Smá popp fyrir stofuna

DIYHugmyndir

xxx

Sárvantar þig að poppa aðeins upp stofuvegginn eða í svefnherbergið?
Og tímiru ekki að splæsa í veggfóður eða málverk??

Rasterbator er eitt sniðugasta forrit sem ég veit um! Það leyfir þér að uploada uppáhaldsmyndinni þinni sem forritið síðan skiptir í marga parta allt eftir því hvað þú vilt hafa myndina stóra.
Svo ýtiru einfaldlega á print og Voila……..
Ef þú ert vandvirk/ur mun þetta koma rosalega vel út, en það þarf þolinmæði í að líma öll blöðin upp á vegg!
Það eru nokkur forrit til sem virka eins og Rasterbator, þið finnið þetta allt auðveldlega á google.

Fyrir þau sem eru in love
Gaman að vakna með eina svona í svefnherberginu haha
Nei þetta er ekki Erró, heldur eftir kollega hans, Lichtenstein.

Kemur mjög vel út að skipta myndinni í parta með þykku teipi. Hægt að fá það í mörgum litum.
(ég keypti mér skærbleikt á markaði um helgina:)

Hér er búið að veggfóðra heila hurð..


Stofuveggurinn minn þráir smá upplyftingu en ég er enn að leita að hinni fullkomnu mynd til að nota. Það fer heil ósköp af bleki í þessi herlegheit svo ég vil vera alveg viss.

-S

Kiki van Eijk

Hönnun
Ein af mínum uppáhaldshönnuðum er Kiki van Eijk, hún útskrifaðist úr Design Academy árið 2000 og útskriftarverkefnið hennar var eitt fallegasta teppi (já teppi) sem ég hef augum litið.
Þetta teppi gerði hana fræga á stjörnuhraða og það hefur verið til sýnis í öllum helstu söfnum heimsins ásamt MoMa í New York.
Innblásturinn fékk hún frá skrítnum hlutföllum í gamaldags dúkkuhúsum.
Muniði ekki þegar við vorum litlar stelpur þá áttum við til að prjóna teppi og annað og setja í dúkkuhúsin okkar… Hlutföllin urðu auðvitað mjög röng en ef þau teppi væru færð í okkar heim væri lopinn í þeim á þykkt við einn handlegg:)
Þetta teppi er svo yndisfagurt finnst mér og að stíga á það er hreinn unaður. Vegna stærðar lopans nuddar það þægilega undir iljarnar á þér en það er gígantískt þykkt og stórt. Það er u.þ.b. 10 cm þykkt svo mig minnir, en þess skal geta að venjuleg teppi eru um 0,5 – 2 cm á þykkt!

En Kiki hefur nú gert margt fleira en þetta teppi, en þar á meðal er…

Soft Cabinet, en þrátt fyrir að lýta út fyrir að vera vel bólstraður er hann reyndar úr keramik!!

Lítur ótrúlega raunverulega út en er grjótharður og ég býst við að hann mölbrotni í jarðskjálfta?

Svo gerði hún fleiri húsgögn í þessari “soft” línu t.d. þessa úber kúl klukku
En hún er framleidd af Mooi og hægt er að panta hana á netinu.

En Kiki er ungur hönnuður svo það verður spennandi að fylgjast með henni!:)

-S


oh so pretty

Hönnun
Get ekki beðið eftir að henda þessu á stofuljósið mitt!

Mig hefur langað í þessa snúru frá því ég sá hana fyrst í júlí þegar ég var í köben.
Veit ekki til þess að þetta sé selt heima en klárlega ætti einhver að taka það að sér.
Ef þið eigið leið til köben þá er þetta selt í mörgum litlum krúttlegum búðum og í
Normann Copenhagen. (ef þið viljið vita nkl. hvaða búðum – just let me know)

Verðið er um 200-300dkk sem er jú ágætis peningur en þetta myndi poppa öll ljós upp!
Jafnvel þótt það sé ljótt!
Fullt af litum í boði og nokkur mynstur, en ég er klárlega heitust fyrir bleiku, vinkona mín í Dk. er on it að kaupa hana handa mér. Verst er að ég veit ekki hvenær ég hitti hana næst:)

Ahh so pretty

ég er reyndar óþolinmóðasta manneskja sem finnst,
svo til bráðabirgða þangað til ég kemst yfir þessa snúru…

Þá skellti ég bara bleiku teipi á snúruna mína haha
Kemur nú ekkert svo illa út ha!


-S