fbpx

MÍN MEÐMÆLI FRÁ ÚTSÖLUNNI Í EPAL

HönnunSamstarf

Ég kíkti við á útsöluna í Epal Skeifunni sem hófst í dag og stendur fram á laugardag og í samstarfi við verslunina tók ég saman mínar uppáhalds vörur sem nú eru á góðum afslætti. Allskyns falleg hönnun á góðu verði, barnavörur, ljós, húsgögn og margt fleira sem heillar augað. Ég er með augun á gylltum Panthella lampa frá Louis Poulsen sem nú er á 25% afslætti og svo var allskyns fallegt í barnahorninu sem sniðugt væri að lauma í jólagjafir handa litlu krílunum og svo margt margt fleira!

Við eigum svona stuðkant-krókódíl frá Sebra í barnarúminu hjá dóttur minni og hann hefur nýst mjög vel. Hann var á 50% afslætti. Það var margt fallegt frá Sebra, rúmföt, stuðkantar, hringlur, kubbar, mjúkdýr, matarsett og fleira allt á 50% afslætti.

Klassískur kökudiskur frá Kähler úr Hammershøi vörulínunni var á 50% afslætti.

Það voru nokkrar afmælis-Sjöur á gylltum fótum, svo ótrúlega fallegar og hættar í framleiðslu. Nú á 25% afslætti.

Vegg eða gólfmotta frá Ferm Living, voru til ísbirnir og hlébarðar á 50% afslætti.

Fjólubláir og bleikir hitabrúsar frá Hay á 50% afslætti, tilvalið undir booztið:)

Borstofuborð Mingle í dökkri eik frá Ferm Living var á 50% afslætti.

Hay Bottoms up vasarnir eru skemmtilegir, nú á 50% afslætti.

Þessi vara er snilld! Ullarkúlur frá Humdakin í þurrkarann sem styttir þurrkunartímann og sléttir úr fötunum! Núna á 50% afslætti.

Panthella mini lampar voru á 25% afslætti í litnum hvítu, appelsínugulu og bleiku.

Pov veggkertastjakarnir frá Menu eru alltaf vinsælir og voru á 50% afslætti í ýmsum stærðum!

Panthella 320 í brass var á 25% afslætti, algjör draumur þessi lampi!

Þessi vara er smá skemmtileg, perlað símahulstur frá Hay sem var í nokkrum litum. T.d. gjafahugmynd fyrir unglinga? Núna á 50% afslætti.

Stafabollar frá Design Letters með loki og haldfangi var á 50% afslætti.

Fyrir ykkur sem eruð í húsgagnaleit þá var m.a. hvítur og geggjaður Quilton sófi frá Hay á 30% afslætti.

Skagerak er klassískt merki og þessi fataslá frá þeim er á 50% afslætti.

Allskyns rúmföt frá Hay voru með 50% afslætti meðal annars þessi Duo þar sem þú blandar saman litum að eigin vali.

Barnavörumerkið Pine Cone er heillandi og allskyns fínerí frá því var á 50% afslætti, meðal annars jarðaberjahringlur og spiladósir, stuðkantar og skiptitöskur.

Draumaútibekkurinn – Pallisade frá Hay var á 25% afslætti ásamt ýmsum fleiri húsgögnum úr línunni.

Enn ein snilldarvaran frá uppáhalds Humdakin, ég á þessa bók og get mælt með. Allskyns þrifar og skipulagsráð:) Var á 50% afslætti.

Þetta er smá brot af úrvalinu til að gefa ykkur góðar hugmyndir. Fyrir áhugasama þá er útsalan frá 7. – 10. september í Epal Skeifunni.

Takk fyrir lesturinn!

FALLEGT ÍSLENSKT HEIMILI : MÝRARGATA

Skrifa Innlegg