TopShop**

ÞETTA (og mikið mikið meira) verður miTT um jólin þegar ferðinni er heitið til Englands…
Ég er nú þegar búin að panta svarta kjólinn sem verður jólakjóllinn í ár og þennan ljósbleika
og þetta bara bíður mín á Englandi :) *getekkibeðið!!

Fjaðrakraginn er víst uppseldur! þvílík vonbrigði…


-R

Dezeen.com

Hönnun

Dezeen.com er ein mest lesna hönnunarsíða í heiminum. Ég sjálf lesa hana allavega einu sinni á dag og er þá alltaf með á hreinu hvað er að gerast í hönnunarheiminum.
Hvern mánuð birta þau hjá Dezeen topp 10 lista yfir ýmislegt. Þennan mánuð var þemað vinsælustu ljósin og í 3. sæti var engin önnur en íslenski hönnuðurinn Kristín Birna Bjarnadóttir og ljósið hennar var útskriftarverkefni frá Listaháskólanum.
Lampinn er gerður úr sjálflýsandi efni sem vanalega er notað í öryggisfatnað. Hún fékk mikla athygli út á ljósið en margir voru þó sammála um að ljósbotninn (sem stendur á gólfinu) mætti vera betur hannaður. Þá annað hvort sem partur af ljósinu eða felldur inn í gólfið.


Hvað finnst ykkur um ljósið?
***

Uppáhalds ljósið mitt þetta árið á síðunni þeirra lenti í 6. sæti, en ég sá það fyrst á Milanó hönnunarsýningunni í vor…


Handblásnar Led perur eftir Pieke Bergmans

-S

þegar ég verð stór…

Heimili

…þá ætla ég að eiga riiiiisa stóran fataskáp,
sem ég get gengið inní og knúsað öll fallegu fötin mín og skó!


En þangað til er allt í lagi að láta sig dreyma!! Right?


Rachel Zoe
Christina Aquilera

Jessica Alba

Eva Longoria


Kim Cattrall

Paris Hilton
Mariah Carey
*****


Og svo er getraun dagsins……..


Hver á þennan fataskáp???


***


-S


keeping it real..

Uncategorized

Það hafa allir sinn verðmiða virðist vera.
Mér finnst svo margir tískubloggarar farnir að skrifa fyrir fyrirtæki.
Stelpur að promota nýja gsm síma og íslenskar bloggsíður að fjalla um hin og
þessi krem og hárgreiðslustofur.
Fá eflaust fríar snyrtivörur í staðinn og þar virðist línan vera dregin.
-S