fbpx

INNLIT: PASTEL& EINTÓM GLEÐI

BarnaherbergiHeimili

Þetta er eitt af skemmtilegri innlitum sem ég hef sýnt og það kemur að sjálfsögðu frá uppáhalds tímaritinu mínu Bolig Magasinet. Hér býr húsgagnasmiðurinn Pär Ottosson ásamt konu sinni Lovisu Ovesen verslunarstýru í H&M ásamt tveimur börnum sínum. Pär er titlaður konungur DIY verkefna á vefsíðu Bolig en hann á þann titil svo sannarlega skilið en hann er stanslaust að breyta og bæta heimilið, “Að horfa á sama sófann og sama veggfóðrið veitir okkur engan innblástur, heimilið okkar á ekki að vera eins og safn frosið í tíma, heldur partur af okkur. Þessvegna erum við alltaf að breyta til.”  Kíkjum á þetta geggjaða heimili sem er stútfullt af góðum hugmyndum…

kokken-pastel-lejlighed-par-ottosson-ONBjzoruLU9x4sWTpIfMRw

Innréttinguna málaði Pär pastelbleika en eldhúsið er eitt af þeim smekklegri sem ég hef séð. Eins og hann segir sjálfur “Pastellitir gera mig hamingjusamann, þeir gera andrúmsloftið léttara í rýminu og skapa gleði.”

lejlighed-par-ottosson-spisestue-OhvxVI1qvqFeAwvham7udg

Borðstofuljósið er heimagert með því að líma heklaðar dúllur á blöðru sem er svo sprengd.

lejlighed-par-ottosson-hylde-kokken-aMPuQZQQdDCBLDipEm6fJw lejlighed-par-ottosson-stue-99s0QCRGLr627afubgI21g

Pär segir að stíllinn á heimilinu sé “litríkur, glaðlegur og tilgerðarlaus. Okkar eiginn stíll er meginþráðurinn, það er einnig mikilvægt að heimilið er líka fyrir börnin og þeirra þörfum þarf að vera mætt við hönnun rýmisins.”

lejlighed-par-ottosson-stue-sofa-_cCMH4O0-x7IWP0DXm_hTA lejlighed-par-ottosson-tv-wzsRjWJYNoJ1Wz-ZSmGV3Astue-lejlighed-par-ottosson-yksKSchCD8PzBBYUHGk48glejlighed-par-ottosson-bornevaerelse-OwLkV3g5BUUz_G8emPm0cA

Parið er mjög duglegt að prófa hugmyndirnar sínar á barnaherberginu sem er fyrir vikið mjög líflegt. Búðarglugginn í kústaskápnum er sérstaklega skemmtilegur.

pasteller-sovevaerelse-lejlighed-par-ottosson-ikuA6HFM7hNw677_yGKfKA

Hér vakna menn líklegast alltaf í góðu skapi?

planter-lejlighed-par-ottosson-oz2x4C9X_1_SSmH9I_eC_wlejlighed-par-ottosson-datter-nmoNQSsfBByg1RrGKKs0sQ lejlighed-par-ottosson-bornevaerelse-n46a8JIlAXLzJRCS3nU74Q

Heimasmíðaðar hillur og róla í barnaherberginu.

lejlighed-par-ottosson-sovevaerelse-qIaPgzBdd4XdXMfRW1giZw

Dóttirin fékk að sjálfsögðu heimatilbúið rúm í anda prinsessunnar á bauninni.

par-ottosson-TuooxOCRm71DppfKfNm9_g

Myndir via Bolig Magasinet

Viðtalið við hann er stórskemmtilegt en það er hægt að lesa hér, þar gefur hann einnig nokkur góð ráð fyrir heimaföndrara sem ég mæli með að kíkja á og fá góðar hugmyndir. Svo verð ég nú að nefna hversu frábært mér finnst að hann hafi málað eldhúsið sitt pastel bleikt. Meira svona!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

SVANA GOOGLE VOL.1

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

 1. Sigga Magga

  24. August 2015

  Æði heimili <3

 2. Berglind

  24. August 2015

  Geggjað! Og mjög huggandi fyrir fólk með valkvíða það sem hann segir um að það megi alveg breyta stöðugt til

  • Svart á Hvítu

   24. August 2015

   Alveg sammála, rak einmitt augun í það líka. Hvetjandi að breyta oftar á heimilinu svo það staðni ekki:)