fbpx

BRILLIANT HUGMYND FYRIR BREYTINGARGLAÐA / CLICK’N TILE VEGGFLÍSAR

EldhúsFyrir heimiliðHönnun

Fyrir stuttu síðan kynntist ég alveg ótrúlega skemmtilegri hönnun fyrir heimilið en það eru Click’n Tile flísar sem hægt er að smella á veggi og breyta endalaust um uppröðun. Það var í heimsókn minni í Kokku þegar ég sá þessa snilld í fyrsta sinn og fékk þar smá kynningu um hvernig flísarnar virka, ég setti þá inn örstutt video á Instagram hjá mér og stuttu síðar var innhólfið búið að fyllast af fyrirspurnum – svo mikill var áhuginn um flísarnar.

Click’n Tile er dönsk hönnun og var fyrirtækið aðeins stofnað árið 2017 og bendir allt til þess að það muni vaxa og dafna á næstu árum enda mikill áhugi fyrir þessari lausn. Það var stofnandinn Lars Thomsen sem fékk hugmyndina af flísunum þegar honum vantaði lausn til að gera upp eldhúsið sitt á auðveldan og fljótlegan hátt. Þú einfaldlega klippir smelludúk í rétta stærð, límir hann á vegginn og getur stuttu síðar hafist handa við að smella flísunum á. Voila – og þú ert búin/n að gjörbreyta herberginu!

 

Fyrir áhugasama þá fáið þið allar upplýsingar um flísarnar hjá Kokku. Færslan er eingöngu skrifuð af einskærum áhuga mínum um þessa sniðugu hönnun.

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

HEIMILISINNBLÁSTUR FYRIR HELGINA

Skrifa Innlegg