fbpx

DIMM FAGNAR 3 ÁRA AFMÆLI MEÐ 20% AFSLÆTTI

BarnaherbergiFyrir heimiliðSamstarf

Verslunin Dimm fagnar um þessar mundir 3 ára afmæli sínu og í tilefni þess er hægt að næla sér í 20% afslátt af flestum vörumerkjum út sunnudaginn. Tilvalið að koma sér vel fyrir heima í sófanum og skoða úrvalið í vefversluninni, ég gleymdi mér alveg að setja saman  minn óskalista í samstarfi við Dimm. Í fyrsta sinn í langan tíma langar mig til þess að deila með ykkur barnavörum, en vissulega er óskalisti fyrir heimilið líka hér að neðan.

Ég virðist falla fyrir flestu með eyrum á… haha það er eitthvað við barnavörur með kisu eða kanínueyrum sem gera þær alveg ómótstæðilega krúttlegar. Sjá þessa hluti hér að neðan –

 

Bleikt kisumatarsett, regnbogahringla, pönduværðarvoð, bleikt teppi, himnasæng, bleik rúmföt, kanínu naghringur, kubbahringla, sæt samfella, hárband og krúttlegt baðhandklæði. Þess má þó geta að vörumerkin Liewood og Graylabel eru ekki á afslætti – en nokkrar vörur rötuðu þó á óskalistann minn ♡

Óskalistinn fyrir heimilið er að sjálfsögðu á sínum stað, geggjaður bleikur hördúkur, handakrem sem er vissulega staðalbúnaður þessa dagana, fallegt ljósfjaðrakústur, kökudiskur, gylltur kertastjaki, grá rúmföt, blómavasi, gul og sumarleg værðarvoð og sitthvað fallegt. Jú og ekki má gleyma einu besta súkkulaði sem ég hef smakkað… mmm.

 

Flestar vörurnar hér að ofan eru nú á 20% afslætti út sunnudaginn, úllen dúllen doff ♡ Smelltu hér til að fara yfir í vefverslun Dimm.is 

Til hamingju með 3 ára afmælið elsku Dimm og takk fyrir allt samstarfið okkar. Hlakka mikið til að kynna mér betur þessa fallegu barnadeild sem þau bjóða uppá!

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

SVEFNHERBERGI Í FALLEGUM LITUM

Skrifa Innlegg