fbpx

220 HFJ ♡ KRYDD VEITINGAHÚS

Mæli meðSamstarf

Um helgina var mér boðið á veitingastaðinn KRYDD sem opnaði fyrir stuttu síðan í Hafnarborg í miðbæ Hafnarfjarðar. Ég hafði fylgst spennt með framkvæmdum þeirra á samfélagsmiðlum en ég er sérstaklega áhugasöm um allt nýtt í firðinum fagra og fagna því að svona fallegur veitingastaður sé loksins kominn þar sem flott innanhússhönnun – góður matur og kokteilar haldast í hendur. Tilefnið var að skála fyrir brúðkaupi æskuvina okkar sem giftu sig fyrr um daginn ásamt því að ein uppáhalds vinkona var mætt á klakann alla leið frá L.A. Það er hreint út sagt lúxus í mínum huga að þurfa ekki alltaf að fara í miðbæ Reykjavíkur í leit að flottum veitingastað og það að skella sér á stefnumót með göngutúr og út að borða í leiðinni er frekar heillandi tilhugsun.

     

Ég og Inga mín í stuði eftir matinn … og þónokkra kokteila. 

Búið er að breyta staðnum töluvert frá því sem áður var og þið ykkar sem hafið borðað á matsölustöðunum sem áður voru í Hafnarborg munuð heillast upp úr skónum. Veggir og loft eru málaðir í dökkum litum sem gera andrúmsloftið hlýlegt ásamt því að þessi líka flotti kokteilabar var settur upp. Litrík og töff málverk skreyta veggi ásamt plöntum í hverju horni sem gera huggulega stemmingu. Gluggarnir í Hafnarborg eru með fallegri gluggum á landinu og ég er svo ánægð hvað þeir njóta sín núna vel innan um dökkmálaða veggina og útkoman er vægast sagt flott.

Barinn flotti og barþjónninn á stórt hrós skilið, drykkurinn Tiki er með betri kokteilum sem ég hef smakkað og hitti beint í mark eftir að ég lýsti fyrir þjóninum hvað mér þætti gott án þess að vita hvað ég vildi. – Mæli með!

Skála við uppáhalds L.A. búann minn hana Öglu – okkur var boðið upp á freyðivín fyrir að merkja KRYDD veitingahús á Instagram sem við þáðum að sjálfsögðu ♡

Ég mæli 100% með – næst á dagskrá hjá mér er að prófa brönsinn sem þau eru með um helgar mmmmm…

Áfram 220 HFJ & KRYDD veitingahús.

KRÚTTLEGT DIY Í BARNAHERBERGIÐ

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Kristbjörg Tinna

    8. May 2018

    Elska hvað þau eru búin að gera fyrir staðinn!! Og ég held að barþjónninn slái öll met <3

    Takk fyrir kvöldið ;*