fbpx

FALLEGT KAUPMANNAHAFNAR HEMILI

Heimili

Helgarinnlitið að þessu sinni er sjarmerandi heimili staðsett í hjarta Kaupmannahafnar, í byggingu sem er frá árinu 1790. Í viðtalinu sem finna má hjá Bolig Magasinet kemur fram að fjölskyldan leigir þessa íbúð en þrátt fyrir það hafa þau fengið að skipta um gólfefni og setja upp vegg til að fá herbergi fyrir börnin en hér ætla þau að búa í mörg ár enda um draumaheimilið þeirra að ræða. Hvítir veggir og ljósgrátt gólfið gera heimilið nánast að tómum striga svo mottur, veggspjöld, hönnun og pastellitir fá að spila stórt hlutverk.

  

Myndir via Bolig Magasinet / Ljósmyndari Anitta Behrend / Stílisti Julie Løwenstein

Það fylgir því vissulega einn ókostur að búa svona miðsvæðið í stórborg en frá fimmtudegi og fram á sunnudag sefur fjölskyldan með eyrnatappa…. fórn sem ég myndi vissulega taka fyrir þetta sjarmerandi heimili.

 // Fylgist einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

NÝTT FRÁ IITTALA : VALKEA KERTASTJAKAR

Skrifa Innlegg