fbpx

LJÚFFENGAR SYKURLAUSAR MÖFFINS FYLLTAR MEÐ SÚKKULAÐISMJÖRI

Matur & baksturSamstarf
Við mæðgur komumst að því um helgina að það er sjúklega gott að baka möffins fylltar með súkkulaðismjöri mmmm. Mín útgáfa er sykurlaus ♡ P.s. og já Birta Katrín er með stóra kúlu á enninu eftir smá óhapp ef þið skylduð hafa tekið eftir því haha. 
 

Uppskrift

1 dl smjör við stofuhita
1/2 dl olía eða kókosolía
1 dl Sweet Like Sugar (frá Good Good) / eða 1 ½ dl hvítur sykur
3 egg
1 tsk vanilludropar
3 dl hveiti
2 tsk lyftiduft
1/4 tsk salt
Súkkulaðismjör – mitt uppáhalds er sykurlaust frá Good Good

Forhita ofninn. Þeyta smjör, olíu, sykur, egg og vanillu saman. Blanda við þurrefnum. Setja deig í form og um 1 matskeið af súkkulaði ofan á. Gerir um 10 stórar möffins eða enn fleiri litlar – alls ekki fara sparlega með súkkulaðið:)
Hrærðu súkkulaðið varlega við deigið með prjón eða öðru mjóu áhaldi

Bakið á 180 í um 20 mín eða þar til prjónn sem stunginn er í kemur út hreinn.
Langbest heitt mmmmm.

 Njótið og takk fyrir lesturinn ♡

TÖFRAR VEGGLISTA - HEITASTA TRENDIÐ

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

Skilaboð 1