fbpx

HEIMSÓKN Í SMÁRALIND // ÚTSÖLULOK

Samstarf

Í samstarfi við Smáralind var mér boðið að koma til þeirra og skoða útsölulok og úrvalið af fallegum hlutum fyrir heimilið. Ég eyddi dágóðum tíma í búðarráp hjá þeim í morgun sem mér leiddist aldeilis ekki og afraksturinn má sjá hjá @Smaralind á Instagram þar sem ég setti inn alla heimsóknina á Instastory sem verður einnig hægt að nálgast síðar í highlights. 

Ég á sjaldan í vandræðum með að setja saman óskalista af fallegum hlutum og hér má sjá mína uppáhalds hluti sem flestir eiga það sameiginlegt að vera á útsölu svo það má aldeilis kíkja við og gera góð kaup –

// Færslan er unnin í samstarfi við Smáralind – allar vörurnar valdi ég sjálf og endurspegla þær minn persónulega smekk. 

// 1. Ég rakst á ótrúlega skemmtilegar stjörnumerkja myndir í Dúka, hér má sjá Bogamann. Verð frá 2.990 kr. // 2. Möst have í sumarboðið er að mínu mati stór kokteilakrukka með krana. 3.999 kr. A4. // 3. Ódýr glerglös á fæti frá Söstrene, verð 754 kr. // 4. Sólgleraugu frá Vila á 60% afslætti, verð 1.794 kr. // 5. Flott salatskál frá Lucie Kaas á 50% afslætti, 3.715 kr. Líf og list. // Það var kaktusaþema í nokkrum verslunum sem ég er mjög hrifin af. Sá t.d. flotta kaktusastyttur á 50% afslætti í Hagkaup á 1.079 kr. // 6. Hvítir Eva Solo bollar á 50% afslætti í Líf og list, verð 2.175 kr. // 7. Hlébarða sandalar frá Zara, með svörtu bandi um ökkla. Útsöluverð 1.495 kr. // 8. Componibili borð frá Kartell, það kom mér skemmtilega á óvart hvað Kartell úrvalið er gífurlega mikið í Dúka eftir breytingar. Componibili er alltaf uppáhalds hjá mér – verð frá 12.900 kr. 2ja hæða. // Nike hlaupaskór úr Air, útsöluverð 10.794 kr. m. 40% afslætti, ásamt bleikum jakka á 5.697 kr. m. 40% afslætti. //  

Það eru nokkrir hlutir hér að ofan sem ég gæti vel hugsað mér að eignast og enn fleiri sem sjá má á Instastory Smáralindar – takk fyrir mig ♡

FYRSTA ÍBÚÐIN ♡

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1