Happy Halloween

Uncategorized
x

Í nýjasta tölublaði Harper’s Bazaar má finna þessa Halloween myndaseríu eftir
hinn víðfræga Tim Burton sem er heilinn á bakvið myndir eins og Beetlejuice, Edward Scissorhands,
The Nightmare Before Christmas
og Charlie and the Chocolate Factory.

Það má sjá nokkra af helstu karakterum hans birtast fyrir á myndunum og það er
sami stíll á þeim og hefur verið gegnumgangandi í kvikmyndum hans.

Geggjaðar myndir,
nú vildi ég óska að ég væri að fara á ekta Halloween ball :)

Góða helgi og gleðilega hrekkjavöku!

-R

Næs skikkja

Ég er með eitthvað thing fyrir þessari skikkju/jakka/kápu… Don’t know what it is
Hún er eftir ungan hönnuð frá New York sem heitir Lindsey Thornburg
Pretty nice stuff.. verst fyrir hana hvað það er auðvelt að copya þetta.
Jæja þið copy-kisur heima á Íslandi… hver ætlar að vera fyrstur;)
Eða virkar þetta ekki þannig?

-S

Jimmy Choo fyrir H&M!!

Spennan magnast hjá mörgum stelpum núna þar sem það styttist í að H&M búðirnar fyllist af hönnun frá Jimmy Choo, en það gerist þann 14.nóvember!!
Ekki eru allar H&M búðir svo heppnar að fá vörurnar t.d ekki mín:( En samt í Amsterdam en ég efa að ég leggi á mig 1000 manna röð til að komast í þetta gotterí.
Komnar margar myndir á vefsíðu H&M en ég bjóst nú reyndar við meira… hmm en myndir segja meira en orð!

-S

I’M IN LOOOOOVE

Hönnun
OG HEF VERIÐ LENGI…
af þessum óeðlilegu sjúklega flottu hátölurum.
Þeir eru sko númer 1, 2 og 3 á brúðkaupsgjafalistanum. (hehe sem er ekki á næstunni)
Fer reglulega í eina hönnunarbúð hér í borg að klappa þeim. Man nú ekki nkl. verð á þeim en það er yfir 200þús kallinn.
Ohh sooo pretty
“wOOFER” er hannaður af hollensku verðlaunastudio sem kallast Buro Vormkrijgers
-S

Eames hjónin

Hönnun
Charles(d.1978) og Ray Eames(d.1988) voru amerískir hönnuðir sem unnu á öllum helstu sviðum listarinnar t.d. við iðnhönnun, húsgagna hönnun, grafík, arkitektúr og kvikmyndir. Þau giftu sig árið 1941 og saman hönnuðu þau sum áhrifamestu húsgögn 20. aldar.
Læt fylgja með nokkrar myndir af þeim húsgögnum sem ég held hvað mest uppá.
Eames ruggustóll. 1950
Eames “Lounge chair og Ottoman” eða Hægindarstóllinn og Ottoman=skemillinn. 1956
Alveg hreint yndislega þægilegur stóll en kostar um milljón kall svo ég leyfi mér það seint.
La Chaise var hannaður fyrir samkeppni haldna af MoMa safninu í New York árið 1948
Og síðast en ekki síst þessi fallegi snagi, hann kallast “Hang it all” 1953. ohh Pretty pretty things
-S