ÓKEYPIS PLAKÖT

BarnaherbergiPlagöt

Ég var að grúska aðeins í tölvunni minni nýlega og mundi þá eftir nokkrum plakötum sem ég hafði búið til og skreytt heimilið með. Til þess að þau rykfalli ekki alveg ákvað ég að deila með ykkur link þar sem hægt er að sækja þessi plaköt frá Dropbox og prenta út. Þetta er eitthvað sem ég ætlaði mér aldrei að selja heldur aðeins til þess að hafa gaman og var bara eitthvað sem mig langaði í á sínum tíma.

Þessi tvö efri hef ég stundum verið með í barnaherberginu en þessi neðri í eldhúsinu. Matarplanið er ég með í ramma sem ég skrifa svo á með töflutúss og þurrka svo einfaldlega af.

Þið finnið Dropbox möppuna hér – það má vel vera að það séu fleiri plaköt þar inni en ég ítreka að þetta var aðeins upp á gamanið og í mínum augum jafnvel ekkert merkilegt:)

Á EFSTU HÆÐ Í HJARTA STOKKHÓLMS

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

 1. Rakel

  23. June 2017

  falleeegt :) Takk <3

 2. Helga

  24. June 2017

  Vá æði ! takk

 3. Björk

  24. June 2017

  Ekkert smá fínt… takk!

 4. Anna Bergmann

  25. June 2017

  VEI! takk fyrir elsku Svana – nú fær eldhúsið og barnaherbergið í nýju íbúðinni fallegt á veggina :*