fbpx

BLÁ DRAUMAÍBÚÐ Í KAUPMANNAHÖFN

Heimili

Vá hvað ég er spennt að sýna ykkur þessa gersemi sem ég fann í uppáhalds tímaritinu mínu, Bolig Magasinet.

Það er ekkert annað tímarit sem ég tengi jafn vel við stílinn, dönsk heimili og sérstaklega þau sem birtast í þessu tiltekna tímariti eru svo dásamlega falleg, litrík og persónuleg með góðri blöndu af gömlu & nýju ásamt klassískri danskri hönnun. Hér býr Sanja ásamt fjölskyldu í Kaupmannahöfn og þau höfðu aldeilis fyrir því að gera íbúðina svona huggulega, hún Sanja gerir engar málamiðlanir þegar kemur að heimilinu og segist hafa málað íbúðina með óteljandi bláum tónum þar til hún fann réttu litina.

Enda er útkoman engu lík ♡ Kíkjum í heimsókn –

Ljósmyndir // Anitta Behrendt

Viðtalið má lesa í heild sinni hjá Bolig Magasinet – þið sem lesið ekki dönsku þá er góð leið að opna hlekkinn með Google Translate og varpa yfir á ensku (mæli ekki með íslenskri þýðingu haha.)

En hvað finnst ykkur um þetta dásamlega heimili? Smellið endilega á hjartað eða like-hnappinn hér að neðan þegar ykkur líkar sérstaklega vel við færslur sem ég skrifa, það er svo góð leið til að vita hvað má sýna meira frá ♡

Baðherbergið hjá Sönju fékk að sitja lengi á hakanum þar til hún fann fullkomnar bleikar flísar á Ítalíu ásamt handmáluðum vaski, algjör draumur að mínu mati! Oft er vel þess virði að bíða, ég er að reyna að tileinka mér þá hugsun meira þar sem framkvæmdir kosta gífurlega mikla peninga og góðir hlutir gerast hægt. Það á að minnsta kosti við þegar kemur að mínu heimili sem ég vona að verði einn daginn jafn mikill draumur og þetta að ofan.

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

BLÓMADÝRÐ Í INNFLUTNINGSPARTÝ MORRA Í HÖNNUNARSAFNI ÍSLANDS

Skrifa Innlegg