fbpx

HAUSTINNLIT & ÁRSTÍÐARSKIPTI

Heimili

Það getur verið notalegt að gera litlar breytingar á heimilinu við hver árstíðarskipti sem veita okkur bæði vellíðan og einfaldlega til að taka á móti nýrri árstíð, núna haustinu. Bjartir litir eiga alltaf við að mínu mati en þó kjósa margir að hvíla þá örlítið fram yfir veturinn og dempa smá litapallettu heimilisins. Núna eru einmitt margir að detta í nýja rútínu með skóla og vinnu og því getur verið gott að færa smá ró yfir heimilið og þá hafa litir og val á textíl mikið að segja. Ljósir pastellitir og jarðlitir geta verið gott val fyrir haustið og það þarf enginn að gera meiriháttar breytingu, einfaldast er að skipta um lit á t.d. handklæðum, rúmfötum, skipta út skrautpúðum í stofunni, og bæta við notalegu teppi á sófann og rúmið og kaupa nýtt og gott ilmkerti mmmm.

Byrjun haustsins er líka tíminn til að mála “þennan vegg” sem þig hefur lengi langað til eða herbergið, því breytingar eru af hinu góða og það getur virkað hvetjandi að fríska upp á umhverfið sem við eyðum hvað mestum tíma í – sem er jú heimilið.

Núna langar mig til að sýna ykkur fallegt heimili í mjög dempaðri litapallettu þar sem ljósir litir ráða ríkjum og allt er svo notalegt. Sjáið hvað góð notkun á textíl hefur mikið að segja fyrir hlýleikann, en það eru ekki bara mottan á gólfið og værðarvoð á sófann heldur líka litlu hlutirnir, blóm og greinar í vasa, bækur uppivið til að leita innblásturs í, ilmkerti á baðherbergið fyrir ljúfan ilm og fallegar myndir á veggina sem setja punktinn yfir i-ið og skapa fallega og notalega heild.

Á næstu dögum kem ég til með að fjalla betur um einföld ráð fyrir heimilið ♡

Takk fyrir lesturinn

Fylgstu endilega með einnig á Instagram @svana.svartahvitu 

MÍN MEÐMÆLI FRÁ ÚTSÖLUNNI Í EPAL

HönnunSamstarf

Ég kíkti við á útsöluna í Epal Skeifunni sem hófst í dag og stendur fram á laugardag og í samstarfi við verslunina tók ég saman mínar uppáhalds vörur sem nú eru á góðum afslætti. Allskyns falleg hönnun á góðu verði, barnavörur, ljós, húsgögn og margt fleira sem heillar augað. Ég er með augun á gylltum Panthella lampa frá Louis Poulsen sem nú er á 25% afslætti og svo var allskyns fallegt í barnahorninu sem sniðugt væri að lauma í jólagjafir handa litlu krílunum og svo margt margt fleira!

Við eigum svona stuðkant-krókódíl frá Sebra í barnarúminu hjá dóttur minni og hann hefur nýst mjög vel. Hann var á 50% afslætti. Það var margt fallegt frá Sebra, rúmföt, stuðkantar, hringlur, kubbar, mjúkdýr, matarsett og fleira allt á 50% afslætti.

Klassískur kökudiskur frá Kähler úr Hammershøi vörulínunni var á 50% afslætti.

Það voru nokkrar afmælis-Sjöur á gylltum fótum, svo ótrúlega fallegar og hættar í framleiðslu. Nú á 25% afslætti.

Vegg eða gólfmotta frá Ferm Living, voru til ísbirnir og hlébarðar á 50% afslætti.

Fjólubláir og bleikir hitabrúsar frá Hay á 50% afslætti, tilvalið undir booztið:)

Borstofuborð Mingle í dökkri eik frá Ferm Living var á 50% afslætti.

Hay Bottoms up vasarnir eru skemmtilegir, nú á 50% afslætti.

Þessi vara er snilld! Ullarkúlur frá Humdakin í þurrkarann sem styttir þurrkunartímann og sléttir úr fötunum! Núna á 50% afslætti.

Panthella mini lampar voru á 25% afslætti í litnum hvítu, appelsínugulu og bleiku.

Pov veggkertastjakarnir frá Menu eru alltaf vinsælir og voru á 50% afslætti í ýmsum stærðum!

Panthella 320 í brass var á 25% afslætti, algjör draumur þessi lampi!

Þessi vara er smá skemmtileg, perlað símahulstur frá Hay sem var í nokkrum litum. T.d. gjafahugmynd fyrir unglinga? Núna á 50% afslætti.

Stafabollar frá Design Letters með loki og haldfangi var á 50% afslætti.

Fyrir ykkur sem eruð í húsgagnaleit þá var m.a. hvítur og geggjaður Quilton sófi frá Hay á 30% afslætti.

Skagerak er klassískt merki og þessi fataslá frá þeim er á 50% afslætti.

Allskyns rúmföt frá Hay voru með 50% afslætti meðal annars þessi Duo þar sem þú blandar saman litum að eigin vali.

Barnavörumerkið Pine Cone er heillandi og allskyns fínerí frá því var á 50% afslætti, meðal annars jarðaberjahringlur og spiladósir, stuðkantar og skiptitöskur.

Draumaútibekkurinn – Pallisade frá Hay var á 25% afslætti ásamt ýmsum fleiri húsgögnum úr línunni.

Enn ein snilldarvaran frá uppáhalds Humdakin, ég á þessa bók og get mælt með. Allskyns þrifar og skipulagsráð:) Var á 50% afslætti.

Þetta er smá brot af úrvalinu til að gefa ykkur góðar hugmyndir. Fyrir áhugasama þá er útsalan frá 7. – 10. september í Epal Skeifunni.

Takk fyrir lesturinn!

FALLEGT ÍSLENSKT HEIMILI : MÝRARGATA

Íslensk heimili

Hvað er skemmtilegra en að skoða myndir af fallegum íslenskum heimilum? Hér er á ferð smekkleg og björt íbúð á Mýrargötu sem nú er til sölu fyrir áhugasama. Íbúðin er skemmtilega skipulögð og opið eldhúsið og stofan þar sem birtan bókstaflega flæðir inn heillar mig. Í eldhúsinu má sjá vandlega valda eldhúsmuni njóta sín í opnum hillum en hér býr án efa einhver sem hefur gaman af eldamennsku myndi ég giska:) Í stofunni er ekki mikið um veggpláss og þetta frístandandi sjónvarp er því frábær lausn til að eyða ekki veggplássi og til að geta fært það til eftir því hvar sólin skýn inn. Í stað þess fær svo þessi fallegi listaverkaveggur að njóta sín vel. Smelltu hér til að sjá frekari upplýsingar um íbúðina.

Ljósmyndir : Fasteignaljósmyndun.is

Ég elska þennan hangandi stól og hvað hann fær að njóta sín vel.

Svefnherbergið er notalegt með fallegu litavali á veggnum.

Ljósmyndir : Fasteignaljósmyndun.is

LITLU HLUTIRNIR

Persónulegt

Ég elska að geta unnið heiman frá mér í ró og næði og í dag var það sérstaklega notalegt. Eftir langt sumarfrí hjá krökkunum þar sem ég vann oft verkefnin mín á kvöldin eru skólarnir byrjaðir. Bjartur fór í 3. bekk og Birta byrjaði í leikskóla. Ekki misskilja mig, ég elska að hafa börnin heima alla daga og í fullkomnum heimi væri það þannig hjá mér. En það er líka gott að ná að afkasta mörgum verkefnum, skipuleggja sig og sinna hugmyndavinnu. Í dag var fyrsti þannig dagurinn minn síðan í vor og ég get ekki sagt annað en að ég sé spennt fyrir haustinu.

“Litlu hlutirnir” í dag var að fá að sitja alein heima og borða brauð (flatköku;) með súkkulaði og með nýjan blómvönd í vasa ahhh. Ég er líka svo glöð að hafa náð að klára sumarið sykurlaus – fyrir utan nokkur pulsubrauð í grillveislum sumarsins haha þá tókst mér að vera 99,9% sykurlaus og þá er ekkert annað í stöðunni en að segja áfram gakk inn í haustið!

Skemmtileg tilviljun að Elísabet mín var einmitt í svipuðum hugleiðingum og ég:) “Að sjá fegurðina í litlu hlutunum”

Eigum við annars að ræða þennan villta blómvönd?

Ég er líklega á krukku númer 20 með súkkulaðismyrjunni frá Good Good – ef þú hefur ekki smakkað þá mæli ég með. Það gleður mig líka virkilega að segja frá því að ég verð í smá samstarfi við Good Good í haust og hlakka til að prófa mig enn meira áfram með vörurnar frá þeim ♡

Ég vona að þið hafið átt góðan dag, takk enn og aftur fyrir lesturinn.

MÚMÍN TIL STYRKTAR RAUÐA KROSSINUM – MOMENTS OF KINDNESS

FréttirHönnun

Nýja Múmín vörulínan sem kemur út í dag er með svo fallegum boðskap og minnir okkur á hve lítil góðverk hafa mikil áhrif. “Við viljum gjarnan hvetja fólk til að sýna öðrum góðvild og þannig lífga uppá dag náungans. Ég held að við getum öll sammælst um að í augnablikinu þarf heimurinn á meiri góðvild, vináttu og samveru að halda en nokkru sinni fyrr. Múmínfjölskyldan sýnir okkur öllum gott fordæmi með samkennd og tillitssemi sinni.”

Moments of Kindness – litlar gjörðir, mikil áhrif

Í samstarfi við Rauða krossinn hefur Arabia sett á markað nýja Múmín vörulínu sem er ætlað að minna okkur á að lítil góðverk geta oft haft mikil áhrif. Vörulínan er skreytt teikningum sem Tove Jansson gerði fyrir Rauða krossinn í Finnlandi árið 1963.  Vörulínan inniheldur tvo bolla, disk og skál, en fyrir hvern seldan hlut hér á landi fer 1 Evra til góðgerðarstarfs Rauða krossins á Íslandi. 

Ákveðið hefur verið að sú upphæð sem safnast hér á landi verði nýtt til að styrkja vinaverkefni Rauða krossins, sem snýst meðal annars um að sýna náunganum góðvild. Vinir eru sjálfboðaliðar Rauða krossins sem heimsækja fólk á heimili þess, stofnanir, sambýli, dvalar- og hjúkrunarheimili. Misjafnt er hvað felst í heimsókn en það getur til dæmis verið spjall yfir góðum kaffibolla, gönguferð, ökuferð, upplestur, aðstoð við handavinnu og svo framvegis. Reynt er að mæta þörfum og óskum gestgjafa eins og kostur er, en hlutverk heimsóknavina er fyrst og fremst að veita félagsskap, nærveru og hlýju.

Moments of Kindness – litlar gjörðir, mikil áhrif

Í tilefni samstarfs Arabia og Rauða krossins er fólk um allan heim hvatt til að sýna hverju öðru góðvild með litlum góðverkum sem geta mögulega haft mikil áhrif. Þetta gæti t.d. verið að bjóðast til að halda á innkaupapokum fyrir ókunnugan, skrifa fallega orðsendingu til samstarfsmanns, senda póstkort til ættingja eða jafnvel kaupa blóm fyrir ástvin. Eins væri einfaldlega hægt að styðja við starfsemi Rauða krossins.

“Við viljum gjarnan hvetja fólk til að sýna öðrum góðvild og þannig lífga uppá dag náungans. Ég held að við getum öll sammælst um að í augnablikinu þarf heimurinn á meiri góðvild, vináttu og samveru að halda en nokkru sinni fyrr. Múmínfjölskyldan sýnir okkur öllum gott fordæmi með samkennd og tillitssemi sinni.” segir Mirka Paasikangas, alþjóðlegur almannatengsla- og samskiptastjóri hjá Arabia.

Vörurnar fara í sölu á Íslandi í dag, mánudaginn 29. ágúst og verða í boði út árið eða á meðan birgðir endast.

NÝTT GORDJÖSS BARNAVÖRUMERKI // THAT’S MINE

BarnaherbergiBörnSamstarf

Það er langt síðan ég féll jafn kylliflöt fyrir nýju barnavörumerki en That’s Mine eða ég áedda í “góðri þýðingu”, er eitt fallegasta barnavörumerki sem ég hef lengi séð. Mjúkir og mildir jarðlitir og krúttlegar myndskreytingar með risaeðlum og blómum einkenna þetta danska merki sem býður upp á úrval af sætum fötum, leikföngum og allskyns punti fyrir barnaherbergið. Það eru nokkrir hlutir þarna sem ég er mjög spennt fyrir og ég hlakka til að kynna mér vörurnar þeirra betur á næstunni.

Þarna má einnig finna nokkra klassíska hluti sem margir foreldrar með ung börn hafa kannski verið í leit af – nema ekki í gulur/rauður/grænn litasamsetningunni (ég veit hvað þið eruð sum að hugsa haha) en stundum hreinlega eru ofur litríkar barnavörur ekki alltaf efst á óskalistanum, heldur eitthvað í mildum litum sem fellur dálítið inn í umhverfið helst. T.d. skemmtileg leikgöng skreytt blómum, sem mun án efa vera með fyrstu vörunum sem ég ætla að skoða betur þar sem bæði börnin mín elska allt sem hægt er að skríða í gegnum og leika með frjálst í opnum leik.

Sjáið hvað þetta er sætt

Þessar tvær vörur hér að neðan eru efst á óskalistanum fyrir dóttur mína, ótrúlega fallegur regnboga vegglímmiði og leikgöng í ljósum lit sem myndi ekki trufla þó það væri uppi í lengri tíma í stofunni hjá mér. Þarna er einnig margt sem ég hefði elskað að eiga með nýfædda dóttur mína, en mun núna heldur grípa í þær þegar kemur að gjöfum fyrir lítil kríli og nýbakaðar mömmur.

Það var Nine Kids sem var að taka inn þetta dásamlega fallega vörumerki, That’s Mine ♡

Takk fyrir lesturinn,

SÆNSKT SVEITASETUR SEM SEGIR VÁ!

Heimili

Mig dreymir um að lengja aðeins sumarið og gista helst í fallegu uppgerðu sveitasetri í sænskri sveit? Er það nokkuð til of mikils ætlast … Það væri þó alls ekki leiðinlegt verkefni að fá að gera upp gamalt sveitasetur og hér má sjá eitt slíkt vel heppnað, en þangað til þá læt ég litla sæta fjölskyldubústaðinn duga ♡

Þetta dásamlega fallega heimili er þó staðsett í sænskri sveit og hefur verið gert upp en gamli andinn fær þó enn að njóta sín, þó svo að bitar í loftinu hafi verið málaðir og gólfið flotað. Flísalagðir veggir í stofunni og á borðstofugólfinu eru mjög töff og gefa heimilinu nútímalegan blæ, ásamt því að smekklegir hlutir skreyta hvern krók og kima.

Kíkjum í heimsókn –

Myndir frá Wrede fasteignasölu

Takk fyrir lesturinn!

SNILLDAR HUGMYND : SJARMERANDI GLUGGI Í MILLIVEGG

HeimiliHugmyndirSvefnherbergi

Hver elskar ekki góðar og fallegar lausnir fyrir heimilið? Hér smá sjá hvernig lítil stúdíó íbúð er látin virðast vera stærri með því að setja glugga í millivegginn sem aðskilur svefnherbergið og ganginn og íbúðin verður mikið bjartari fyrir vikið. Frekar einföld hugmynd og sjáið hvað það er sjarmerandi hvernig mjóir listar eru límdir á gluggana og mynda 9 gluggapósta í gamaldags stíl.

Sjáum svo restina af heimilinu…

Myndir : Alvhem 

Dásamlega fallegt heimili og alltaf gaman að sjá skapandi lausnir hvernig hægt er að útbúa sér einstakt heimili sama hvort það er lítið eða stórt.

BEAUTY: NOKKRAR UPPÁHALDS SNYRTIVÖRUR ÞESSA STUNDINA

BeautyMæli með

Mig hefur lengi langað til þess að víkka aðeins út umfjöllunarefnið hér á Svart á hvítu þar sem áhugasvið mitt nær svo mikið lengra en bara heimili og hönnun♡ Ég hef mikinn áhuga á förðun og fyrir örfáum árum ákvað ég að kanna þetta áhugamál aðeins betur og fór og lærði förðunarfræði hjá minni uppáhalds Hörpu Kára. Vá hvað það var skemmtilegt og ég get heilshugar mælt með, jafnvel bara helgarnámskeið ef þú vilt ná betri tökum á því að farða þig sjálfa/n.

Þrátt fyrir áhuga minn á snyrtivörum er ég þó oft dálítið vanaföst kona, svo ef ég dett inn á eitthvað sem mér líkar vel við þá er ég líkleg til þess að versla sömu vöruna aftur og aftur. Það voru því t.d. sorgarfréttir þegar eitt af mínum uppáhalds snyrtivörumerkjum, Becca hætti og ég fór þá og byrgði mig upp af nokkrum eintökum af þeirra bestu vöru – Under Eye Brightening Corrector. Núna hinsvegar er sem betur fer hægt að nálgast þessa snilldarvöru undir merkjum Smashbox sem eru svo miklar gleðifréttir ♡

Varan sem um ræðir er ljómandi krem /hyljari sem litaleiðréttir augnsvæðið og birtir til, nánast strokar út þreytu, algjör nauðsynjarvara í minni snyrtibuddu og ég hef mælt með við allar mínar vinkonur og núna fyrir ykkur! Ég á þó enn eftir að spæna upp 2 krukkur á mínum lager áður en ég kaupi undir nýju merki haha

Enn ein vara sem ég var algjörlega háð var Becca ljómaprimer (Backlight priming filter) sem ég keypti einnig til að eiga á lager eftir að fréttir bárust að Becca væri hætt. Það eru nýlegar fréttir fyrir mér að Smashbox hafi hafið framleiðslu á tveimur bestseller-um sem var 1. Ljómakremið undir augun, og 2. Ljómapúður en því miður ekki þessi uppáhalds vara mín – primerinn. Ég hef því verið að leita af arftaka hennar, eitthvað sem gefur húðinni ljóma en helst líka raka þar sem húðin mín er gjarnan þurr.

Núna hef ég verið að prófa mig áfram með Halo vörur frá Smashbox eftir að hafa heyrt góð meðmæli, annarsvegar Halo Plumping Dew + Hyaluronic Acid ( vá langt nafn ) en þetta er þunnt rakakrem sem gefur ljóma sem ég nota oftast undir Halo litað dagkrem/primer og finnst húðin vera mjög frískleg með þessum vörum sem hefur verið sérstaklega þægilegt í sumar. Ég er þó vön að nota meira þekjandi farða en þetta kombó og gríp því oft í hyljara með. Þegar ég vil vera fínni þá gríp ég þó í meiri farða:)

Önnur uppáhalds förðunarvara er The Cali Kissed Contour pallettan frá Smashbox, ég hef  2x áður keypt mér svipaða pallettu frá sama merki sem heitir The Cali Contour en þessi hér að neðan er töluvert ferskari og ég eeelska að nota þessa ljómandi liti á kinnar og á kinnbein fyrir frísklegt lúkk. Algjört æði sem ég mun versla aftur – nú þegar er einn liturinn brotinn í minni svo það styttist:)

Það er algjör tilviljun að ég endaði á að fjalla aðeins um Smashbox vörur í þessari færslu, en ég hef lengi verslað mér vörur frá þeim og varð enn spenntari fyrir vörumerkinu þegar þau hófu að framleiða Becca  – en ég á margar aðrar uppáhalds vörur sem ég hlakka til að deila með ykkur. Allt óháð merkjum!

Takk fyrir lesturinn ♡

HEIMSÓKN TIL NORMANN COPENHAGEN

Hönnun

Ég hef lengi hrifist af danska hönnunarmerkinu Normann Copenhagen og það var því mjög skemmtilegt að kíkja í heimsókn með stelpunum í höfuðstöðvarnar þeirra í hjarta Kaupmannahafnar núna nýlega. Daniel Leosson sem er dansk / íslenskur og er sölustjóri hjá Normann Cph til marga ára tók ótrúlega vel á móti okkur og kynnti merkið frá A-Ö ásamt því að dekra okkur með ljúffengum hádegismat á svölunum í bongó blíðu með dásamlegu útsýni. Höfuðstöðvarnar fluttu í þessa hliðargötu frá Strikinu í fyrra og því get ég mjög vel mælt með heimsókn hingað ef þú átt leið um þessar slóðir. Fyrir þau ykkar sem ekki þekkið Normann Copenhagen þá framleiða þau eina þekktustu íslensku hönnunina, sem eru Vaðfuglarnir hannaðir af Sigurjóni Pálssyni og fást í Epal.

/ Myndirnar tók uppáhalds Aldís Páls

Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir

Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir

Á fyrstu hæðinni var yfirstandandi sýning á fallegum listaverkum með blómaþema, en þetta rými mun vera nýtt sem lifandi sýningarrými og því alltaf eitthvað nýtt að sjá.

Heimilisfangið er Niels Hemmingsens Gade 12, og í þessari götu má einnig finna fleiri fallegar hönnunarverslanir.

Takk fyrir okkur Normann Copenhagen og Daniel –