz1cgxvywrzjtjgmjaxnyuyrjayjtjgqnvuz2fsb3c1x0hnluhvbwvfmy5qcgc ahr0ccuzqsuyriuyrmj1bmdhbg93ns5kayuyrndwlwnvbnrlbnqlmkz1cgxvywrzjtjgmjaxnyuyrjayjtjgqnvuz2fsb3c1x0hnluhvbwvfnc5qcgc

H&M home er alltaf með gott úrval af skrautpúðum og hef ég verið dugleg að sanka að mér slíkum.

ahr0ccuzqsuyriuyrmj1bmdhbg93ns5kayuyrndwlwnvbnrlbnqlmkz1cgxvywrzjtjgmjaxnyuyrjayjtjgqnvuz2fsb3c1x0hnluhvbwvfni5qcgc ahr0ccuzqsuyriuyrmj1bmdhbg93ns5kayuyrndwlwnvbnrlbnqlmkz1cgxvywrzjtjgmjaxnyuyrjayjtjgqnvuz2fsb3c1x0hnluhvbwvfns5qcgc ahr0ccuzqsuyriuyrmj1bmdhbg93ns5kayuyrndwlwnvbnrlbnqlmkz1cgxvywrzjtjgmjaxnyuyrjayjtjgqnvuz2fsb3c1x0hnluhvbwvfny5qcgc ahr0ccuzqsuyriuyrmj1bmdhbg93ns5kayuyrndwlwnvbnrlbnqlmkz1cgxvywrzjtjgmjaxnyuyrjayjtjgqnvuz2fsb3c1x0hnluhvbwvfoc5qcgc

Krakkalínan er einnig skemmtileg og er mottan sem þarna glittir í nýjustu kaupin í herbergið hjá Bjarti mínum. Sýni ykkur innan skamms kaupin sem ég gerði á ferðalaginu mínu:)

svartahvitu-snapp2-1

50 SHADES OF GREY

Heimili

Það hefur verið hægara sagt en gert að koma sér aftur í rútínu eftir nokkra daga utanlandsferð en ég kom heim í vikunni eftir stopp í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi. Ferðin var algjörlega frábær í alla staða og átti ég dýrmætann tíma með góðum vinkonum mínum sem ég sé of sjaldan ásamt því að drekka í mig það nýjasta úr hönnunarheiminum. Ég kem til með að deila með ykkur myndum frá sýningunni og nokkrum spennandi fréttum, en ég réð ekki við mig að birta fyrst myndir af þessari flottu íbúð og fannst hún vel í takt við bíómyndina sem ég fór á í gær haha ( 50 shades ) – mæli með <3

Helginni minni verður að einhverju leyti eytt í tiltekt en það virðist hafa sprungið sprengja hér í miðju heimilisins – það bara hlýtur að vera miðað við magn draslsins!
ahr0ccuzqsuyriuyrmrly29yzg90cy5jb20lmkz3cc1jb250zw50jtjgdxbsb2fkcyuyrjiwmtclmkywmiuyrkxpdmluzy1yb29tlxdpdggtrgfuaxnolwrlc2lnbi4tu3r5bgluzy1ies1qzwxsys1izwrlynkuanbnahr0ccuzqsuyriuyrmrly29yzg90cy5jb20lmkz3cc1jb250zw50jtjgdxbsb2fkcyuyrjiwmtclmkywmiuyrkxpdmluzy1yb29tlwrly29yyxrlzc13axrolurhbmlzac1kzxnpz24ulvn0ewxpbmctugvsbgetsgvkzwj5lmpwzw ahr0ccuzqsuyriuyrmrly29yzg90cy5jb20lmkz3cc1jb250zw50jtjgdxbsb2fkcyuyrjiwmtclmkywmiuyrkxvdw5nzs1jagfpci1hbmqtys12awv3lxrvlxrozs1jaxr5li0uanbnahr0ccuzqsuyriuyrmrly29yzg90cy5jb20lmkz3cc1jb250zw50jtjgdxbsb2fkcyuyrjiwmtclmkywmiuyrkdyzxktyw5klxnszwvrlw1vzgvybi1raxrjagvulmpwzw ahr0ccuzqsuyriuyrmrly29yzg90cy5jb20lmkz3cc1jb250zw50jtjgdxbsb2fkcyuyrjiwmtclmkywmiuyrkrldgfpbhmuluslmjvdmyuynue0agxlci1pbwjyawetzmxvd2vylxbvdc5qcgcahr0ccuzqsuyriuyrmrly29yzg90cy5jb20lmkz3cc1jb250zw50jtjgdxbsb2fkcyuyrjiwmtclmkywmiuyrldvcmtzcgfjzs4tc3r5bgluzy1qzwxsys1izwrlynkuanbn ahr0ccuzqsuyriuyrmrly29yzg90cy5jb20lmkz3cc1jb250zw50jtjgdxbsb2fkcyuyrjiwmtclmkywmiuyrkjlzhjvb20taw4tc2hhzgvzlw9mlwdyzxktrgfuaxnolwrlc2lnbi1syw1wcy5qcgcahr0ccuzqsuyriuyrmrly29yzg90cy5jb20lmkz3cc1jb250zw50jtjgdxbsb2fkcyuyrjiwmtclmkywmiuyrmjlzhjvb20td2fsay1pbi13yxjkcm9izs5qcgc

Myndir via // stílisering Pella Hedeby, ljósmyndari Ragnar Omarsson //

Ég vona að þið hafið haft það gott síðustu daga, það er nú sjaldan sem ég læt ekki í mér heyra hér á blogginu í svona marga daga í röð:) Kærkomin pása þó – það hafa allir gott af örlitlu fríi af og til. Ég var þó mjög dugleg (mögulega of dugleg) að snappa í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi frá verslunum og frá sýningunni sem ég fór á, ég vona að þið sem fylgdust með þar hafið haft gaman af:)

svartahvitu-snapp2-1

SJÖAN Í NÝJUM & TRYLLTUM LITUM

Hönnun

Fritz Hansen var að tilkynna nýja og spennandi liti á Sjöunni / 2017 edition, og verður núna hægt að fá stólinn í fallegum djúpum vínrauðum lit, og pastel ljósbleikum sem passa einstaklega vel við fæturnar sem eru sprautaðar í rósagulli. Þessi bleiki litur er ólíkur afmælisútgáfunni frá árinu 2015 en þið getið séð þá útgáfu hér.

Sjöan er mest seldi stóllinn í sögu Fritz Hansen og líklega einnig sá mest seldi í heiminum þegar litið er yfir sögu húsgagnahönnunar, þvílík gæðahönnun og alltaf jafn klassískur stóll.

ahr0ccuzqsuyriuyrnd3dy5zzxb0zw1izxjlzgl0lmnvbsuyrndwlwnvbnrlbnqlmkz1cgxvywrzjtjgmjaxnyuyrjayjtjgntcxmf9gcml0ei1iyw5zzw5fcy1dag9py2utmjaxny1tzxjpzxmtn18uanbn ahr0ccuzqsuyriuyrnd3dy5zzxb0zw1izxjlzgl0lmnvbsuyrndwlwnvbnrlbnqlmkz1cgxvywrzjtjgmjaxnyuyrjayjtjgntcwof9gcml0ei1iyw5zzw5fcy1dag9py2utmjaxny1tzxjpzxmtn18uanbn ahr0ccuzqsuyriuyrnd3dy5zzxb0zw1izxjlzgl0lmnvbsuyrndwlwnvbnrlbnqlmkz1cgxvywrzjtjgmjaxnyuyrjayjtjgntcwnv9gcml0ei1iyw5zzw5fcy1dag9py2utmjaxny1tzxjpzxmtn18uanbn

Hvernig lýst ykkur á þessa? Ég get ímyndað mér að verðið verði þó svipað og á afmælisútgáfunni en sá stóll var á tæpar 100 þúsund krónur – en fallegir eru þeir.

svartahvitu-snapp2-1

GRÁI DEMANTURINN HENNAR LOTTU AGATON TIL SÖLU!

Heimili

Haldið þið ekki að elsku Lotta Agaton okkar hafi verið að setja íbúðina sína á sölu! Þetta er auðvitað algjörlega einstakt heimili og ég fæ ekki nóg af því að skoða þessar myndir, þvílík fegurð. Áður hefur birst innlit frá heimilinu hennar í sænska Residence sem ég lét sérstaklega senda mér frá Svíþjóð en þar var ekki sýnt jafn ítarlega frá heimilinu og fasteignarmyndirnar gera núna og því hlakkar smá í okkur innanhússperrunum að fá að sjá inn í alla króka og kima hjá drottningunni sjálfri. En heimilið er óaðfinnanlegt frá a-ö og sérstaklega gaman að fá að sjá líka í unglingaherbergið og baðherbergið. En dembum okkur í innlitið, ég veit að þið fáið heldur aldrei nóg af Lottu okkar…

6174429 6180225 61802276180231 6180233 6180235 6180237 61802396174363esny_lotta_agaton_3-740x494 esny_lotta_agaton_6-copy-740x1011 esny_lotta_agaton_7-740x1011esny_lotta_agaton_kitchen-740x4946180235 esny_lotta_agaton_bathroom-740x997 6174369 6180239

Ef þið viljið fá fleiri myndir og upplýsingar varðandi þessa geggjuðu íbúð þá smellið þið hér !

Ég er hinsvegar á leið til Kaupmannahafnar í nótt og ætla að kíkja smá yfir til Stokkhólms eftir helgina – kannski ég banki upp á hjá Lottu;) Ég ætla að vera virk á snappinu á þessu ferðalagi mínu og reyni einnig að kíkja aftur hingað inn eftir helgi!

Eigið ljúfa helgi x

svartahvitu-snapp2-1