fbpx

NÝR & SÆTUR MÚMÍNBOLLI : SLEEP WELL

HönnunSamstarf
// Færslan er unnin í samstarfi við Ásbjörn Ólafsson

Hér er á ferð enn ein nýjungin fyrir múmínsafnara landsins en það er Sleep well bollinn sem var fyrst um sinn aðeins fáanlegur í Finnlandi en er núna kominn í sölu á Íslandi. Sleep Well bollinn kom á markað haustið 2019 og er hluti af True to its origins seríunni fyrir þau ykkar sem fylgist vel með Múmínmálum.

Ég hef gaman af því að fjalla um Múmínbollana og elska að sjá hvað það eru til margir ofur-safnarar sem mega ekki missa af einum bolla sem framleiddur er. Ég vel mína bolla vandlega eftir litum og safna bara þeim sem kitla extra mikið en systir mín á þó töluvert stærra safn af bollum en ég og hefur hún selt nokkra gamla múmínbolla fyrir ágætis pening svo það virðist vera einhver peningur í þessu hjá þeim sem safna fyrir alvöru haha.

P.s. Ef þú ert alvöru múmínbolla safnari þá máttu ekki láta þig vanta í þennan facebook hóp – Múmínmarkaðurinn.

Nýlega sýndi ég ykkur sumarbollann í ár sem er þó nokkuð sumarlegri en þessi – Sleep well er aðeins meira kósý fílingur en fallegur er hann.

// Um Sleep Well bollann

” Tími breytinga er runninn upp og Múmínpabbi flytur með fjölskylduna í yfirgefinn vita á lítilli eyju. Það er myrkur úti þegar þreytta fjölskyldan kemur að landi svo að Múmínpabbi tjaldar á ströndinni þar sem þau eyða fyrstu nóttinni. Múmínmamma sofnar en Múmínpabbi vakir alla nóttina og gætir fjölskyldunnar. Einungis niðurinn frá sjónum og ljóstýran frá olíulampanum veita honum félagsskap.

Múmínmamma gleymir að sjá til þess að allt sé í lagi og skilur meira að segja veskið sitt eftir á ströndinni. Þetta er mjög ólíkt henni og því telur Múmínsnáðinn þessa ferð ekki venjulegt ævintýri heldur viðburð sem muni breyta lífi þeirra. True to its origins byggir á sögunum Moominvalley in November og Moominpappa at Sea. Sögurnar litast af þeirri sorg sem Tove Jansson upplifði eftir að hún missti móður sína.”

 

 // Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

FYRIR & EFTIR // GLÆSILEGT HEIMA HJÁ ÖNNU KRISTÍNU OG REYNARI

Skrifa Innlegg