LÍFIÐ

Persónulegt

Facebook minnti mig á rétt í þessu að ég hef ekki látið heyra í mér í nokkra daga hér á blogginu – sem er algjör undantekning eins og þið flest vitið. Lífið hefur hent í mig ólíkum verkefnum svo ég hef haft nóg að gera undanfarið og þessa dagana nær hugurinn sjaldan ró. Ekki misskilja mig, lífið er gott en ég hef verið önnum kafin.

Bílskúrssalan mín um helgina fór fram úr mínum allra björtustu vonum og það seldist nánast allt – restin fór að sjálfsögðu í Rauða Krossinn og svo nutu nokkrir aðrir góðs af og fóru heim með fullt fangið af gefins hlutum. Í morgun rölti ég því sátt í bankann og lagði inn allan ágóðann – stoppaði að vísu lengi þar sem ég þurfti alvarlega á fjármálaleiðsögn að halda fyrir komandi verkefni – safna fyrir íbúð. Þið megið endilega láta mig vita hvort þið viljið að ég deili sem mestu frá þessu verkefni – safna + flytja í foreldrahús. Annaðhvort með hjartanu hér fyrir neðan færsluna eða like hnappnum. Þá veit ég ykkar skoðun.

Trendnet fagnaði um daginn nýju útliti sem ég elska þó ég sé enn að venjast sumum breytingunum og get hreinlega ekki beðið eftir að nýju bloggararnir bætist við. Þið eruð eftir að elska þau, en ég geri það nú þegar! Myndin hér að ofan af mér og Helga mínum þykir mér vænt um, ekki bara því hann er svo falleg sál og góður vinur. Heldur einnig því það eru mörg ár síðan að ég sá mynd af mér sem ég hef ekkert út á að setja. Ég er jú ennþá í þjálfun hjá Fitsuccess og þrátt fyrir gott og djúsí jólafrí þá mjakast þetta allt í rétta átt, hægt en örugglega og undirhakan er að hverfa;)

 

Þrátt fyrir rosalegt sparnaðarátak þá leyfði ég mér síðan að panta þetta bókatímarit “bookazine” frá Residence í gær og get ekki beðið eftir að fletta því. Ég á fyrra tímaritið 2017 svo ég get vel mælt með þessu.

Herbergið okkar hjá mömmu og pabba er líka alveg að verða klárt, um helgina var gengið frá “stækkun” svo að Bjartur okkar fær nokkra fermetra herbergi innaf okkar sem er draumur en foreldrar mínir fá hinsvegar minna herbergi að launum. Fyrir ykkur sem eruð ekki með mig á Snapchat, þá flytjum við á næstu 2 vikum inn til foreldra minna til að safna fyrir útborgun. Við erum orðin mjög spennt og það mun fara nokkuð vel um okkur þarna, unglingaherbergið mitt svokallað er L-laga og verður því hægt að afmarka svefnherbergi og smá stofu og ég get ekki beðið eftir að sýna ykkur útkomuna. Við vitum enn sem komið er ekki hversu lengi við ætlum að vera þarna en ég hef engar áhyggjur af þessu og er spennt fyrir kvöldpössuninni sem verður meira af.

Kæra dagbók og allt það … þetta er farið að hljóma þannig!

Næst verður það meira djúsí færsla – en hlakka til að heyra frá ykkur xx

& ÞÁ FÓRU JÓLIN NIÐUR

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

 1. Rakel

  9. January 2018

  Skemmtileg og persónuleg færsla, lætur mig næstum því líða eins og ég þekkji þig (þó ég sé ekki búin að sjá þig síðan snemma á síðasta ári!!)
  Og rosalega sæt mynd af þér, þvílík útgeislun og þvílík BOMBA! Helgi líka sætur :)
  Þetta verður rosa næs hjá ykkur að flytja inn á hótel mömmu og nottla frábær kostur að hafa endalausa pössun :) Hlakka til að sjá útkomuna!
  Þín gamla snobb vinkona,
  Rakel

 2. Agla

  10. January 2018

  Knús til þín!! (yfir mörg höf í þetta skiptið, veit ekki einu sinni hvað þau öll heita haha)
  Hlakka til að koma í heimsókn í gamla herbergið þitt í næstu Íslandsheimsókn, áttum nú margar góðar stundir þar ;) Og spennt að heyra sparnaðarráð, það er nefnilega komin íbúðarkaupsspenningur í mig líka!
  Þín nýja snobb vinkona (sem á erfitt með 60´s húsgagnatískuna í Ástralíu)
  Agla

 3. Birna Sigurbjartsd

  10. January 2018

  Spennandi tímar framundan – hlakka til að fylgjast með :-)