Nýtt í IKEA

Ikea
Það var að koma kopar ljós í Ikea. 3500kr stórt og 1290kr lítill lampaskermur.
 Ég hef verið frekar spennt fyrir koparljósum undanfarið en buddan mín leyfir ekki mikið 
svo ég tek þessari Ikea nýjung fagnandi!

Ég hef verið spenntust fyrir þessu ljósi eftir Tom Dixon en læt mér duga Ikea í bili….
-S

***

Hönnun

Ég elska elska ELSKA allar hönnunar- og tískubækur! 
Svona stórar og fallegar og eigulegar bækur sem maður getur 
endalaust grúskað í og skoðað og fylgja manni forever :)

Tvær súperflottar bækur bættust í safnið þessi jól!

Þessi leyndist í pakkanum frá kæró, mjög flott og algjör hnullungur!

Svo splæsti ég í þessa þegar ég rakst á hana í Urban Outfitters, hún lofar góðu!


-R

glimmer all the way

♪♫•*¨*•.¸¸♥ ¸¸.•*¨*•♫

Þegar líður að gamlárskvöldi verð ég alveg hreint óð í glimmer og pallíettu flíkur!


En ég er algjörlega týnd hvað varðar gamlárskvölds dressið í ár, enda er gamlárskvöld hjá mér oft vonbrigði þar sem væntingarnar eru oft gífurlegar fyrir síðasta kvöld ársins.
Sem ég vil þá að verði besta kvöld ársins!
En í ár verða væntingarnar lækkaðar, spila með fjölskyldu og kæró getur ekki klikkað, vera edrú á bíl til að geta hitt alla þá sem mig langar til að hitta á þessu túrbókvöldi og hafa gaman.
En í kvöld er reyndar djamm hittingur hjá okkur vinkonunum sem hjálpar til við að lækka væntingar morgundagsins. Og því vantar mig gamlárskvölds dressið í KVÖLD!

♪♫•*¨*•.¸¸♥ ¸¸.•*¨*•♫

-S

♪♫•*¨*•.¸¸♥Jólagjafirnar mínar ♥¸¸.•*¨*•♫

Hitt og þetta
Jólin hafa verið ansi ljúf, eiginlega aðeins of ljúf.
Við stöllur höfum ekki verið duglegar að skrifa hér nýlega en það mun allt fara á fullt aftur innan skamms.
Hinn helmingurinn minn kemur heim frá Englandi seint í kvöld og ég fæ þá að sjá allt góssið sem hún hefur verslað sér síðustu vikuna. Sjálf hef ég eytt tímanum í faðmi fjölskyldunnar og vina enda hitti ég þau líklega næst eftir 7 mánuði…

Ég er í skýjunum yfir jólagjöfunum sem ég fékk í ár og á ekki til orð hvað fólk er gjafmilt á þessum tímum…

Ég fékk yndislegan vintage pels sem mig hefur lengi langað í

Draumamyndavélina mína. 
Ég hef verið myndaóð síðan ég tók þessa elsku upp, alveg mögnuð vél!

Besta meik sem ég veit um… elska bara allt frá MAC

Nærföt frá Victoria Secret, þægilegri brjósthaldara er ekki hægt að finna. Var búin að slíta mínum gömlu í gegn af of mikilli notkun. Fer ekki í annað…
Æðisleg vetrarstígvél frá Bianco, mín eru reyndar brún svipuð þessum hmm.. love them
Svo var nú margt margt fleira fallegt sem ég gæti talið upp.

Vonandi áttuð þið yndisleg jól líka:)

Og hvað fenguð þið fallegt í jólagjöf??

***

Var á smá Laugavegsrölti í dag og kíkti í Emami búðina þar í fyrsta sinn, vissi ekki að þær væru komnar með heila línu af fötum. Hélt alltaf að Emami væri bara einn kjóll! En leist vel á eitthvað þarna inni sérstaklega þennan jakka og kápu. Very næs… en of dýrt fyrir mína buddu.

-S