BÆKUR // KALEIDOSCOPE : LIVING IN COLOR & PATTERN

BækurFyrir heimilið

Ég reyni yfirleitt alltaf að versla mér nýja bók þegar ég fer erlendis og er í flestum tilfellum að skoða bækur sem fjalla um hönnun og heimili. Ég er þessa stundina stödd erlendis og var búin að panta mér tvær bækur frá Amazon upp á hótel og önnur þeirra er þessi hér, Kaleidoscope: Living in color and patterns, sem ég er virkilega spennt fyrir. Ég á orðið dágott safn af svokölluðum sófaborðsbókum, nema það að mínar eru vissulega ekki aðeins upp á punt heldur fletti ég mikið upp í þessum elskum. Ég hreinlega elska góðar bækur og finnst þær algjörlega nauðsynlegar fyrir hvert heimili.

Væri kannski áhugi fyrir því að ég tæki saman góðar bækur fyrir okkur sem elskum hönnun og falleg heimili? Ég er ekki frá því að ég hafi aldrei skrifað slíkt blogg áður þrátt fyrir að vera reglulega í leit að nýjum gersemum. Þið megið endilega heyra í mér ef þið eruð með einhverjar möst have á sófaborðið!

 // Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

SÆNSK SMARTHEIT - RÖNDÓTTIR VEGGIR & MARMARI

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Tinna

  2. November 2018

  Ég er mjög spennt fyrir færslu um góðar sófaborðsbækur. Ég er ein af þeim sem er alltaf með einhverja hönnunarbók á leiðinni til mín í pósti. Panta mjög mikið af Amazon. Nýbúin að fá tvær góðar sendar heim í vikunni einmitt :)

  • Svart á Hvítu

   15. November 2018

   Er byrjuð að safna í færslu;)
   Hvaða bækur pantaðir þú þér?:)