fbpx

DIY: MARGNOTA VÍRAKÖRFUR

BaðherbergiDIY

Mikið ofsalega er ég hrifin af þessari notkun á víragrind, en hér hefur hún verið hengd upp á vegg og er því notuð sem smáhlutahilla. Þetta er sérstaklega sniðugt á baðherbergjum þar sem ekki er hægt að bora í flísarnar og því er hægt að bora þar sem flísarnar enda og hengja band með krókum í grindina. Þetta baðherbergi er svo auðvitað einstaklega smekklegt og mikið hljóta plönturnar að lifa góðu lífi í rakanum sem kemur þegar við förum í bað. Ég á svona víragrind reyndar í kopar og ég hef ekki fundið nógu gott hlutverk fyrir hana því ekki er hægt að geyma ávexti í svona grindum sem var upphaflega hugmyndin mín, það er því ágætis hugmynd að skella henni upp á vegg.

bad_bord_bakke_spejl_planteophaeng_-juila_froeken_overspringshandling--ZC0zkcllVptoPqfh6oeAQbadevaerelse_planter_ophaeng_pilea_fingerfilodendon_-juila_froeken_overspringshandling-oyKZu5diQBa1iPH6fKGruw

Plönturnar lífga baðherbergið heldur betur við.

bad_haandvask_spejl_kvist_planter_-juila_froeken_overspringshandling-rF-nRf6yCxe1cBj2-v-r4Q

Flip mirror frá Normann Copenhagen er tilvalinn á baðherbergið og fallegt að geyma á bakkanum uppáhalds snyrtivörurnar eða skart.

bad_haengende_spejl_lampe_i_vinduet_kvist_badevaerelse_-juila_froeken_overspringshandling-3qa3m2nD4jrXr0krTrPw3A

Góð hugmynd að hengja spegilinn á gluggann og mikið sem það hlýtur að vera góð birta þar til að mála sig á daginn!

bad_spejl_haandvask_vindue_badevaerelse_planter_-juila_froeken_overspringshandling-ZMfLDRffos46hIfddmIzig bad_tilbehoer_skraavaeg_-juila_froeken_overspringshandling-O5S30ThmR6XqIIE5Deq3wQ

 Myndir via Bolig Magasinet

Ferlega smart ekki satt? Það er vel hægt að yfirfæra þessar hugmyndir yfir á baðherbergin okkar, ég hef t.d. aldrei hugsað út í það að hafa plöntu inni á mínu það er nefnilega þannig að baðherbergið fær alltaf að vera smá “afgangs” þó svo að það þurfi ekki að kosta mikið að gera það örlítið huggulegra.

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211

100.000 KR. GJAFABRÉFIÐ

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

 1. Reykjavík Fashion Journal

  1. November 2015

  Vá hvað þetta er fallegt! og já vá hvað ég væri til í að vera með spegil útí glugga – langbesta birtan ég einmitt set minn stand spegil oft útí glugga og mála mig <3

 2. Kristín

  1. November 2015

  En sniðugt og flott! En hmm afhverju er ekki hægt að geyma ávexti í gridinni? Ég á svona koparvíragrind úr söstrene grene og geymi banana og epli ;)

  • Svart á Hvítu

   1. November 2015

   Ha er það? Mín er einmitt þaðan, en ég prófaði og fannst bananarnir alltaf skemmast svo fljótt, grindin skildi meira að segja eftir far svona eins og eftir bruna í ávöxtunum. Ég hélt þetta hefði eitthvað að gera með einhverskonar oxun á koparnum?
   Hefði mjög mikið verið til í að geyma ávexti í minni sem núna geymir tímarit:)
   -Svana

 3. Steina

  1. November 2015

  Veistu hvort/hvar spegillinn fæst hér?

   • Steina

    2. November 2015

    Æðislegt, takk! :)