fbpx

LÍFLEGT & JÓLASKREYTT HEIMILI

Jól

Það er komið að þessu – minna en mánuður til jóla og þá er rétti tíminn að deila með ykkur fallegum jólaskreyttum heimilum. Hér er á ferð dásamlegt danskt heimili sem birtist á síðum Bolig Magasinet, mínu uppáhalds tímariti. Jólaskreytingarnar eru líflegar og ekki einn stíll gegnumgangandi sem ég hrífst svo af, útkoman verður þá líka persónulegri. Vel skreytt jólatré með fígúrum og jólastöfum ásamt nóg af greni í vösum. Sjáið svo hvað hangandi grenikransinn gerir skemmtilega stemmingu í stofunni, óhefðbundið jólaskraut sem flestir geta búið til sjálfir.

Kíkjum í heimsókn –

  

Myndir : Bolig Magasinet 

Fyrsta jólaskreytta heimilið – yndislegt!

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

4 ÁRA BARNAAFMÆLI AÐ HÆTTI ÞÓRUNNAR HÖGNA

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Sigrun Vikings

    27. November 2019

    Ég er sjúk í speglahurðina í svefnherberginu!!