fbpx

KUBBADAGATAL FRÁ SANÖ REYKJAVÍK

Íslensk hönnun

Þeir sem eru með skipulagið á hreinu eru líklega nú þegar byrjuð að skoða úrvalið af dagatölum og dagbókum fyrir næsta ár en úrvalið verður alltaf betra og fallegra með hverju árinu sem líður. SANÖ Reykjavík hefur slegið í gegn undanfarin tvö ár með skemmtilegu kubbadagatali sem sýnir nýtt heilræði á hverjum degi – ég er að klára mitt annað ár með þessu jákvæða dagatali, dag hvern. Ég er almennt alveg þokkalega jákvæð manneskja, stundum of og ég elska allar svona vörur sem geta stuðlað að smá gleði, tala nú ekki um á morganna.

Ásamt kubbadagatalinu kemur einnig út hefðbundið mánaðardagatal með jákvæðum skilaboðum fyrir hvern mánuð. Ég er persónulega mjög hrifin af þessari hugmynd, einfalt og jákvætt, og vildi þessvegna deila þessum myndum með ykkur.

Hvernig væri nú að byrja hvern dag eins og það sé afmælisdagurinn þinn?

Fyrir áhugasama þá eru sölustaðirnir Epal og vefverslun Krabbameinsfélagsins, krabb.is. Í samstarfi við Sanö Reykjavík ætla ég á næstu dögum einnig að gefa nokkrum heppnum dagatöl – fylgist endilega með.

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

ÍSLENSKT HEIMILI // SMART HJÁ BJÖRT ÓLAFSDÓTTUR

Skrifa Innlegg