H&M HOME KEMUR TIL ÍSLANDS // 12. OKTÓBER !!

Fyrir heimiliðH&M home

– TAKIÐ DAGINN FRÁ // 12. OKTÓBER –

Það var mikil gleðistund hjá mér í morgun þegar mér var tilkynnt að H&M HOME mun opna á Íslandi þann 12. október, nánar í væntanlegri þriðju verslun H&M sem staðsett verður í glænýjum verslunarkjarna á Hafnartorgi, við gömlu höfnina í hjarta borgarinnar.

Bænum mínum hefur verið svarað en ég er einn mesti H&M HOME aðdáandi sem þið finnið ég gjörsamlega dýrka þessa verslun – og ég verð því pottþétt á húninum þann 12. október þegar að verslunin verður formlega opnuð. Gaman að segja frá því að í fyrradag lét ég síðast sækja fyrir mig hlut í H&M HOME alla leið til Danmörku – verður aðeins styttra að fara næst.

„Við erum ótrúlega spennt yfir því að vera að opna verslun á glæsilegu nýju svæði í hjarta borgarinnar og kynna í leiðinni H&M Home fyrir Íslendingum. Síðan við opnuðum fyrstu verslun okkar á Íslandi hafa móttökurnar farið fram úr björtustu vonum og nú bætist H&M Home í flóruna. Við erum virkilega spennt fyrir framtíðinni og öllu því sem koma skal.” Dirk Roennefahrt, svæðisstjóri H&M á Íslandi og í Noregi

Í verslun H&M á Hafnartorgi verður fáanlegur dömu- og herrafatnaður ásamt barnafatnaði, skóm og aukahlutum og síðast en ekki síst Home-vörum. H&M Home býður upp á það allra nýjasta í innanhússhönnun og heimilisvörum og mun verslunin opna með glæsilega haustlínu. Geometrísk form eru eitt af aðal trendum haustsins, ásamt dramatískum og grípandi skreytingum og svokallaðri litablokkun, þar sem skærir litir ráða ríkjum.

Nú þegar fer að hausta er tilvalið að kveikja á kertum, sveipa um sig teppi og njóta þess að vera heimavið.

ÉG ER AÐ BILAST ÚR SPENNINGI! EN ÞIÐ?

 // Fylgist einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

NÝJA HEIMA : STAÐAN

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

 1. Birna Antonsdóttir

  12. September 2018

  Jibbí…. þetta er of gott til að vera satt, ég verð líka á húninum. Þetta ætii líka að gleðja bróðir minn sem býr í Edinborg af því ég fylli alltaf töskuna hans af handklæðum og ýmsu örðu þegar ég veit að hann er að koma í heimsókn :)

 2. AndreA

  12. September 2018

  Jesssssss

 3. Dagný

  15. September 2018

  Geggjaðar fréttir, nema staðsetningin er hræðileg.. Frekar myndi ég vilja hafa verslunina í Smáralind, eða einhverstaðar þar sem möguleiki er að fá bílastæði..