fbpx

HANS J.WEGNER

HönnunÓskalistinnVeggspjöld

Mynd: Ernir Eyjólfsson, tekin fyrir 10 tbl. Húsa og Híbýla á gullfallegu heimili Steinunnar Völu skartgripahönnuðs.

Þarna sést einnig bakkaborð Hans Bolling, Fuzzy kollurinn, PH5 ljós ásamt ruggustól eftir Mugga (Guðmund J.Stefánsson.)

Það fer ekki á milli mála að Hans J.Wegner er einn merkilegasti hönnuður sögunnar. Plagatið hér að ofan sá ég fyrst í innliti hjá Steinunni Völu en henni hafði áskotnast það í heimsókn í verksmiðju ættinga hennar í Danmörku, PP Möbler. Sem að einmitt framleiðir öll húsgögn hönnuð af Wegner.

 Grafíska hönnunarstofan Rasmus Koch studio hönnuðu plagatið fyrir PP möbler árið 2007, en þar sjást teikningar Wegner settar saman lag fyrir lag.
Mikið yrði nú frábært ef ég fyndi leið til að eignast eins og eitt eintak.

LEILA JEFFREYS

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1