fbpx

ÓHRÆDD VIÐ LITI & MYNSTUR

Heimili

Í þessu dásamlega veðri er varla annað hægt en að eyða öllum tíma utandyra og það átti svo sannarlega við hjá mér í dag. Ég kíkti í leiðangur að skoða útihúsgögn í dag og kom heim með borð en er þó enn í leit að fallegum garðstólum á pallinn. Þrátt fyrir að vera með hugann við útiblóm og hugguleg útisvæði þá verð ég að deila með ykkur þessu fallega danska heimili sem veitir svo mikinn innblástur.

Á þessu heimili er bannað að mála í hvítu segir Søs Juhl sem hér býr ásamt fjölskyldu, en þá verður heimilið svo kalt og ópersónulegt. Hér má sjá persónulegan stíl njóta sín, dönsk hönnun nýtur sín vel í bland við kínverska skrautmuni og list, litrík veggfóður og textíl. Útkoman er dásamleg, svo hlýlegt og persónulegt heimili með mikinn karakter.

Kíkjum í heimsókn –

 

Myndir Bolig Magasinet 

Hvernig lýst ykkur á þessa dönsku fegurð?

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

JÚNÍ ÓSKALISTINN

Skrifa Innlegg