fbpx

UPPÁHALDS HLUTIRNIR MÍNIR ÚR PENNANUM

HönnunSamstarf

Hið árlega konukvöld í Pennanum verður haldið með pompi og prakt í dag á milli kl. 17 – 20 og verður þar í boði skemmtileg dagskrá, ljúffengar veitingar, vörukynningar, glæsilegt happdrætti og ómótstæðileg tilboð á öllu mögulegu frá jólapappír til húsgagna! Ég er a.m.k. orðin mjög spennt fyrir kvöldinu!

Í samstarfi við Pennann Húsgögn tók ég saman fallegar vörur úr versluninni og setti saman minn óskalista sem veitir ykkur jafnvel hugmyndir að jólagjöfum.

Allir fagurkerar landsins ættu að vita að hér búa glæsileg hönnunarmerki á borð við Vitra, Gubi og Artek ásamt fleiri gersemum. Mín uppáhalds vara sem ég hef keypt mér úr Pennanum er Uten Silo, klassísk skipulagshilla sem er algjört “hönnnaríkon” frá árinu 1969. Falleg og fjölnota hilla sem ég mæli mikið með, ég elska að minnsta kosti mína ♡ Það sem sem ég er með augun á þessa stundina eru drauma stólarnir mínir frá Gubi sem heita Beetle, ég gæti hugsað mér þá við borðstofuborðið en lengst hefur mig dreymt um Gubi Beetle hægindarstólinn.

Nýlega var klassíski Eames House Bird kynntur í fallegri hnotu útgáfu í takmörkuðu upplagi og ég er ekki frá því að þetta sé útgáfan sem ég þarf að eignast. Í fyrra kom fuglinn út í takmörkuðu upplagi í hvítu (ennþá til hjá Pennanum) en er uppseldur víða. Eames House Bird var þó ótrúlegt en satt ekki hannaður af þeim hjónum en prýddi þó hús Eames hjónanna í yfir 50 ár sem gerði hann svona frægann. Fyrir áhugasama þá verður House Bird á afslætti á Konukvöldinu.

Hér að neðan má sjá minn lista af uppáhalds hlutum sem allir eiga það sameiginlegt að vera á góðu tilboði í kvöld. Fyrir einhvern extra heppinn þá sá ég að Eames RAR ruggustóll verður m.a. í vinning í happdrættinu ásamt Hang it all, House Bird og bleikri ferðatösku;)

– Sjá viðburðinn á Facebook – 

// Hang it all // Eames elephant small // High tray og Rotary tray eftir Jasper Morrisson // Eames House Bird // Ball Clock eftir George Nelson // Uten Silo eftir Dorothee Becker // Fallega Noguchi kaffiborðið frá Vitra // Eames DSR og DSW stólar //

Fyrir þau ykkur sem sjáið ykkur ekki fært að koma á Konukvöldið þá verða einhver tilboðin áfram í gangi fram yfir helgi!

Sjáumst hress í kvöld – og bjóddu endilega einhverjum skemmtilegum konum með ♡

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

JÓLIN MEÐ HOUSE DOCTOR

Skrifa Innlegg