fbpx

2020 NÝJUNGAR FRÁ IITTALA OG LITUR ÁRSINS

HönnunSamstarf

Færslan er unnin í samstarfi við iittala 

Uppáhalds iittala svíkur enga þegar kemur að gullfallegum nýjungum en eins og einhver ykkar vita nú þegar þá held ég mikið uppá þessa klassísku finnsku hönnun og safna mörgum vörum úr þeirra smiðju. Nokkrar iittala vörur eru daglegur staðalbúnaður á mínu heimili á meðan aðrar eru aðeins dregnar fram í boðum, margir munir prýða stofuna mína og má þar bæði nefna gamlar og nýjar vörur. Vænst þykir mér um antík iittala hlutina frá ömmu en mjög margar vörur hafa í gegnum tíðina hætt í framleiðslu og eru safngripir í dag og finnast aðeins á mörkuðum eða í skápum hjá ömmum. Vörurnar falla lítið í verði og margar þeirra verða jafnvel verðmætari með árunum sem er svo sannarlega mikill kostur þegar kemur að því að fjárfesta í hönnunarvörum og hlutum fyrir heimilið.

Hér að neðan má sjá spennandi 2020 nýjungar frá iittala og meðal annars nokkrar vörur sem ég hef verið að bíða spennt eftir síðan í haust þegar ég sá þær fyrst! 

“Í byrjun hvers árs kemur Iittala með fallegar nýjungar á markaðinn. Nú sem aldrei fyrr fögnum við þessum nýjungum sem eru bæði fjölbreyttar og nýstárlegar. Í ár sækir Iittala innblástur í náttúrulegt jafnvægi þar sem meðal annars plöntur og blóm eru höfð í öndvegi.

Norrænn lífsstíll er farinn að njóta vinsælda á heimsvísu og er stækkandi trend á heimilum og í hönnun þar sem Iittala er meðal fremstu vörumerkja.”

Nýr litur – Linen

Linen er litur ársins 2020 hjá Iittala. Linen er náttúrulegur og fellur vel að þema ársins hjá Iittala, en hann sameinar vel plöntur og blóm. Linen er bæði glæsilegur en á sama tíma afslappaður litur. Náttúrulegir litir gegna mikilvægu hlutverki í norrænum stíl og eru þeir algengasta litavalið á skandinavískum heimilum. Nýi liturinn verður fáanlegur í kjarnalínum Iittala en einnig í nýjum vörum. Liturinn Sand mun víkja fyrir Linen litnum.

Alvar Aalto collection

Hönnunar goðsögnin Alvar Aalto bjó til frægu glervasana 1936. Aalto vasinn er þekktasti vasi í heimi og tákn nútíma skandinavískrar hönnunar. Aalto hannaði ekki bara einn vasa fyrir sýningarnar í París og New York 1930 heldur safn af vösum og skálum í mismunandi stærðum og gerðum. Eitt af formunum í upprunalega safninu var vasi númer 3032. Hann er meira rúnaður og með mjúkum línum. Hann kemur aftur út 2020. Lögunin er fullkomin fyrir vasa og tilvalin fyrir hærri blóm. Iittala kemur með fleiri vörur í þessu “original” formi.

Ruutu

Ronan & Erwan Bouroullec 2015
Safnvasinn Ruutu var hleypt af stokkunum árið 2015 af hönnunarbræðrunum Bouroullec. Í ár munum við sjá vasana í nýjum litum og í nýju hráefni, keramik. Nýir stærri vasar eru fyrir há blóm og greinar sem er orðið nýtt trend á heimilum.

Kuru

Philippe Malouin 2020
Hönnuðurinn Philippe Malouin hannaði framandi og framsækna nýja línu fyrir Iittala undir nafninu Kuru sem kemur út núna í janúar. Þetta er lína sem mætir geymsluþörfum en á sama tíma skreytir heimilið. Hlutir nútímans eins og hleðslutæki, lyklar, skartgripir og aðrir hlutir eru nú vel innan seilingar fyrir neytendann í formi hönnunar og fagurfræði. Safnið inniheldur keramik og Iittala gler.

Nappula

Matti Klenell 2012
Nappula einkennist af Norrænni nútíma klassík sem sameinar vintage og nútímalegt form. Mjúkar línur eru undirstöður Nappula sem koma fram í ýmsum vörum línunnar en kertastjakar eru þó í aðalhlutverki. Nú kynnum við Nappula blómapotta í 2 stærðum, minimalísk hönnum sem undirstikar fegurð plantnanna. Glæsileg vara sem getur auðveldlega staðið ein eða í þyrpingu.

Iittala vökvunarflöskur

Í takti við þema og áherslur hjá Iittala árið 2020 kynnir Iittala að auki nýja og hagnýta vöru á markað, tvær vökvunarflöskur. Þær eru gagnleg leið til að vökva plöntur á stundum þegar fólk er ekki heima. Fylla á vatnsflöskuna með hreinu vatni og ýta henni varlega í moldina í uppréttri stöðu. Vatnsflaskan sér til þess að plantan sé vökvuð með jöfnu millibili í u.þ.b. viku. Koma tvö stykki í pakka, í tveimur stærðum.

  

Miranda

Heikki Orvola 1971
Í ár fáum við fallega nýja glerskál sem er bæði hagnýt undir konfekt og aðra matvöru en einnig falleg vara á heimilið. Miranda skálin fellur vel að öðrum vörum Iittala en hún kemur í aðlaðandi litum, frá náttúrulegum tónum í sterka hlýja tóna. Miranda línan var upphaflega hönnuð af Heikki Orvala 1971, Skálin var þá aðeins minni eða 111mm (nú 145mm). Línan innihélt kökudisk, kertastjaka og ávaxtaskál. Heikki Orvola hannaði nýja stærð 145mm til að mæta þörfum viðskiptavina.

Birds by Toikka

Oiva Toikka 1964
Takmarkalaus innblástur og ímyndunarafl Oiva Toikka fær túlkun í glerfuglum hans. Hver fugl er einstakt munnblásið listaverk. Fugl ársins, Kaisla, er með sömu lögun og önd, með brúnan búk, svartan gogg, stél og með blátt gegnsætt höfuð. Egg ársins 2020 er með sömu liti og fuglinn, með falleg smáatriði. Cube ársins er einnig með litum fuglsins og inniheldur fallegt mynstur.

Ávextir og grænmeti

Oiva Toikka 1989
Ávaxta og grænmetislínan er endurútgáfa af listasafni með áhugaverðum lögum og litum. Á níunda áratug síðustu aldar fengust margar tegundir af ávöxtum og grænmeti sem “Pro Arte” vörur. Til heiðurs þessum upprunalegu listmunum ætlar Iittala að gefa út nýja línu sem er unnin og samþykkt af Oiva Toikka. Allar vörurnar eru munnblásin listaverk. Vörurnar verða einungis fáanlegar í Iittalabúðinni.

     

Frutta

Oiva Toikka 1968
Innblástur fyrir þessa vönduðu glerlínu kemur frá ávöxtum og berjum. Línan samanstendur af 20cl glösum sem koma tvö í pakka ásamt 100 cl könnu. Vörurnar koma í þremur litum, clear, salmon pink og moss green.
Allar vörurnar eru munnblásnar og munu einungis fást í Iiittalabúðinni.

    Myndir og texti : iittala / Ásbjörn Ólafsson

Nýji liturinn, Linen er fágaður og kemur til með að passa vel við aðra liti. Nappula blómapottarnir eru “möst have” að mínu mati, algjör framtíðar klassík. Ég er einnig spennt fyrir Kuru, svo fallegt form en þó svo ólíkt því sem við höfum áður séð frá iittala. Ég bilast smá yfir krúttlegu vökvunarflöskunum og er viss um að nokkur plöntubörnin mínu munu eignast eitt stykki! Miranda línan er líka mjög spennandi, laxableikar skálar munu án efa prýða mitt eldhús en þessi hönnun er upphaflega frá árinu 1971 og er nú endurvakin í stærri stærð. Fullkomin desert – nammi – meðlætisskál. Love it! Ég er yfir mig hrifin af þessum nýjungum og gæti nánast hugsað mér eitthvað af öllum vörulínunum hér að ofan. Ávextirnir eru líka skemmtilegir, en verða meira safngripir eins og fuglarnir eru þekktir fyrir. Munnblásnir einstakir hlutir. Eitthvað fyrir alla! ♡

Hvernig finnst ykkur?

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

FEBRÚAR ÓSKALISTINN

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Sigrún Víkings

    18. February 2020

    Nýji liturinn er mjög pretty!

  2. Pingback: 2020 NÝJUNGAR FRÁ IITTALA OG LITUR ÁRSINS – Motivo