fbpx

EKKI MISSA AF // SUMARMARKAÐUR NETVERSLANA ER UM HELGINA!

Samstarf

Ekki missa af Sumarmarkaði netverslana sem verður haldinn með pomp og pragt um helgina þar sem ótrúlegur fjöldi af íslenskum vefverslunum kynnir glæsilegt vöruúrval sitt fyrir gestum og gangandi.

Ég er spennt að kynna mér um helgina allar þessar verslanir en um er að ræða yfir 60 fjölbreyttar netverslanir sem taka þátt. Ég renndi yfir vefsíður verslananna í morgun og fann fjölmargt sem hugurinn girnist og aðrar nauðsynjavörur en þarna verður að finna allt frá skrautmunum fyrir heimilið, barnaföt og leikföng, íþróttavörur, snyrtivörur, fatnað og margt fleira. Úrval íslenskra verslana sem finna má á netinu er alveg frábært og er í dag hægt að versla nánast allt það sem okkur vantar á þægilegan hátt heima í stofu en núna gefst tækifæri að skoða vörurnar enn betur.

“Á staðnum verða um 60 fjölbreyttar netverslanir og fjölmörg tilboð í gangi. Á síðasta viðburð mættu um 14.000 gestir. Við munum fá heimsókn frá Latabæjar persónum kl. 13 bæði á laugardag og sunnudag sem munu heilsa uppá og skemmta börnunum.  Einnig verður hoppukastali á staðnum fyrir börnin. Gastro Truck og Valdís verða á svæðinu svo enginn fer svangur heim.”

Ég tók saman lítið brot af úrvalinu og eins og sjá má þá verður það virkilega fjölbreytt ♡

 

Sumarmarkaður netverslana verður haldinn helgina 11. – 12. maí í Víkingsheimilinu, Fossvogi. Markaðurinn stendur frá kl. 11-17 bæði á laugardag og sunnudag.

Ekki láta þig vanta á þennan skemmtilega sumarmarkað!

Þær netverslanir sem verða á staðnum eru:
Von Verslun / Purkhús / Literal Streetart / Blómstra  / Emory / Ihanna Home / Fotia  / Kimiko / Bambi / Brandson / 24 Iceland / Prentsmiður  / Lítil í upphafi / OXO / Voxen Secret of Iceland / Cornelli kids / Hans og Gréta / HN gallery  / Minilist / MAR Jewelry / Model & Gjafahús / Krums / BRYN design / Óli prik / Befit / Heimilislíf / Agú Hrafnagull / Tropic / Regnboginn / Lineup / Keramík pottar / Ilmvörur / Nutcase / Lean body / Sierra wool / Mjöll / Belleza / Milano / Ice Korea / Ilmurinn / Black sand / Crystal nails / GUP design / The Rubz / Geo Silica / Zkrem Græn viska / JóGu búð / Káti fíllinn / Gríslingar / ENJO á Íslandi / Bára Atla Clothing / MetanoaDeLaRose / Innocent Youth Clothing / Svartar Fjaðrir / Markaðurinn er haldinn af POP mörkuðum.

Hlakka til að kíkja við! 

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

INNLIT HJÁ TÍSKUSKVÍSU FRÁ KAUPMANNAHÖFN

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

2 Skilaboð

    • Svart á Hvítu

      10. May 2019

      Hæ:) Er búin að laga – ég fór eftir lista sem var á facebook síðu viðburðarins ykkar.
      Mbk.Svana