fbpx

FALLEGASTI LITURINN ♡ DENIM DRIFT

PersónulegtSvefnherbergi

Lengi vel hefur mig dreymt um að mála svefnherbergið mitt í dökkum lit en aldrei látið það eftir mér, vinsælust er sú afsökun að við erum bara að leigja íbúðina og því tæki því varla að mála hér hvern krók og kima aðeins til þess að mála hvítt aftur. En hér líður okkur vel og vonandi munum við búa hér í nokkur ár til viðbótar og því sló ég til og málaði loksins!

Við tók heill frumskógur af litaprufum og litapælingum því liturinn átti að vera sá eini sanni fyrst ég var á annað borð að hafa fyrir því að mála. Að lokum valdi ég litinn Denim Drift frá Nordsjö og eftir ráðleggingar sérfræðinga hjá Sérefni tók ég litinn í almattri málningu frá Sikkens sem gefur litnum mjög mikla dýpt. Ég hef almennt mjög gaman af litapælingum og þarna gat ég alveg gleymt mér í að skoða myndir á netinu í leit minni af hinum eina rétta og hefði getað verið út allt árið að ákveða mig. Ein af ástæðum þess að ég leitaði til Sérefnis er sú að ég hef fylgst með þeim á samfélagsmiðlum og allt efni sem þau birtu talaði einhvernveginn til mín og var algjörlega “minn stíll” ef svo má segja, – þið munuð skilja hvað ég á við ef þið kíkið við á facebook síðuna þeirra. Dálítið eins og að fylgja hönnunartímariti nema það að allir veggir heimilanna eru í gordjöss litum. Mæli með!

Eftir að hafa búið núna með litnum í nokkrar vikur verð ég að segja að ég elska hann. Þessi blái litur er svo síbreytilegur að ég sé hann sífellt í nýju ljósi allt eftir því hvaða tími dags er og hvort ljósið sé kveikt eða aðeins dagsbirta sem skín inn um gluggann. Þið sjáið það á þessum mjög svo fínu símamyndum sem ég tók áðan að efsti partur myndarinnar er gjörólíkur þeim neðsta. Eitt það skemmtilega við þetta ferli, jú það er nefnilega heilt ferli að ætla að mála veggi heimilisins, er það að ég kynntist eiganda Sérefnis og við gátum rætt um liti fram og tilbaka og höfum síðan þá átt nokkur löng símtöl um liti og almennt um hönnun og heimili, ég nefnilega elska að vera í samstarfi við akkúrat svona fólk. Sem hefur þessa sömu ástríðu og ég fyrir heimilum og öllum þeim pælingum sem því fylgja. Ég mæli þó með því að biðja um litaprufur, það er alveg nauðsynlegt til þess að sjá hvernig liturinn verður heima hjá þér, hann verður ekki endilega eins og í svefnherberginu mínu – en ég lofa að fallegur verður hann.

15354298_10155495441318332_1344514565_o

Núna er byrjað að dimma svo snemma dags að hafið í huga að myndirnar eru því örlítið dökkar.
15368722_10155495441578332_1984765213_o15310783_10155495441488332_811092123_o15369897_10155495538353332_1273030898_o15388777_10155495538193332_1702610909_o15397620_10155495538168332_449820796_o

Fallegt, fallegt, fallegt ♡

Ég sé fyrir mér að þessi litur komi vel út í nánast öllum rýmum heimilisins, ég hvet ykkur til þess að prófa að mála í dökkum lit, ég er ekki frá því að ég sofi betur með svona dökka veggi.

skrift2

JÓLABÆKURNAR Í ÁR : ANDLIT & KÖKUGLEÐI EVU

Skrifa Innlegg

10 Skilaboð

 1. Ragga

  5. December 2016

  Dísús – þvílík lekkerheit!

 2. Lára

  5. December 2016

  Rosalega fallegur !! Málarðu alveg upp í loft eða skilurðu eftir línu efst ?

  kv. Lára

  • Svart á Hvítu

   5. December 2016

   Það er örlítil lína efst… bara til að vera örugg upp á að snerta ekki loftið svo það þyrfti ekki að mála það líka seinna:)

 3. Bríet Kristý

  5. December 2016

  Mjöög flottur!
  Var einmitt að heilmála stofuna mína með svipuðum lit. Heitir Deco blue frá jötun – hann er geðveikur! Líka mattur og verður frekar djúpur. Verða svo kósýý!!

  • Svart á Hvítu

   6. December 2016

   úúú það væri gaman að sjá! Elska dökkmálaðar stofur… ég þori því kannski einn daginn:)

 4. María

  6. December 2016

  Fallegur litur! Hvar fær maður annars svona fallegan dream cathcer?

 5. Gudny

  6. December 2016

  Má ég spyrja hvaðan litli sæti svarti lampinn er?

  • Svart á Hvítu

   6. December 2016

   Þetta er Flower Pot lampi eftir uppáhalds Verner Panton, fékk minn á tilboði í Epal fyrir nokkrum árum… Er frá andtradition
   :)

 6. Guðrún Jóna

  7. December 2016

  Vá vá vá ????