fbpx

FALLEGT SUMARHÚS : FURA FRÁ TOPPI TIL TÁAR

Heimili

Sumarbústaðir eru mér ofarlega í huga núna og ég tel ég niður dagana þar til ég kemst aftur í fjölskyldubústaðinn okkar, en það er minn uppáhaldsstaður. Þangað förum við til þess að hlaða batteríin, slaka á og leika okkur, og ég er svo sannarlega þakklát fyrir að komast í bústað hvenær sem mig langar, en árum saman stundaði ég það að leigja reglulega bústaði af stéttafélögum eða fyrirtækjum bara til þess að komast út í sveit í ró og næði með fjölskyldunni eða vinum okkar. Þeir eru ólíkir eins og þeir eru margir, sumir eru gamaldags á meðan aðrir eru eins og nýtískuleg einbýli. Það þarf hver að finna sinn stíl sem lætur þeim líða vel, hér að neðan má sjá fallegan norrænan bústað þar sem furutré fær að flæða frá gólfi og upp í loft og inn í öll rýmin. Útkoman er vissulega stílhrein en þó svo hlýleg og notaleg. Innlitið birtist fyrst hjá uppáhalds blaðinu mínu Bolig Magasinet og viðtalið má lesa hér  –

Ljósmyndari : Stine Christiansen via Bolig Magasinet

Þetta sjarmerandi sumarhús er 105 fm að stærð og var nýlega byggt í Liseleje í Danmörku, stíllinn er klassískur norrænn, örlítið látlaus og afskaplega fallegur. Rétt upp hönd sem væri til í að eiga svona sumarhús ♡

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

LITASPRENGJA & BLEIKT ELDHÚS

Skrifa Innlegg