fbpx

JÓLATRENDIÐ? SLAUFUR

HugmyndirJól

Það gerist varla klassískara en rauð slaufa um jólin en um þessi jól erum við að sjá slaufur af öllum stærðum og gerðum skreyta bæði jólatréð og kransa, kertastjaka og glös, hárið og spariskóna og að ógleymdum pökkunum sjálfum. Ég er að ELSKA þessa ást á slaufum sem sjá má út um allt í dag ♡

Myndir : Pinterest

Og hér aðventustjakinn hjá bestu Andreu – með slaufum ♡

Og hér var minn í ár – líka slaufur en blómin tóku smá yfir…:) Kertastjakinn er Nappula frá Iittala.

AÐVENTUSTJAKINN MINN Í ÁR – NAPPULA RJÓMABOMBA

HönnunJól

Ég elska að sjá hversu ótrúlega ólíkir aðventustjakar geta verið, sumir láta duga að skipta bara yfir í rauð kerti, aðrir bæta við nokkrum grænum greinum og könglum og svo erum það við þessi skreytingaróðu sem kunna okkur illa hóf sem breytum klassískum og einföldum kertastjaka yfir í rjómabombu á nokkrum mínútum. More is more – less is a bore var mottóið mitt í ár en ætli kertastjakinn í ár endurspegli ekki dálítið hugarfarið mitt þessar vikurnar, að gera bara það sem ég elska alveg sama hvað öðrum finnst ♡ Lífið á að vera litríkt og skemmtilegt, og stundum brýst það fram í aðventukertastjakanum ….

Ég skellti mínum í smá rjómabombubað og umlukti hann silkiblómum sem ég átti til (smellti þeim af stönglinum tímabundið), og batt svo bleika silkiborða á hvern stjaka. Kertastjakinn minn er Nappula frá Iittala. – Fæst m.a. í ibúðinni, Epal og Kúnígúnd.

Takk fyrir lesturinn ♡

LITUR ÁRSINS 2024 – PEACH FUZZ

FréttirFyrir heimilið

Á hverju ári í byrjun desember gefur alþjóðlega litakerfið Pantone út sinn litaspádóm hver litur ársins er og fyrir árið 2024 varð fyrir valinu Peach Fuzz eða Pantone litur no. 13-1023. Hér að neðan sjáið þið hvernig síðustu ár hafa litið út samkvæmt Pantone en það má segja að spádómurinn þeirra hitti nú ekkert alltaf beint í mark. Peach Fuzz liturinn er þó mjög fallegur að mínu mati og verður áhugavert að fylgjast með hvort þessi litaspádómur eigi eftir að hafa áhrif á okkur?

Er Pantone ennþá með puttann á púlsinum þegar kemur að litaspádómum, og er “bleika” trendið bara rétt að byrja?

 

 

Via Pantone

MYNDLIST Á HEIMILUM – NÝ & GORDJÖSS BÓK FYRIR FAGURKERA

Íslensk heimiliListMæli með

Ég eignaðist mitt eintak af bókinni „Myndlist á heimilum“ á dögunum og hef ég flett bókinni aftur og aftur og dáðst af fallegri list og spennandi heimilum sem þar má sjá. Alveg fullkomin sófaborðsbók að mínu mati og á án efa eftir að leynast í mörgum jólapökkum í ár.

Bókin „Myndlist á heimilum“ sýnir yfir 450 myndlistarverk á 21 heimili á Íslandi. Bókin sem er í stóru broti inniheldur ljósmyndir af listaverkum sem hafa endað á heimilum safnara, listamanna og áhugafólks um myndlist. Hún er hluti af seríu fyrri bóka sem Gunnar Sverrisson og Halla Bára Gestsdóttir hafa gefið út og byggja á hugmyndinni um heimilið og þeirri persónulegu sköpun sem þar fer fram þegar fólk setur saman umhverfi sitt. Í þessari bók er sjónum beint að heimilinu og myndlistinni og hversu sterk áhrif hún hefur í því að segja sögu fólksins sem þar býr. Í starfi Olgu Lilju Ólafsdóttur og Sigurðar Atla Sigurðssonar hjá Y gallery, hafa þau orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast mörgu af þessu fólki og tengja það við myndlistarmenn, en þannig uppgötvuðu þau mörg þeirra einkasafna sem birtast í bókinni.

Svo falleg bók sem ég mæli með að kynna ykkur ♡

 

Myndir: Gunnar Sverrisson

LJÓSADAGAR HJÁ DIMM FYRIR LJÓSIÐ

Jól
Alla helgina og komandi viku munu 30% af allri sölu á jólastjörnunum hjá Dimm renna til Ljóssins.  Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess og lýsir upp dimmasta skammdegið í lífi margra. Tilvalið að næla sér í fallegt jólaljós og styrkja um leið fallegt málefni.

UPPÁHALDS JÓLAMARKAÐUR – BJARNI SIGURÐSSON KERAMÍKER

Íslensk hönnunMæli með

Árlegi og dásamlegi jólamarkaður Bjarna Viðars Sigurðssonar keramíkers hófst í gær og stendur yfir helgina. Ég mæli svo hjartanlega með því að kíkja í heimsókn til hans á vinnustofuna sem staðsett er á Hrauntungu 20, í Hafnarfirði. Þar stendur Bjarni vaktina ásamt vinkonum sínum og boðið er uppá ljúfa stemmingu með jólaglöggi, jólahappdrætti og girnilegum veitingum að ógleymdu gordjöss keramíki.

Ég kom við hjá þeim í gær og tók nokkrar myndir til að deila með ykkur – en þið verðið hreinlega að fá litadýrðina og jólastemminguna beint í æð og kíkja við. Ég elska að heimsækja vinnustofur listamanna og hönnuða og fá að kynnast oft fólkinu á bakvið hlutina, Bjarni er jafn dásamlegur og keramíkið sem hann býr til – það eitt er víst ♡

Opnunartíminn er 10-18 föstudag, laugardag og sunnudag. 

RAKEL & ANDRI TÓKU BAÐHERBERGIÐ Í GEGN! FYRIR & EFTIR MYNDIR

Baðherbergi

Ein af mínum uppáhalds vinkonum og ein mesta smekkkona sem ég þekki er Rakel mín sem þið kannist kannski einhver við frá upphafi bloggsins eða hafið jafnvel séð á Instagram þar sem hún deilir stundum myndum frá sínu fallega heimili … eða kannski séð myndir frá mér þegar ég kíki í heimsókn og stelst að smella af myndum ♡ Hún býr ásamt Andra sínum og þremur börnum þeirra í Hafnarfirðinum þar sem þau hafa verið að gera upp heimilið sitt síðastliðin ár. Þau hafa tekið framkvæmdirnar í skrefum og núna er loksins kominn tími til að sýna ykkur fyrir & eftir myndir af baðherberginu þeirra sem er hið glæsilegasta!

En byrjum á að skoða myndir af baðherberginu fyrir framkvæmdir sem eru dálítið skemmtilegar! 

Rakel var ekki aaalveg nógu heilluð af bláa litnum á klósettinu og baðinu sem setti heldur betur mikinn svip á baðherbergið. 

Segðu okkur aðeins frá framkvæmdunum? Það eru nú komin tvö ár síðan við kláruðum þessar framkvæmdir en við tókum í gegn aðal baðherbergið í húsinu sem var upprunalegt frá árinu 1983. Það var afar skrautlegt með bláu klósetti, vaski og baðkari og vakti mikla lukku hjá fólki.

Fenguð þið fagfólk í verkið eða gerðuð þið mikið sjálf? Við fengum fagfólk í alla uppbyggingu. Þetta er annað baðherbergið í húsinu sem við tökum í gegn og af fyrri reynslu vildum við fá eitt fyrirtæki sem sæi um allt frá a-ö í verkið í stað þess að vera að tengja saman marga iðnaðarmenn. Við fengum Handverk ehf. í verkið og getum heilshugar mælt með þeim.

Og þá er komið að nýja og stóóóórglæsilega baðherberginu! *trommusláttur

….. 

Hver hannaði baðherbergið? Dóra Björk hjá Dvelja hönnunarhús teiknaði það upp.

Hvaðan eru innréttingarnar, flísar og tæki? Innréttingin er frá Svansverk, flísarnar frá Harðviðarvali, blöndunartækin frá Lusso og borðplatan og vaskurinn frá Granítsmiðjunni. Spegillinn og sturtuglerið er frá Íspan. Ljósin eru frá Lýsingu og hönnun og Lúmex.

Þegar þú lítur til baka, er eitthvað sem þið hefðuð viljað gera öðruvísi? Nei ég hugsa ekki, enda var ég búin að hugsa þessar framkvæmdir í 100 hringi, láta teikna upp allar mögulegar útfærslur og skoða allar verslanir bæjarins. Þetta baðherbergi er óvanalegt í laginu því það er svo kassalaga svo hugmyndir sem ég var kannski með í upphafi gengu ekki upp. En við erum hæstánægð með útkomuna.

VÁ VÁ VÁ 

Ég elska þessar myndir og hvað baðherbergið er ótrúlega vel heppnað og glæsilegt. Mig dreymir sjálfri um að gera upp okkar baðherbergi og þessi sérsmíðaði vaskur frá Granítsmiðjunni er kominn beina leið á minn óskalista.

Ég mæli svo með að fylgjast áfram með þar sem næst munum við fá að sjá fyrir og eftir myndir frá Rakel og Andra af eldhúsinu þeirra sem er algjör draumur í dós!

Fyrir áhugasama þá er einnig hægt að fylgjast með Rakel á Instagram @rakelrunars

NÝTT & FALLEGT FRÁ IITTALA – DRAUMAVASI OG GULLFALLEGIR KERTASTJAKAR

Hönnuniittala

Iittala kynnti svo fallegar nýjungar fyrr í vetur sem ég er alveg bálskotin í, en þá er ég að tala um Ultima Thule blómavasa sem innblásinn er af klassískri hönnun Tapio Wirkkala og einni vinsælustu vörulínu Iittala, Ultima Thule sem við öll könnumst líklega við. Blómavasinn kemur í tveimur stærðum og fæst sá minni einnig í leirútgáfu. Ultima Thule vörulínan hefur verið í mörg ár í miklu uppáhaldi hjá mér og er blómavasinn nýjasta viðbótin í safnið mitt og ég elska hvað vasinn getur líka staðið einn og sér til skrauts og verið alveg jafn fallegur með engum blómum í.

Önnur nýjung sem ég er svona heilluð af eru brass kertastjakarnir sem bættust við Aalto vörulínuna og stela þeir auðveldlega athyglinni í hvaða uppstillingu sem er þar sem gyllt og glansandi áferðin grípur svo augað. Algjörlega gullfallegir og gordjöss.

    

Ég er svo heilluð af þessu jólamyndbandi frá Iittala, Merry Mode sem ég vil endilega deila líka:)

Þessar Iittala nýjungar fást meðal annars hjá ibúðinni, Epal og Kúnígúnd.

BJART & LEIKANDI LÉTT

Heimili

Doppóttur sófi við litríka mottu í stofunni er ekki algeng sjón en er hér ansi skemmtilegt svona á móti klassísku ljósgráu eldhúsinu í næsta rými. Heimili sem koma smávegis á óvart eru yfirleitt þau fallegustu að mínu mati og einnig þau þar sem erfitt er að festa fingur á hvaðan hver og einn hlutur kemur.

Björt stofan heillar mig en sjáið einnig rúmgaflinn í svefnherberginu sem er ansi skemmtilegur – og dálítið í anda nýja bólstursverkefnisins míns – kannski verður þetta næsta verkefni;)

Myndir: Innerstadsspecialisten

FALLEG ÚTIFÖT FYRIR HAUSTIÐ Í DIMM

BörnSamstarf

Ætli haustið sé ekki í uppáhaldi hjá flestum okkar, þessi yndislegi árstími og rútínan sem fylgir því að börnin mæti aftur í skólann. Ég andaði örlítið léttar eftir langt og gott sumarfrí hjá mínum börnum sem brosa núna út að eyrum að fá að mæta í skólann og ég elska að fara inn í þessa nýju árstíð sem er yfirleitt stútfull af skemmtilegum viðburðum. Vá hvað þetta er skemmtilegur tími! Það sem var efst á mínum to-do lista eftir sumarfríið var að græja útiföt á krakkana mína sem allt í einu stækkuðu uppúr nánast öllum fötum sem þau áttu! Ég kíkti við hjá DIMM og skoðaði úrvalið sem hefur aldrei áður verið jafn mikið en þar fer fremst í flokki Liewood og Garbo&Friends sem eru svo falleg og vönduð barnavörumerki. Dóttir mín hefur aldrei áður verið jafn vel græjuð fyrir haustið með fallega blómamynstraðann pollagalla og krúttlegustu úlpu sem ég hef séð til að nefna fátt. Það kom mér einnig skemmtileg á óvart að ég fann einnig ýmislegt á strákinn minn sem er að verða 9 ára, ein hrikalega smart skærblá húfa og úlpa sem bæði hittu í mark ♡

Sjáið þessar fallegu myndir frá Liewood sem sýna þó aðeins brot af úrvalinu. Svo fallegir hlýjir og léttir flís og thermojakkar í mörgum litum og sumum þeirra hægt að snúa á báða vegu, húfur og úlpur með hrikalega sætum bangsaeyrum ásamt regnfötum og fleiru. Ég valdi á Birtu mína dúnmjúka dúnúlpu með bangsaeyrum og svo æðislegan léttan thermo jakka sem ég hef lengi haft augun á og er svo tilvalinn fyrir haustið. Bæði til í svo fallegum litum á bæði stelpur og stráka – smelltu hér til að skoða úrvalið.

Ég elska þegar útifötin sem ég vel á börnin mín eru falleg … en fyrst og fremst að þau séu úr gæðum og endast og eru hönnuð með börnin í huga, til dæmis má nefna að í fóðruðu pollagöllunum frá Garbo&Friends eru vasarnir ekki með fóðri því börn elska jú að setja í þá steina og köngla og annað náttúrudót. Einnig er kostur að kanturinn á rennilásnum er með fóðri yfir en ég man eftir að þetta atriði hefur mjög oft truflað Bjart minn síðastliðin ár að hafa rennilásinn uppvið hálsinn eða munninn eins og mörg útiföt eru og með engu fóðri yfir. Þessir litlu hlutir sem tikka í öll box þegar kemur að þægindum fyrir barnið.

Pollagallarnir frá Garbo&Friends voru síðan í svo hrikalega flottum mynstrum og eru fóðraðir með einstaklega mjúku flísefni sem einangrar vel í íslenska veðrinu. “Endurskin á jakka og buxum sem er ekki alltaf á pollafötum og  fullkomið fyrir íslenskar aðstæður. Allir saumar eru límdir og vatnsheldir og efnin laus við öll skaðleg efni.” Smelltu hér til að skoða betur.

Þessi blái litur er svo fallegur og valdi ég blómamynstrið á dóttur mína sem sló í gegn og með pollalúffur í stíl. Ullarhúfurnar frá Garbo&Friends voru svo smart og eru til í stærðum upp í 10 ára! Og svo var sá möguleiki að sérpanta dúnúlpu í stærri stærðum en þær sem voru til frá Liewood ♡

Núna er tíminn til að skoða öll fallegu útifötin fyrir haustið og ég mæli mjög mikið með að kíkja við á úrvalið hjá stelpunum í Dimm ♡