1 ÁRS AFMÆLI DIMM.IS & AFMÆLISAFSLÁTTUR

Fyrir heimiliðÓskalistinnVerslað

Ein glæsilegasta vefverslun landsins DIMM.is fagnar 1 árs afmæli sínu um helgina frá fimmtudegi til sunnudags með afslætti, gjafaleik og auka opnun í sýningarrýminu. Í tilefni þess tók ég saman minn lista af uppáhaldsvörum og ef ég ætti risa inneign hjá þeim (sem að ég á ekki) þá yrðu þessir hlutir fyrir valinu og hefði ég auðveldlega getað valið lengri lista. Það má vel nýta sér 20% afmælis afsláttinn og versla sér eitthvað fallegt um helgina – ég veit að minnsta kosti hvað mig langar í.

Rúsínan í pylsuendanum er þó að einn heppinn viðskiptavinur gæti átt von á því að vinna sér inn 50.000 kr. úttekt hjá versluninni (má einnig nýta sem endurgreiðslu á kaupunum)…. freistandi ekki satt!

Færslan er unnin í samstarfi við Dimm.is 

Sýningarrými DIMM er staðsett í Ármúla 19, 2. hæð (fyrir ofan Glóey) og eru opnunartímar eftirfarandi fyrir þau ykkar sem viljið fá að skoða vörurnar: Fimmtudagur 15:30 – 18:00 / Föstudagur 12-18 / Laugardagur 11-16.

Til hamingju með 1 árs afmælið DIMM – megi þau verða ennþá fleiri ♡ Hér að neðan má svo sjá upplýsingar um vörurnar hér að ofan með hlekk yfir í vefverslunina.

// Nordstjerne vasi í svörtu // Dökkblátt sængurverasett // BKR glerflaska fyrir vatnið // Ballerínumynd á vegginn // Bleikt ullarteppi // Gylltur Nordstjerne kertastjaki // Ilmkerti frá L:A Bruket // Falleg skrautfjöður // Töff leðurhanki frá By Wirth // Marmara eldhúsrúllustandur sem ég þarf að eignast // Smart standur undir uppþvottalög og bursta // Handsápa í flottum umbúðum // Hör servíettur // Töff granítbretti // Svart marmarabretti // Fallegur minimalískur lampi frá Watt & Veke // 

JÓN JÓNSSON & HAFDÍS SELJA DRAUMAHEIMILIÐ

Skrifa Innlegg