fbpx

UPPÁHALDS Í ÁGÚST

Vörur Mánaðarins

Ég steingleymdi að henda í færsluna vörur mánaðarins fyrir ágúst, bara alveg óvart! En hér kemur hún, vörurnar eru þær sem að ég er búin að vera að nota hvað mest þennan mánuðinn og er búin að taka algjöru ástfóstri við. Voilá!

mynd.tolur

1.Garnier Moisture Bomb tissue mask: Dásamlegur rakamaski sem endurnærir húðina, frískar upp á hana og fyllir hana af raka. Moisture Bomb Tissue Mask hentar einstaklega vel fyrir þurra húð en hentar þó vel fyrir allar húðtýpur. Í pakkanum er eitt maskabréf sem inniheldur granatepli, hyaluronic sýru og rakaserum. Maskann skal hafa á andlitinu í 15 mínútur fyrir fulla virkni. Sjáanlegur munur kemur fram eftir vikunotkun

2.SKYN Iceland plumping lip gels: Þetta er algjör snilld, ég verð að segja það. Þetta snarvirkar, þetta eru gelpúðar sem þú leggur yfir varirnar í 10 mínútur og örva aðeins blóðflæðið svo að varirnar verða aðeins þrýstnari. Þetta er ekkert vont eða óþæginlegt og varirnar haldast alveg mjúkar eftir þetta. Mér finnst æði að setja þetta áður en ég fer að sofa, svo smá varasalva og vera með ferskar aðeins stærri varir daginn eftir.

3.Crest 3D tannkrem: Þetta er eitthvað sem að ég datt alveg óvart á og er húkkt núna. Ég prófaði að kaupa þetta þegar ég rakst á þetta í Bónus, ég hafði ekki hugmynd um að Crest vörurnar fengjust þar. Ég ákvað að prófa þetta, enda hef ég notað tannhvíttunarstrimlana í gegnum árin og fílað vel. Heyrðu þetta svoleiðis snarvirkar og tennurnar eru þvílíkt ferskar og hvítar, þetta kostar líka bara eitthvað um 400 krónur sem er auðvitað gjöf en ekki gjald í dag.

4.L’Oreal, La Palette Nude í litnum Rosé: Þessi fallega augnskuggapalletta er svo ótrúlega falleg og þæginlegt að þurfa bara hana til að gera flotta augnförðun hvort sem að hún á að vera dramatísk eða mild. Ég er búin að nota hana mikið svona á ferðinni uppá síkastið enda er ég búin að vera mjög upptekin og ekki haft tíma til að dunda mér við að farða mig.

5.Anastasia Beverly Hills Pro Liquid Lipstick í litnum Stripped: Þennan var ég að prófa í fyrsta skipti þegar verslunin Nola launchaði Pro línunni. Þessi er hinn fullkomni NUDE liquid lipstick, helst endalaust á og er fullkominn að mínu mati.

6.L’Oreal Miss Hippie mascara: Þarf ég að ræða þennan meir? SJÚK SJÚK SJÚK í hann og hann er uppáhalds að eilífu AMEN. Þykkir, lengir, svertir, hver þarf gerviaugnhár þegar maður hefur Miss Hippie drauminn.

7.Pink Velvet Choker frá ShopKingSassy: Þessi fallegi choker er fullkominn bæði hversdags og fínt. Hann er fallega bleikur og einfaldur í notkun, hægt að vefja hann einu sinni, tvisvar eða þrisvar eftir því hversu þykkur hann á að vera og það er gaman hvað hann er öðruvísi en allir svörtu sem eru í gangi.

8.Nude Magique Cushion Foundation: Þessi fallegi og létti farði er stórkostlegur ON THE GO, sem er nákvæmlega það sem að ég þarf þessa dagana. Allt í einni dollu, farði sem er kremaður en gefur púðuráferð, púði og spegill.

9.Minu Shampoo frá Davines: Ég sagði ykkur aðeins frá þessari stórkostlegu línu frá Davines um daginn, en eftir að hafa núna notað hana í meira en viku verð ég að segja að ég er SJÚK. Hárið er svo silkimjúkt og fallegt, það þarf varla að greiða í gegnum það því það er svo flókalaust og ilmar svo vel (svo finnst mér algjör plús að lúkkið á línunni er bara ótrúlega fallegt, pastel græn vara í glærum umbúðum með svörtum stöfum og hvítum miða, þetta er hreinlega bara fallegt inni á baði.)

10.Minu Conditioner frá Davines: Ég sagði ykkur aðeins frá þessari stórkostlegu línu frá Davines um daginn, en eftir að hafa núna notað hana í meira en viku verð ég að segja að ég er SJÚK. Hárið er svo silkimjúkt og fallegt, það þarf varla að greiða í gegnum það því það er svo flókalaust og ilmar svo vel (svo finnst mér algjör plús að lúkkið á línunni er bara ótrúlega fallegt, pastel græn vara í glærum umbúðum með svörtum stöfum og hvítum miða, þetta er hreinlega bara fallegt inni á baði.)

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
steinunne
xx

TOP PICKS Á TAX FREE!

FörðunHárið

Það gleður mig að tilkynna ykkur sem hafa nú þegar ekki tekið eftir því að það eru Tax Free dagar í Hagkaupum. Þeir byrjuðu í gær & standa yfir helgi. Ég ákvað að taka saman top picks-in mín á Tax Free en þetta eru allt vörur sem að ég hef prófað og elska nú þegar & því kjörið að benda ykkur á þessa snilld sem er nú hægt að kaupa aðeins ódýrara!

taxfree

Garnier, Moisture Bomb Tissue Mask: Dásamlegur rakamaski sem endurnærir húðina, frískar upp á hana & fyllir hana af raka. Moisture Bomb Tissue Mask hentar einstaklega vel fyrir þurra húð en hentar þó vel fyrir allar húðtýpur. Í pakkanum er eitt maskabréf sem inniheldur granatepli, hyaluronic sýru & rakaserum. Maskann skal hafa á andlitinu í 15 mínútur fyrir fulla virkni. Sjáanlegur munur kemur fram eftir vikunotkun.

Garnier, Moisture Bomb 3-in1: Stórkostlegt rakakrem sem inniheldur einstaka 3-in-1 formúlu sem endurnærir húðina, gefur henni einstaklega mikinn raka & verndar hana frá utanaðkomandi áreiti frá umhverfinu. Ný kynslóð rakakrema sem er einstaklega létt & inniheldur tvö mikilvæg andoxunarefni, amla ber og granatepli ásamt því að vernda húðina með UVA/UVB vörn. Kremið sem er eins og áður segir einstaklega létt & frískandi inniheldur einnig mikið magn af plöntuserumi & er fljótt að fara inn í húðina svo að það skilur hana eftir mjúka en ekki klístraða eða olíukennda.

Essie, Sand Tropez: Litur mánaðarins hjá Essie að þessu sinni. Dásamlega fallegur grátóna litur sem er klassískur & passar einfaldlega við allt, ég er sjúk í hann & nota hann mjög oft, hann er extra flottur með matta yfirlakkinu frá Essie „Matte About You“

L’Oreal Miss Hippie maskarinn: Uppáhalds maskarinn minn í augnablikinu & ég er ekki að ljúga þegar ég segi að hingað til er þetta besti maskari sem að ég hef nokkurn tíman prófað. Hann lengir & þykkir augnhárin ótrúlega vel í aðeins einni stroku, er alveg svartur & klessist ekki. Hann hrynur ekkert hjá mér & smitast ekki heldur & svo er líka ótrúlega auðvelt að þvo hann af. Ég er alltaf spurð hvaða maskara ég sé með þegar ég er með hann, ég tel það vera mjög gott merki.

L’Oreal Nude Magique Cushion Foundation: Þessi farði er dásamlegur, ég lít á hann sem dagsdaglega farða því að hann er svo léttur & góður. Ásamt því að vera ótrúlega léttur, fallegur & þæginlegur er hann einstaklega hentugur fyrir þær sem vilja einfalda hlutina, þú ert með allt á einum stað. Hann hylur roða án þess að vera þykkur, hann er snyrtilegur, þú ert með svamp sem er stútfullur af vöru án þess að hún smitist annað því svo ertu með lítinn púða og spegil í sömu dollu sem einfaldar þetta allt saman, dásamlegur & fæst í 4 mismunandi litum.

Ég vona að þetta hafi mögulega gefið ykkur einhverjar hugmyndir til að prófa á Tax Free dögum, ég veit að það eru margir sem elska þessa daga & notfæra sér þá óspart sem er dásamlegt. Mig langar þó líka að minnast á það að uppáhalds burstarnir mínir, Real Techniques sem ég tel vera þarfaþing á öll heimili eru að sjálfsögðu líka á afslætti & því um að gera að nýta sér það & versla sér nokkra, þeir eru svo dásamlegir.

Þið finnið mig á Instagram & Snapchat undir:
steinunne
xx

RAKABOMBA Í EINU BRÉFI..

FörðunLíkaminn

Ég er ekki löt & ég hef aldrei verið löt, en ég er þreytt & ég hef lítinn tíma þessa dagana enda ekkert annað en krefjandi að vera með 11 mánaða fjörkálf á heimilinu. Ég elska því allt sem kallast einfalt, einfalt & áhrifaríkt. Ég ætla ekki að blaðra endalaust um innihaldsefni & fleira, ég ætla bara að láta ykkur vita af þessari ótrúlega góðu & EINFÖLDU vöru sem að ég var að prófa.

Maski í formi tissjúbréfs sem þú einfaldlega leggur á andlitið & hann vinnur alla vinnuna.

Garnier er svoleiðis búið að koma sér upp á nýjan himneskan stall enda upp á síkastið búnir að koma út með hverja dásemdarvöruna á fætur annari. Þeir eru í algjöru átaki & eru að hreinsa vörurnar sínar algjörlega & gera þær parabenfríar & náttúrulegar sem að er auðvitað bara algjör bónus útaf fyrir sig..

Varan sem að ég er að tala um er algjör nýjung hjá merkinu en fer þvílíkt á blússandi siglingu strax & frétti ég af því að maskinn væri gjörsamlega að rjúka út. Tax Free dagar byrjuðu í Hagkaupum í gær, en þar getið þið meðal annars nælt ykkur í vöruna, annars fást Garnier vörurnar líka í Krónunni & á fleiri sölustöðum.
En aðeins um maskann góða…

„Dásamlegur rakamaski sem endurnærir húðina, frískar upp á hana og fyllir hana af raka. Moisture Bomb Tissue Mask hentar einstaklega vel fyrir þurra húð en hentar þó vel fyrir allar húðtýpur. Í pakkanum er eitt maskabréf sem inniheldur granatepli, hyaluronic sýru og rakaserum. Maskann skal hafa á andlitinu í 15 mínútur fyrir fulla virkni. Sjáanlegur munur kemur fram eftir vikunotkun“ 

Ég er búin að prófa hann nokkrum sinnum & ég elska hann, einfalt að nota hann, tekur enga stund. Maður finnur eiginlega ekkert fyrir því svosem að maður sé með hann á mér, ég er til dæmis með hann á mér á meðan ég skrifa þessa færslu svo er enginn subbuskapur í kringum hann, ég elska það. Maður einfaldlega “flysjar” hann af andlitinu & hendir bréfinu í ruslið, algjör óþarfi að skola andlitið eða standa í einhverju stússi eftirá.

14256214_10210176313112649_1894774681_n 14281425_10210176313272653_1118456816_n 14287734_10210176313312654_540104685_n 14287761_10210176313152650_36227755_n

Þið finnið mig á Instagram & Snapchat undir:
steinunne
xx

PUFFY THE EYE BAG SLAYER 

Förðun

Nafnið, èg bilast! Elskuleg vinkona mín gaf mèr þessa krúttlegu gjöf eftir að hafa séð nokkrar svefnlausar nætur á Snapchattinu mínu.
Mèr fannst þetta fyrst bara mega krúttlegt en nú sè èg að þetta er nauðsynlegt fyrir mig.

Þetta er þessi klassíska kælandi augngríma sem tekur poka & þreytumerki í kringum augun, en áletrunin gerir þetta svo miklu skemmtilegra.
Puffy the eyebag slayer er besta vinkona þín ef að þú ert þreytt mamma eins & undirrituð!

Fæst í CoolCos, èg mæli SVO með <3

14218441_10210133950173602_1175245234_n 14269502_10210133950093600_609375582_n

Þið finnið mig á Instagram & Snapchat undir:
steinunne
xx

 

DAVINES DRAUMUR 

Hárið

Èg hef áður nefnt það hvað èg er hrifin af vörunum frá Davines, en Davines merkið er með eina fallegustu sögu & stefnu sem èg hef heyrt um. Þau vinna markvisst í því að koma sem best fram við jörðina okkar, endurnýta allt & gefa tilbaka. Èg mæli með því að þið kynnið ykkur stefnuna þeirra, èg er viss um að ykkur mun líða eins & mèr..

Bpro ásamt Davines hèlt flottan viðburð á Hilton síðastliðinn fimmtudag sem èg var svo heppin að fá boð á. Viðburðurinn var ekkert smá flottur & öðruvísi en þar gast þú meðal annars búið til þitt eigið sjampó á þar tilgerðum sjampóbar, mjög flott.

Gestir voru svo leystir út með fallegum gjafapokum sem innihèldu mismunandi vörur frá Davines. Èg fèkk Minu línuna, sjampó, næringu & serum. Fyrir utan það að mèr finnst línan einföld & falleg er hún alveg dásamlega góð fyrir mitt hár, hún ýtir undir litinn í lituðu hári, gefur glans & mýkir hárið. Èg prófaði í gær & er mjög hrifin, hárið er eins & silki.

Þið finnið mig á Instagram & Snapchat undir:

steinunne xx

Frábærar vörur sem að láta mér líða vel: Janssen Cosmetics

Líkaminn

Við könnumst flest við það að vera mögulega með einhver svæði sem að við kunnum síst við á líkamanum & oft eru þetta svæði sem eru slöpp, slitin eða byrjuð að mynda appelsínuhúð. Auðvitað er þetta alls ekki eitthvað sem að á við alla & því beini ég greininni eingöngu til þeirra sem vilja nýta þetta á einhvern hátt.  Þessi svæði eru oftast rass, læri, upphandleggir & magi. Ég hef sjálf oftast verið ósáttust með lærin & rassinn, en eftir að ég átti strákinn minn varð maginn minn mitt vandamálasvæði. Ég leitaði því ráða hjá vinkonu minni sem er snyrtifræðingur & á Snyrtistofuna Fegurð & hún leyfði mér að prófa eina tvennu sem að hún mælti svo mikið með, ég verð nú að viðurkenna að ég var skeptísk eins & alltaf með svona krem, en þetta er búið að hjálpa mér alveg rosalega.

14218014_10210099032780689_777496909_n

Ég sagði aðeins frá vörunum á Snapchat hjá mér, svo ef þið eruð ekki nú þegar að fylgjast með mér þar getið þið bætt mér við ef þið viljið fylgjast með í stuttu máli þegar ég prófa vörur & fleira.. (snapchat: steinunne)

Oxygenating Body Scrub:
Kornaskrúbbur í sturtuna sem sléttir & bætir yfirbragð húðarinnar. Örvar blóðrásakerfið & er fullkominn undirbúningur fyrir önnur líkamskrem & brúnkukrem. Inniheldur meðal annars Coco betaine sem er unnið úr kókoshnetu & grænan þara.

14182427_10210099032820690_738128254_n

Cellulite Contour Formula:
Sléttandi & lyftandi áhrif, örvar efnaskipti & stuðlar að niðurbroti fitufrumna. Einstaklega frískandi & smýgur fljótt inn í húðina. Inniheldur meðal annars Grænan ara (detox), Koffein (lipolysis), menthol (kælandi & örvandi)..

14159302_10210099032860691_241783991_n

Þetta eru dásamlegar vörur & ef þú ert með vandamálasvæði sem að þig langar að vinna á & stinna, slétta & losa við appelsínuhúð þá mæli ég svo endalaust mikið með þessum gæðavörum.

Þú getur fengið vörurnar tvær saman í pakka á mjög sanngjörnu verði á Snyrtistofunni Fegurð í Hafnarfirði, ég mæli líka eindregið með því að spjalla við stelpurnar á stofunni & fá ráðleggingar um hvað hentar þér & þinni húð, þær eru algjörir snillingar.

Þið finnið mig á Snaphat & Instagram undir:
steinunne
xx

Mömmutrix: Að naglalakka sig á hlaupum

Förðun

Margar mömmur eru með krefjandi gorma sem gefa manni lítinn sem engan tíma fyrir sjálfan sig (nema þá kannski þegar þau leggja sig, sem er þó sjaldgæft) ég er ein af þeim mömmum. Ég er samt líka þannig týpa að mig langar að hugsa um mig þegar kemur að útlitstengdum hlutum. Naglakakka mig, lita á mér augabrúnirnar, raka á mér lappirnar, djúpnæra á mér hárið & setja á mig maska. Ég var farin að lenda í því að sofna á kvöldin uppúr 10 gjörsamlega uppgefin þegar ég ætlaði loksins að fara að gera eitthvað fyrir sjálfa mig svo að ég ákvað að í staðinn fyrir að leggja mig alltaf með honum á morgnana þá myndi ég nýta fyrsta lúr í svona stúss ef að ég væri ekki gjörsamlega búin.

Eitt sem að ég tók strax eftir & ég hef svo heyrt að margar mömmur þarna úti kannast við, er að í hvert skipti sem að ég ákvað að naglalakka mig voru lúrarnir einstaklega stuttir, það var eins & hann vissi bara að um leið & ég var búin að setja eina umferð af lakkinu & það svo langt frá því að þorna, því þá vaknaði hann…ALLTAF. Ég var því alltaf með klesst & ljótt lakk, þreif það af í flýti & ætlaði svo að laga um kvöldið sem svo aldrei gerðist.

Þetta vandamál er úr sögunni eftir að ég uppgötvaði litla snilldarvöru sem heitir Quick-E Drops & er frá Essie, en þetta eru dropar sem láta naglalakkið þorna á örfáum sekúndum. Þú einfaldlega lakkar með uppáhalds lakkinu þínu, setur 1-2 dropa af Quick-E Drops (glasið er eins & þið sjáið með dropateljara sem gerir þetta einfaldara en allt) & lætur formúluna leka yfir alla nöglina & eftir nokkrar sekúndur ertu til í slaginn! Þetta er algjört æði fyrir mig & ég hef ekki lent í klesstu lakki síðan.

Auðvitað er þetta eitthvað sem að ALLIR geta nýtt sér, hvort sem að þú ert á hraðferð eða hreinlega bara nennir ekki að bíða eftir að naglalakk þorni. Mér fannst þetta bara skemmtilegur vinkill á þetta þar sem að ég var hreinlega farin að hlægja að því að barnið vaknaði ALLTAF þegar ég var nýbúin að lakka xx

Essie fæst meðal annars í Hagkaup, Lyfju, Lyf & Heilsu & Kjólar & Konfekt….

14169517_10210077646686050_1059416964_n 14182623_10210077646646049_242931019_n

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
steinunne xx

BLÁR VEGGUR.. 

Heimilið

Hèr á bæ eru miklar breytingar í gangi í formi litar, ótrúlega spennandi. Èg hlakka til að sýna ykkur allt ferlið & lokaniðurstöðuna en þetta er útsýnið í augnablikinu.. Nú erum við fjölskyldan á leiðinni uppí sumarbústað & umferð eitt af fallega bláa litnum þornar á meðan.

Þið finnið mig á Instagram & Snapchat undir:
steinunne xx 

AÐ VELJA RÉTTAN BÍLSTÓL – HJÁLP!

Barnið

Ég er búin að vera að fresta því þvílíkt að þurfa að taka þessa stóru ákvörðun sem er að velja nýjan bílstól, bílstól númer 2. Bílstóll númer 1 passar ennþá & því er þessi frestun ekki að skapa neina hættu en almáttugur hvað guttinn minn er orðinn þreyttur á honum. Hann vill fá að sjá út, hafa meira pláss fyrir lappirnar & láta fara betur um sig. Ég er búin að vera að spyrja mikið í kringum mig, í mömmuhópum, á Snapchat & fleira & ég er búin að fá margar ábendingar & góð svör, en eftir að hafa áttað mig á því hvað það væri mikið í boði sá ég að þetta var klárlega eitthvað sem að ég vildi aðstoð með. Ég ákvað því að spyrja í kringum mig hvert ég ætti að fara til að fá aðstoð með þetta & valdi ég því að velja mér stól í samstarfi við verslunina Fífu.

Þetta er ekki eitthvað sem að ég sé eftir, því þjónustan var mögnuð. Þekkingin var ótrúleg sem hjálpar manneskju eins & mér sem veit ekkert rosalega mikið við að taka rétta ákvörðun því það er svo margt sem þarf að hafa í huga. Þetta er í raun mikilvægasti stóllinn því það er svo margt sem þarf að huga að þegar bílstóll númer 2 er valinn. Ég var harðákveðin (og er) harðákveðin í því að hafa barnið bakvísandi eins lengi & hægt er en ég er búin að lesa mér mikið til um þau mál & það er mælt með því að börn séu bakvísandi sem allra lengst, en það er langöruggast. Samkvæmt lögum mega börn vera framvísandi frá 12 mánaða aldri en hinsvegar er mælt með því að þau séu eins & áður segir bakvísandi sem allra lengst, eða allavega að 2ja ára aldri.

Ég þurfti því að skoða alla valmöguleika með það í huga að hann gæti verið bakvísandi sem allra lengst. Ég ákvað því að skoða stóla sem geta verið bæði bak & framvísandi, þ.e.a.s. þá er hægt að snúa stólnum á báða vegu & breyta honum úr bakvísandi yfir í framvísandi seinna meir. En þá komu upp spurningar, eru Isofix festingar í bílnum? Stenst stóllinn öryggiskröfur? Hér þarf til dæmis að kíkja á „carfitting list“ framleiðanda, en það er eitthvað sem að ég hafði ekki hugmynd um, eins fannst mér mjög hjálplegt & eiginlega bara nauðsynlegt að máta stólinn í bílinn til að sjá hvernig hann passaði í sætið & hvernig hann væri miðað við gluggahæð & fleira sem að ég var að pæla í. Mér fannst þetta yfirþyrmandi & því algjörlega nauðsynlegt að fá smá fræðslu. Ég er að velja á milli tveggja stóla, Maxi Cosy 2WAYpearl & Britax DualFix núna því að mér líst svo rosalega vel á báða en er þó að hallast aðeins meira að öðrum þeirra.

Fífa er með ótrúlega gott úrval, & eru með öll toppmerkin á markaðnum & starfsfólkið kann sitt fag, hiklaust. Nú er ég að melta þetta & ætla hiklaust að kíkja til þeirra aftur, taka kærastann með & máta aftur stólana í bílinn.

Stay Tuned…

e1XtiK0v5g ekKh98MjyM

 

 

Ég er einnig dugleg að skrásetja ferlið á Snapchat, endilega fylgið mér þar <3

Þið finnið mig á Instagram & Snapchat undir:
steinunne
xx

EINFALT MAKEUP – VÍDJÓ

Myndbönd

Jæja góðir hálsar, ég ákvað að skella í eitt ótrúlega “snöggt“ & einfalt makeup-lúkk þennan fallega þriðjudag. Ég vildi sýna ykkur hvað það er auðvelt að gera “full makeup“ með bara nokkrum vörum & það tekur enga stund. Ég ákvað að vera ekkert að blaðra & láta það ganga bara frekar hratt & smurt fyrir sig til að þið þyrftuð ekki að góna alltof lengi á mig.

Vörur:
Nude Magique Cushion Foundation frá L’Oreal
Glam Bronze Cushion De Soleil frá L’Oreal
True Match Super Blendable Perfecting Concealer frá L’Oreal
Nude Magique BB Powder frá L’Oreal
Glam Bronze La Terra sólarpúðrið frá L’Oreal
Color Riche La Pallette Nude í litnum ROSÉ frá L’Oreal
Mega Volume Collagene 24 maskarann frá L’Oreal
Color Sensational varablýant númer 540 frá Maybelline
Color Sensational varalit númer 342 „Mauve Mania“ frá Maybelline
Gloss númer 208 „Flash Dance“ frá L’Oreal

**Real Techniques Svampinn til að blanda**
**Multi Task Brush frá Real Techniques fyrir púðrið**
**Bold Metals bursta númer 203 & 200 frá Real Techniques**

Ekki hika við að senda mér línu eða kommenta fyrir neðan ef að þið hafið einhverjar spurningar xx

Þið finnið mig á Instagram & Snapchat undir:
steinunne
xx