fbpx

BLEIKUR DAGUR Í DAG ♡

Það hefur vonandi ekki farið framhjá ykkur að í dag er bleiki dagurinn. Bleiki dagurinn er liður í átaksverkefni Krabbameinsfélagsins gegn krabbameinum í konum, og er átakið í ár tileinkað brjóstakrabbameini. Bleiki dagurinn hefur notið sívaxandi vinsælda undanfarin ár í hinum bleika októbermánuði og í dag voru landsmenn hvattir til að klæðast bleiku og hafa bleikt í fyrirrúmi. Ég skellti mér í bleika blússu og Andrés minn mætti í bleikum bol í vinnuna, í tilefni dagsins tók ég síðan að sjálfsögðu saman nokkra bleika og fallega hluti. Þetta átaksverkefni Krabbameinsfélagsins er mikilvægt og vonandi styðjið þið við það á einn eða annan hátt. Fyrst og fremst er mánuðurinn tileinkaður bleiku slaufunni sem er tákn Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini hjá konum. Fjáröflun Bleiku slaufunnar í ár rennur til endurnýjunar tækjabúnaðar fyrir brjóstakrabbameinsleit en Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein íslenskra kvenna og greinist kona með brjóstakrabbamein á um 40 klukkustunda fresti árið um kring.

 

bleikt

 

Pappelina motta – Kokka // Essie Go go geisha – væntanlegur // Reykjavík plakat – Spark design space // Bleikt vatnsglas – Kokka // Bleik kápa – Lindex sjá betur hjá Elísabetu Gunnars // Stelton Lavender hitakanna – Epal // Iittala vasi – ýmsir iittala söluaðilar // Bleik handklæði – Snúran // Flauel bleikur Svanur – Epal // Design by us ljós – Snúran

Njótið dagsins og kaupum bleiku slaufuna #fyrirmömmu 

skrift2

HELLIRINN HENNAR LOTTU

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. sigridurr

    14. October 2016

    Vá langar í þennan iittala vasa, svo fallegur!