DRAUMURINN UM GLERSKÁP

Ég veit um fátt meira heillandi en fallega glerskápa á heimilum til að geyma í okkar uppáhaldshluti. Það er eithvað svo einstaklega elegant við þá og má segja að nánast hvaða hlutur sem er líti vel út sem stillt er upp í glerskáp. Það er þó ekki auðvelt að komast yfir fallegan glerskáp og margir sem hreinlega hafa erft sína eða fundið á flóamörkuðum, og þegar við finnum loksins þann eina rétta þá kostar hann líklega hálfan handlegg. Einn sá allra fallegasti er sá sem ég rakst á í innliti sem ég fór í fyrir Glamour hjá Norr11 hjónunum, en það er þessi á myndinni hér að neðan. Rosalega veglegur og flottur og var hann frá Norr11 er ég nokkuð viss…
v3-170109582

Sjá innlitið í heild sinni hér – eitt af mínum allra uppáhalds heimilum sem ég hef heimsótt.

6e1968a0f543fb34875e3903eda4d3ed

Ég var skyndilega komin með heilt albúm á Pinterest sem tileinkað var eingöngu glerskápum og valdi ég nokkrar myndir til að deila með ykkur. Alla þessa glerskápa gæti ég vel hugsað mér að eiga en það fylgir víst ekki sögunni hvaðan þeir allir eru.

4d3621afa2183203b53bbe05426c9d37

44424dcec3924a44e2d36d14326a448e

5d938821238505c429e13bdf9fb0383d  840901355d9c7b9d1b2c1f87a9922b7d b0f8a18bf7b13404dc2b7d4953465eef b6d99955ae1bb4a606530b4ae0515896 e245c017036d9525cd33829d745531c6 e8439ca5838edcfda64879944db37514 eb6f7955f13aca8032e32a0f1658827c7114a1c1335ca3bad8411425436cf9c2  02470be0e77390794c13cacaeb0873c1 38edd397c388a1924f087d25f964b3e8 6add3dd291352a9cab4966232e36a1e3  3ec74d2ca91d533e9772ed33c96275d1

Hversu ótrúlega fallegir eru þeir?

En yfir í annað þar sem að ég er að tala um skápa, þá sáu eflaust nokkur ykkar skenkinn sem ég birti á Snapchat í gær sem bíður eftir því að fá smá yfirhalningu. Hér að neðan má sjá mynd af þessari elsku,

photo-1

Myndina tók vinkona mín af honum þegar hún fékk hann í láni. Ég vafraði aðeins á Pinterest í gærkvöldi í leit að hugmyndum hvort ég ætti að mála hann eða pússa og olíubera og ég snýst alveg í hringi. Ég hef í rauninni ekki mikið pláss fyrir þennan skenk, en þetta er fyrsta húsgagnið sem við Andrés eignuðumst þegar við byrjuðum að búa og einhverja hluta vegna á ég erfitt með að losa mig við hann, mig langar að minnsta kosti að gefa honum smá séns. Flestir sem sendu mér skilaboð í gærkvöldi á Snapchat sögðu öll að ég ætti að mála hann bleikan – haha sumir sem þekkja mig orðið of vel! Ég hallast einnig að því að mála hann svartan, laga skráargatið ( viljið þið segja mér hvað rétta orðið er til að finna á netinu – skrautskáargat og helst á ensku? ) og svo sé ég fyrir mér stóra dúska hanga úr lyklunum, það væri fullkomið.

Það allra besta væri auðvitað að skenkurinn væri úr tekki en þá myndi ég að sjálfsögðu aldrei mála hann, gamlir tekk skápar eru nefnilega eitt það fallegasta sem ég veit um ♡

Látið mig endilega vita ykkar skoðun á þessu, bæði varðandi glerskápana fallegu en einnig með skenkinn minn sem þarfnast smá ástar. Það verður stundum hálf einmannalegt hér inná þegar ég sé allar þessar heimsóknir við hverja færslu en kommentunum hefur fækkað. Ég elska nefnilega að fá að heyra örlítið í ykkur:)

x Svana

svartahvitu-snapp2-1

FEBRÚAR : UPPÁHALDS

Persónulegt

Þið eruð líklega eftir að halda að þið séuð stödd á vitlausu bloggi miðað við færsluna – en nei þetta er ennþá bara ég en komin í örlítið annan gír svona uppá síðkastið. Ég hreinlega get ekki að því gert en heilsan og líkaminn hefur átt hug minn allan í febrúarmánuði og því er “uppáhalds” listinn minn að þessu sinni örlítið litaður af því. Ég vil ekki tala um þetta sem Meistaramánuð þó svo ég taki svo sannarlega þátt í því snilldar átaki en það sem ég er að gera nær töluvert lengra en einn mánuð, tjahh ég var svona að vona út lífið. Það eru nokkrir hlutir sem ég hef tekið ástfóstri við undanfarið og fá nokkrir af þeim hlutum að rata inn á listann.

februar

Ég er að vinna í því að koma mér upp hollari venjum og koma í leiðinni hreyfingu inn í mína daglegu rútínu eftir ótrúlega langt hlé – engar öfgar, bara hollur matur og hreyfing samkvæmt ráðleggingum þjálfara. Ég hef fallið nokkrum sinnum síðan ég byrjaði um miðjan janúar en þó tekst mér alltaf að standa upp aftur og það er það sem skiptir máli. Þrátt fyrir að ég ætli alls ekki út í neitt spjall hér og nú um kíló og slíkt þá get ég sagt að vá hvað ég finn mikinn mun á mér eftir að ég minnkaði sykurinn, þá á ég við andlegu heilsuna. Það sem ég er orkumeiri og léttari í lund – þvílík dásemd. – Vonandi meira um það síðar!

// 1. Ég hef varla tekið af mér trackerinn sem ég fékk í jólagjöf frá foreldrum mínum. Svona trackerar/armbönd hafa hingað til ekkert heillað mig vegna of íþróttalegs útlits en ég er mjög skotin í þessu, bæði vegna þess að mér þykir það vera fallegt sem armband eitt og sér en einnig vegna þess að með því fylgist ég með hversu mikið ég geng og hvernig svefn ég fæ. Keypt í USA í Micheal Kors. 

// 2.  Ekki beint heilsutengt, en það að hafa sig til og eyða nokkrum auka mínútum á dag í að snyrta sig, lakka neglurnar, skrúbba húðina og hugsa um hárið – það skilar sér í betra sjálfstrausti. Síðan ég keypti mér þennan lit, Ladylike frá Essie hef ég ekki sett neitt annað á neglurnar og er bálskotin í þessum lit.

// 3. Það að skrúbba húðina er eitt besta dekrið og ég finn rosalegan mun á húðinni minni eftir að ég fór að mæta í ræktina og fer síðan beina leið heim í sturtu og skrúbba húðina vel til að koma blóðflæðinu af stað en einnig til að vinna á appelsínuhúð. Hún Theódóra mín hjá Angan gaf mér þennan saltskrúbb og mér finnst hann æðislegur. Fæst m.a. í Snúrunni. 

// 4. Þráðlausu heyrnatólin mín eignuðust nýtt líf eftir að ég byrjaði aftur í ræktinni og ég ætlaði varla að trúa því eftir æfingu hvað ég tók mikið betur á með mína uppáhalds tónlist í eyrunum algjörlega ein í mínum heimi. Áður voru þau aðeins notuð á ferðalögum ásamt því að vera svona líka fínt heimilispunt haha. H8 heyrnatól frá B&O fást á Íslandi í Ormsson. 

// 5. Skipulag, skipulag, skipulag. Eitt af mínum markmiðum í Meistaramánuðinum var að ná betri tökum á skipulagi og ég get ekki sagt annað en að ég sé að minnsta kost á réttri leið. Munum dagbókin mín er alltaf uppivið:)

// 6. Þið megið kalla þetta það sem þið viljið…  en ég viðurkenni alveg að mér líður vel með fallega hluti í kringum mig og það hefur alltaf verið þannig. Og það að hafa holl fræ, hafra, kókos og fleira í fallegum krukkum hefur mjög hvetjandi áhrif á mig til að borða það frekar en annað. Ég þarf meira að segja að bæta við fleiri glærum Iittala Kastehelmi en þær eru uppáhalds – láta allt líta svo girnilega út!

// 7. Ég keypti mér þessa Nike æfingarskó á klink í Boston fyrir jólin og hef verið í þeim síðan, það má líklega deila um það hvort þetta séu bestu æfingarskórnir en það er annað mál haha. Ég er sátt!

// 8. Og síðast en ekki síst þá verður þetta ilmvatn að rata á listann áður en ég klára síðustu dropana. Ég fæ æði fyrir ilmvötnum og vil helst bara nota þann ilm í nokkur ár helst og núna er það Bronze Goddess frá Estée Lauder. Þetta er mín önnur flaska sem ég er að klára og best er að lýsa ilminum eins og sumar í flösku mmmmm. Þarf að næla mér í þriðja glasið sem fyrst ♡

Svo langar mig til þess að bæta við einum auka uppáhalds “hlut” en það eru þessar elskur hjá Fitsuccess sem hafa tekið mig undir sinn væng. Ég þarf reyndar helst að eiga til eintak af þeim öllum ofan í vasa svona þegar ég þarf á smá sparki að halda, mikið sem það væri nú ljúft.

screen-shot-2017-02-21-at-15-34-27

En ég stend víst og fell með sjálfri mér þó svo ég sé töluvert öruggari með þessar mér við hlið. Mig langaði bara agalega mikið til að sýna ykkur nýju vinkonur mínar haha – fyrir áhugasama þá eru fleiri upplýsingar að finna hér. Áfram gakk!

svartahvitu-snapp2-1

ENN EITT MEISTARAVERK JAMIE HAYON

Hönnun

Ég á mér nokkra uppáhaldshönnuði en þeir eru fáir sem ég elska jafn mikið og Jamie Hayon. En þessar myndir hér af Hótel Barceló Torre de Madrid eru með því allra fallegasta sem ég hef séð úr heimi innanhússhönnunar og ég ásamt eflaust mörgum öðrum eigum eftir að leita aftur og aftur í þessar myndir fyrir innblástur. Myndirnar segja allt sem segja þarf, þvílík fegurð ♡

f7_barcelo_torre_de_madrid_hotel_jaime_hayon_yatzerp2_barcelo_torre_de_madrid_hotel_jaime_hayon_yatzers6_barcelo_torre_de_madrid_hotel_jaime_hayon_yatzer  f3_barcelo_torre_de_madrid_hotel_jaime_hayon_yatzer f4_barcelo_torre_de_madrid_hotel_jaime_hayon_yatzer    f8_barcelo_torre_de_madrid_hotel_jaime_hayon_yatzer f9_barcelo_torre_de_madrid_hotel_jaime_hayon_yatzer   s1_barcelo_torre_de_madrid_hotel_jaime_hayon_yatzer  s4_barcelo_torre_de_madrid_hotel_jaime_hayon_yatzer s5_barcelo_torre_de_madrid_hotel_jaime_hayon_yatzer  s8_barcelo_torre_de_madrid_hotel_jaime_hayon_yatzer f1_barcelo_torre_de_madrid_hotel_jaime_hayon_yatzerp1_barcelo_torre_de_madrid_hotel_jaime_hayon_yatzerf6_barcelo_torre_de_madrid_hotel_jaime_hayon_yatzer

Myndir : KlunderBie via Yatzer

Hótelið er að sjálfsögðu uppfullt af hönnun Jamie Hayon og þar má meðal annars nefna húsgögn og smáhluti sem hönnuð voru fyrir Fritz Hansen og ófáa skúlptúra eftir meistarann sjálfann. Mig dreymir að sjálfsögðu um að eignast einn daginn hönnun eftir minn uppáhalds hönnuð og eru Showtime vasarnir þar efst á lista – þvílíkur draumur sem það væri.

Fyrir áhugasama þá má finna fleiri myndir ásamt grein um þetta glæsilega hótel hjá Yatzer. 

svartahvitu-snapp2-1

BÓHEM & BJÚTÍFÚL

Heimili

Rómantískt veggfóður, dökkur viður og bóhem fílingur er eitthvað sem ég skrifa ekki oft um, en almáttugur hvað þessi íbúð er falleg. Héðan má fá margar hugmyndir af fallegum myndaveggjum enda nóg af þeim á aðeins 58 fermetrum, takið eftir hvernig myndirnar eru einnig hengdar upp á ólíklegustu staði – fyrir ofan hurðarop, og á litlum bita sem staðsettur er fyrir ofan ísskápinn í eldhúsinu – hrikalega flott! Það eru líklega margir sem hefðu kosið ljósara gólfefni en mikið fer það vel við dökku húsgögnin og allt þarna inni passar svo fullkomnlega saman.

 12-paris-styling-700x1049

  24-paris-styling-700x46720-paris-styling-700x467

Takið hér eftir flottu loftljósunum í eldhúsinu, þessi einföldu! Þarna sést einnig hversu vel það kemur út að hengja upp myndir á ólíklegum stöðum.

   28-paris-styling-700x46709-paris-styling-700x104913-paris-styling-700x1049

  27-paris-styling-700x1049

Ég get alveg gleymt mér að horfa á þessa myndaveggi, og marokkósku flísarnar setja punktinn yfir i-ið.

07-paris-styling-700x104915-paris-styling-700x467

Dökk og stór viðarhúsgögn hafa ekki verið of áberandi undanfarið, en sjáið hvað svona klassísk húsgögn njóta sín vel í réttu umhverfi. Hringlaga spegillinn léttir örlítið á ásamt látlausri skreytingu ofan á skenknum.

16-paris-styling-700x467

– Bara passa að festa rammana vel ef það á að hengja upp fyrir ofan rúm! EOS ljósið er síðan alltaf jafn fallegt og er mögulega eitt vinsælasta svefnherbergja ljósið um þessar mundir:)

23-paris-styling-700x104904-paris-styling-700x104903-paris-styling-700x467

Myndir: Alice Johansson Stílisering: Pernilla Algede fyrir Alvhem

Það fallegasta sem ég hef séð í langan tíma ♡

// P.s. ég kíkti í dag í heimsókn á Snapchat á vinnustofuna hjá hönnuðinum Steinunni Völu – Hring eftir hring. Ef þið hafið áhuga þá er ykkur velkomið að fylgjast með þar.

svartahvitu-snapp2-1

LITUR ÁRSINS HJÁ IITTALA : ULTRAMARINE

HönnunKlassík

Í ár fór Iittala ekki öruggu leiðina og valdi tískulit sem lit ársins heldur þennan klassíska og fallega Ultramarine bláa lit sem er jafnframt táknrænn fyrir Finnland sem í ár fagnar 100 ára sjálfstæði sínu. Finnland er land þúsund vatna og er það ein ástæða þess að Iittala valdi Ultramarine bláan sem lit ársins 2017. Að sjálfsögðu má finna klassíska Aalto vasann í Ultramarine litnum ásamt Kartio glösum, Kastehelmi, Kivi og Maribowl skálina frægu. Teema stellið klassíska verður einnig hægt að fá í ár í sérstakri Ultramarine útgáfu sem er dökkblá með örlitlum doppum sem gerir það mjög skemmtilegt og líflegt. Ég hef lengi verið hrifin af Teema stellinu sem hannað er af meistaranum Kaj Franck og ég fengi líklega aldrei nóg af því! Kíkjum á þessa fegurð:)

iit_table_reset_ii_shop_5

Lagt á borð með Iittala // Ég er mjög hrifin af svona mixuðu stelli og finnst blái liturinn njóta sín einstaklega vel á þessu líflega dekkaða borði. Þarna sjáið þið ef þið horfið vel doppóttu Teema diskana ásamt bláu Ultramarine Kastehelmi diskunum. Þessi mynd er svo sumarleg og fersk – hrikalega flott!

941748

Ultramarine liturinn fer mjög vel við ljósbláa Teema línuna, – þarna sést einnig fugl ársins hjá Iittala sem er sá eini sem gerður hefur verið með vængina úti. Ég fæ seint leið á því að ræða þessa fugla enda sitja þeir ofarlega á óskalistanum mínum. Hér að neðan má svo sjá Ultramarine fuglinn sjálfann sem gerður var í tilefni 100 ára sjálfstæðis Finna.

941749

iittala_teema_dotted_blue_scandia_2016_2

Enn meira doppótt Teema – ahhh pretty. Til að sjá Ultramarine línuna í heild sinni þá getið þið smellt hér.

iit_table_reset_ii_shop_6

Ég ræð ekki við mig – ein bleik fær að fylgja haha. Rakst í þessa fegurð á vafri mínu á heimasíðu Iittala og ég bráðnaði smá, mínir uppáhaldslitir ♡ Ég ætlaði svo sannarlega að vera búin að færa ykkur fréttirnar af Ultramarine fyrir nokkru síðan, ég var þó búin að sýna á snappinu mínu smávegis í janúar og þá rennur það stundum saman við hvað mér finnst ég vera búin að skrifa um á blogginu mínu:)

svartahvitu-snapp2-1