fbpx

HVERNIG KERRUR MYNDU EAMES HJÓNIN HANNA EF ÞAU VÆRU Á LÍFI Í DAG?

HönnunSamstarfUppáhalds

Hvernig myndu Ray og Charles Eames hanna kerrur ef þau væru á lífi í dag? Þetta er spurning sem hönnunarteymi Cybex velti fyrir sér og eftir langt hönnunaferli varð útkoman að margverðlaunuðu og vönduðu Cybex Priam og Mios vörulínunum sem við þekkjum mörg hver í dag. Hönnuðir Cybex sóttu innblástur sinn til Eames hjónanna, í einfaldleikann, notagildið og fegurðina sem einkenndi hönnun þeirra og gerði heimsþekkta.

Það var þannig sem Priam og Mios urðu til, með því að sameina hæstu gæði og notagildi við tímalausa og glæsilega hönnun. Cybex hefur einnig tekið einkunnarorð Eames til sín Smáatriðin eru ekki smáatriðin, heldur það sem gerir vöruna að því sem hún er“.

Cybex Priam grindin er grunnurinn að “4 in 1” ferðakerfinu, sem rúmar annaðhvort sæti, Lux vagnstykki, ungbarnabílstól eða létt barnarúm / Lite Cot – hvað sem ferðalag þitt þarfnast. Fjölhæf og stílhrein, grindin er fáanleg í nokkrum fáguðum litum: Matt Black, Rósagyllt og krómuð með brúnu eða svörtum leður smáatriðum.

Grindin er frábær, með annarri hendinni getur þú gert allt sem þú þarft, annaðhvort til að leggja hana saman eða til þess að stilla kerrusætið svo það leggist í alveg flata liggjandi stöðu. Innkaupakarfan er einstaklega rúmgóð og tilbúin að halda utan um allt sem þú þarft í áskoranir dagsins. www.ninekids.is

Glæsilegi Priam vagninn og Priam kerran hefur orðið einn vinsælasti valkosturinn hjá foreldrum hér á landi á síðustu árum, og ekki að ástæðulausu. Það er hægt að sérsníða kerruna algjörlega að þínum smekk og bæta við hana ótal fylgihlutum til að gera lífið auðveldara.

Í samstarfi við barnavöruverslunina Nine Kids ætlum við að gefa ótrúlega glæsilegan Cybex Priam vinning sem inniheldur Cybex Priam grind í rósagylltu ásamt vagn og kerrustykki í klassískum svörtum lit. Algjör draumavinningur fyrir alla verðandi og núverandi foreldra. Það gleður mig svo mikið að fá að gefa svona vandaða hönnun sem ég get mælt 100% með. Gæðin og fegurðin verður ekki meiri.

Verandi tveggja barna móðir hefði ég gjarnan viljað að svona vandaðar og glæsilegar kerrur hefðu verið til með mitt fyrsta barn, en voru efst á óskalistanum með mitt annað barn. Það er eitthvað við þessar kerrur (og vagna), það er mikið lúxus yfirbragð yfir þeim og gæðin sjást langar leiðir. Ég hreinlega elska okkar kerru sem er á fallegri rósagylltri grind, algjörlega draumakerran mín og ég mun líklega vilja eiga hana fyrir barnabörnin líka. Algjör klassík ♡

Til að skrá þig í pottinn smelltu þér yfir á Instagram síðuna mína @svana.svartahvitu

Megi heppnin vera með þér ♡

VINSÆLASTI SPEGILL LANDSINS ER ÞESSI!

Skrifa Innlegg