currently craving

Á óskalistanum er…

1. Ökklastígvél svipuð þessum…
Þessi stígvél eru frá Sam Edelman og heita Zoe. og þau eru lovely.

…og að sjálfsögðu eiga Olsen systur svona skó (grunar nú samt að þeirra séu Balenciaga)

2. Stóra svarta töffarlega tösku eins og þessa!!
Þessi er frá Alexander Wang og hún er fullkomin

3. Mér finnst þessar leggings frá E-label alveg geggjaðar og langar í

4. Svo langar mig svakalega í blazer í svona stíl,
eins og þessir jakkar frá Balmain.

5. Og svo svona fína loðhúfu eins og þessi sæta stelpa er með.
Ég er búin að vera að leita að hinni einu sönnu í nokkur ár
held ég og keypt nokkrar sem eru svo ekki nógu fallegar.
Núna skal ég fara á fullt og finna the one…

-R

Teresa Himmer

Hönnun
Er listamaðurinn á bakvið fallegu útilistaverkin sem prýða miðbæ Reykjavíkur.


Hún er menntaður Arkitekt frá arkitektaskólanum í Aarhus en er þessa stundina að klára mastersnám við School of Visual Arts í NY.


Ég veit að það er langt síðan fyrsta verkið var sett upp, eða árið 2006, en ég dáist alltaf af þeim þegar ég labba um í miðbænum og kvöldsólin skín.
Alveg hreint gullfallegt og ég vona að það muni fleiri bætast í safnið…
-S

GORDJÖSS

DIYHönnun
Ahh svo pretty…
Þessi ljósakróna er hönnuð af Winnie Lui frá Hong Kong.
Sett saman úr allskyns hlutum úr okkar daglega lífi sem varpar svo skemmtilegum skuggum á veggina. Þetta er eitthvað sem mig langar í!


Alveg gullfalleg.
Minnir mig á svo fallegan ramma sem ég sá í Köben í sumar. Það var búið að líma fullt af plastdýrum á hann, og spreyja hann svo gulllitaðan, -hægt að hafa aðra liti auðvitað en þessi rammi er einn af hlutunum á mínum langa to do lista.

-S

Vortískan 2010

xxx

Þegar maður er rétt að byrja að njóta haust/vetrartískunnar er vortískan farin að mótast og komin ágætis mynd af því hvað verður í tísku næsta vor og sumar.
Hér eru nokkur trend sem voru áberandi á tískupöllunum…

*Jakki í hermannastíl er sagður ómissandi í fataskápinn næsta vor*
Ég myndi nú ekki segja að þetta sé nýtt trend, jakkar í þessum stíl hafa verið nokkuð
áberandi hér heima og fást m.a. í Spúútnik og svo er ágætis úrval í Kolaportinu :)
En líklega mun úrvalið í þessum stíl aukast í verslunum með vorinu…

*Stuttbuxur verða greinilega áfram næsta sumar*
Þær voru mjög áberandi síðasta sumar og þá sérstaklega gallastuttbuxur. Mér sýnist að stuttbuxur úr léttari efnum og úr ljósu leðri séu að taka yfir, en mér finnst samt gallastuttbuxurnar alltaf flottar…

Click here to find out more!

*Svo er það leðrið*
Svarta leðrið verður áfram en það er sérstaklega mikið um
ljósa og náttúrulega tóna eins og brúnan, gylltan og beige.
Buxur, stuttbuxur, jakkar, kjólar, töskur o.fl…

*Ekki má gleyma aukahlutunum sem eru ómissandi*
Sérfæðingarnir segja að töskurnar verði í minni kantinum og
komi í staðinn fyrir þessar stóru sem allt kemst í…

Og svo það sem mér finnst merkilegast…

*Núna eiga skórnir að vera með lágum hæl*
Það hefur varla verið hægt að fá skó síðustu mánuði með minna en 15 cm hæl en það virðist ætla að breytast eflaust mörgum konum til mikillar ánægju. Mér reyndar finnst alltaf flottara að vera í hærri hælum en lægri og kýs það frekar…

*Svo verður kögrið áfram*
Töskur, vesti, skór…

En við skulum ekkert vera að stressa okkur á þessu strax. Ég ætla allavega að njóta vetrartískunnar og fá mér kósý hlýjar peysur, fallega loðhúfu og ný stígvél:)

-R